Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Side 51
Dagblöð um allan heim fluttu
í gærdag fréttir af andláti Nel-
sons Mandela, fyrsta blökku-
mannsins sem kosinn var for-
seti Suður-Afríku.
AFP
UNDIR ÞAÐ SÍÐASTA
Mandela í apríl á þessu ári en tveimur mánuðum síðar var
hann lagður inn á spítala með lungnasýkingu.
AFP
ingur úr Witwatersrand-háskólanum. Hægt og sígandi kallaði
pólitíkin á sinn forustusauð og árið 1952 var Mandela kominn
í forrystusveit Afríska þjóðarráðsins (ANC) og orðinn einn
helsti baráttumaður blökkumanna gegn kynþáttaaðskiln-
aðarstefnunni og fyrir réttindum blökkumanna í landinu.
Lögfræðikunnáttan kom að góðum notum í þeirri baráttu.
Afríska þjóðarráðið hafði verið fremur máttlaus samtök frá
stofnun þess árið 1912 en með Mandela urðu samtökin svo
öflug að yfirvöld í landinu sáu ástæðu til að banna þau árið
1960. Barátta Mandela og félaga hans í þjóðarráðinu varð
minna sýnileg en hélt áfram í felum og ákveðið var að vígbú-
ast. Mandela fékk meðal annars herþjálfun í Eþópíu. Þegar
hann snéri aftur til Suður-Afríku 5. ágúst 1962 var hann
handtekinn.
Í réttarsalnum hélt hann fjögurra klukkustunda langa
ræðu þar sem hann rakti sögu sína og baráttu. Hann talaði
um lýðræði og frjálst samfélag. „Það er hugmynd sem ég er
tilbúinn að deyja fyrir.“ Mandela var dæmdur í lífstíðarfang-
elsi.
Mandela sat í fangelsi í 27 ár, þar af 19 á Robben-eyju og
var fanganúmer hans, 46664, númer sem Mandela notaði síð-
ar í baráttu sinni gegn alnæmi.
Meðan Mandela dvaldi í fangelsi var alþjóðlegri herferð
hrundið af stað um að hann yrði látinn laus en yfirvöld í
landinu buðu honum nokkrum sinnum að fara út sem frjáls
maður en gegn því að hann léti af baráttu sinni. Mandela af-
þakkaði alltaf boðið. Árið 1990 var hann látinn laus eftir mik-
inn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og allur heimurinn fagn-
aði.
Íbúar Suður-Afríku komu víða saman, meðal annars í Jó-
hannesarborg og Sóvetó, fæðingarborg hans, til þess að
minnast Mandela í fyrradag og þjóðhöfðingjar heims hafa
tjáð harm sinn yfir andláti frelsishetjunnar. Síðustu mánuði
höfðu læknar sinnt Mandela á heimili hans vegna lungnasýk-
ingar en talið er að rekja megi lungnasjúkdóm hans til fang-
elsisvistarinnar í Robben-fangelsinu. Þar sætti hann oft illri
meðferð, stritaði í grjótnámu og smitaðist meðal annars af
berklum.
8.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Sá eitthvað gott í öllum
Ragna Sara Jónsdóttir, fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins, tók viðtal við
Mandela í júlí 2001. Hún segir að hann hafi verið sameiningartákn fyrir hina
ólíku kynþætti sem búi í Suður-Afríku. „Í ævisögu sinni segir Mandela frá því að í
fangelsinu hafi hatur sitt gagnvart hvíta manninum minnkað en hatrið á kerfinu
og aðskilnaðarstefnunni vaxið,“ segir Ragna Sara. „Sama hvað á gekk, þá sá
hann alltaf eitthvað gott í hverri manneskju, sem er einstakur hæfileiki.“
Ragna Sara segir að Mandela hafi verið mjög hlýr í allri viðkynningu. „Hann
þakkaði mér fyrir að vera komin til þess að hitta hann og spjallaði við mig um
daglega lífið og hvernig ég hefði haft það,“ segir Ragna Sara en þau sátu í rúman
klukkutíma og ræddu saman. „Hann var algjörlega einstakur maður og ég er
þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að hitta hann,“ segir Ragna Sara að
lokum.
ÁRATUGA
MÓTMÆLI
Hópur fólks mót-
mælir lífstíðarfang-
elsisdómi yfir Nel-
son Mandela í
Pretoria árið 1964.
AFP
MYND
ÁRSINS
Fyrr á árinu
heimsótti Barack
Obama, forseti
Bandaríkjanna,
litla fangelsisklefa
Nelsons Mandela
á Robben-eyju. AFP
EPA
ELSKAÐUR ALLS STAÐAR
Nelson Mandela gleðst þegar bresk börn fagna honum á Trafalg-
ar-torginu í London árið 1996. Mandela var þar í fjögurra daga
opinberri heimsókn.
AFP
Á LEIÐ Í
FANGELSIÐ
Árið 1964 var Nel-
son Mandela dæmd-
ur í lífstíðarfangelsi
fyrir landráð, sam-
særi og skemmd-
arverk. Sú stund
þegar hann og sjö
aðrir menn voru
fluttir úr rétt-
arsölum í Pretoria
var fest á filmu. Þeir
mótmæltu með því
að rétta hnefann í
gegnum rimlana.
DANSAÐ OG SUNGIÐ
Íbúar Suður-Afríku brustu í
söng og dönsuðu á götum
úti 10. febrúar 1990.
FÖGNUÐUR
Íbúi Jóhannesarborgar heldur dagblaði á
lofti, 11. febrúar 1990, þar sem greint er
frá náðun Nelsons Mandela.
FANGELSIÐ KVATT
Mannþröng var á götum úti
þegar Nelson Mandela kvaddi
Victor Verster-fangelsið í febr-
úar 1990. Heimsbyggðin fylgd-
ist víðast hvar með í beinni út-
sendingu 11. febrúar 1990.
AFP
VINIR
Bill Clinton, fyrrver-
andi forseti Banda-
ríkjanna, og Mandela
horfa út um rimla
fangelsisins þar sem
Mandela eyddi 17 ár-
um af 27 ára fangels-
isvist sinni.