Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Qupperneq 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Qupperneq 59
8.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Titill sem kemur á undan ákvörðun í spilum (9) 5. Hlekkið nú einhvern veginn með þunnu lagi af Ni. (9) 9. Húrra fimm tugir og fimm tugir enda hjá heilsutæpum. (5) 10. Dragspil Ella getur orðið að því sem sýnir brag hundrað ára. (12) 11. Illa klædd bók eða kona? (8) 12. Kostar engan farva að fá blæfagurt. (8) 15. Hús Þorvaldar er fyrir hóp sem fer með yfirráð. (10) 18. Yfirlýsing strætisvagns um að hann sé ekki sorgmætt fljót? (2,4,1,4) 19. Keyrði planta með þýskan ís til dónalegs. (8) 20. Líkjörar 1006 blandast þeim sem hafa mikla sterkju. (11) 23. Fíkill í hárskraut og hættu. (12) 24. Gunnar reiður og ljúfur. (5) 25. Í skanna enn einn var að lokum að finna athuganir. (10) 26. Hvaða, væna? Ruglastu úr öllum áttum? (9) 28. Borðaði mál að 12,5%. (8) 30. Hlusti á byltu vegna hlemms sem dettur. (9) 31. Sum stangið í veseninu. (9) 32. Dæld við borg sem hljóðlát segir frá. (6) LÓÐRÉTT 2. Óskaplega æðri kunningja. (8) 3. Postilla nær að setja í rétta stöðu. (6) 4. Lauslát stúlka fer óvarfærin til Bandaríkjanna. (6) 5. Óp í líki heyrist við svengd. (6) 6. Spori, samstæða og tarína mynda það sem á heima á baðher- bergi. (11) 7. Langt í vímu menntaskóla Akureyrar og verkun. (13) 8. Eyðing á klukku áður en íþróttakeppni í góðum flokki hefst gerir hana að lokakeppni. (13) 9. Fimm sem eru ekki saman út af dýri. (8) 13. Eyðileggi með tonni kjötsoð sýningarmanns. (14) 14. Æðir á sælgætið í óveðrinu. (13) 16. Maður í mótorhjólaklúbb sem vill ekki vera á flatlendi er eins og lítið dýr. (13) 17. Flottur sér bofs af sjónvarpsstöð. (8) 21. Aðalheiði telur frekar. (4,6) 22. Annað heiti jólakattar notað yfir erlent rándýr. (9) 23. Einfaldan dýjagróður litar með fiskum. (8) 24. Lómur frá Fagurhólsmýri lendir á byggingu. (8) 27. Geðshræringin hjá fjörkálfi. (6) 29. Skröggur sýnir atorku. (4) Judit Polgar var eina konan sem tefldi í Opnum flokki Evrópumóts landsliða í Varsjá á dögunum en 25 ár eru síðan hún tefldi með ung- versku kvennasveitinni á Ólympíu- mótinu í Saloniki í Grikklandi og hreppti gullverðlaun. Síðan hefur hún ekki tekið þátt í „kvennamót- um“. Þær konur sem tóku sæti í bestu liðum kvennaflokksins í Varsjá á dögunum standa Judit ekki langt að baki. En Judit hefur samt algjöra sérstöðu meðal kvenna og er réttnefnd skák- drottning heimsins. Af henni má margt læra og það vita stúlkurnar í íslensku sveitinni sem voru þær sömu og tefldu á OL í Istanbul í fyrra. Lenka Ptacnikova, Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir, Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir hafa ekki áð- ur fengist við jafnerfitt verkefni og taka áreiðanlega ýmislegt með sér frá mótinu. Sveitin hafnaði í 31. sæti af 32 þátttökuþjóðum en ekki var langt á milli sveitanna sem lentu í neðri helmingi mótsins. Þó liggur fyrir að einungis Lenka Ptacnikova sem hlaut 4½ vinning úr 9 skákum og Tinna Kristín Finnbogadóttir, með 4 vinninga af 7 mögulegum geta verið sáttar með frammistöðu sína. Þannig náði Tinna Kristín árangri upp á 2151 elo stig og hækkaði um 35 elo-stig. Skákir hennar taka oft óvænta stefnu og hún á það til að láta liðs- afla af hendi fyrir óljósar bætur. Fleyg orð Jóhanns Þóris um þankagang sinn þegar hann tefldi við Norðmanninn Leif Ögaard á Norðurlandamótinu sumarið 1973: „Grugga, grugga“, eiga vel við sumar ákvarðanir hennar við skák- borðið. Í Póllandi var þó meira ör- yggi yfir stílnum sem kom vel fram í bestu skák hennar sem tefld var í 1. umferð: EM 2013, Varsjá 2013: Tinna Kristín Finnbogadóttir – Giedre Vanagaite (Litháen) Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. d3 Bg7 5. Be3 d6 6. Bg2 Lokaða-afbrigði sikileyjarvarn- arinnar stendur býsna traustum fótum. Tinna velur hér leið sem kom býsna oft upp skákum Nigel Short í byrjun aldarinnar. 6. … Hb8 7. Dd2 b5 8. Rge2 Rd4 9. O-O Rxe2 10. Dxe2 b4 11. Rd1 Rf6 12. e5!? Óvæntur leikur og ekki slæmur. Gott var einnig 12. a3 eða 12. f4. 12. … Rg4 13. exd6 Dxd6 14. Bf4 e5 15. h3 O-O 16. Bc1 Rh6 17. Re3 Rf5 18. Rc4 Dc7 19. Hb1 Full hægfara. betra er 19. c3 má hvítur vel við sína stöðu una. 19. …Rd4 20. Dd1 Bb7 21. Be3 Re6 22. Bxb7 Hxb7 23. Dd2 Hd8 24. f3 f5 25. Hbe1 f4 26. gxf4 exf4 27. Bf2 Rg5 28. Kg2 Dd7 29. Hh1 Dd5 30. De2 Bf6 31. h4 Það veitist létt verk að bægja atlögum svarts frá. Brátt nær hvít- ur yfirráðum eftir e-línunni. 31. … He7 32. Dd1 Re6 33. He4 Df5 34. De2 Hdd7 35. Re5 Hc7 36. Rg4 Bg7 37. He1 Kf7 Litháíska stúlkan sem var í miklu tímahraki hefur stillt upp í vörn í kringum riddarann á e6. - Sjá stöðumynd - 38. He5! Óvæntur hnykkur. Er 38. … Bxe5 þá 39. Rh6+ og drottningin fellur. 38. … Rd4 39. Hxf5+ Einfaldara var 39. Hxe7+. Tinna var fegin a losna við svörtu drottninguna og valdi því þennan leik sem dugar auðveldlega til sig- urs. 39. … gxf5 40. Dd2 fxg4 41. Dxf4+ Kg8 42. fxg4 Hb7 43. Dd6 Hxe1 44. Bxe1 Rxc2 45. Dd8 Bf8 46. Bf2 Rd4 47. Bxd4 cxd4 48. Dxd4 h6 49. g5 Hg7 50. Dd5 Kh8 51. Df5 Be7 52. g6 Bxh4 53. Df8+ – og svartur gafst upp, 53. … Hg8 er svarað með 54. Dxh6 mát. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Tinna Kristín og Lenka stóðu sig best í Varsjá Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseð- ilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 7. desember rennur út á hádegi föstu- daginn 13. desember. Vinn- ingshafi krossgátunnar 1. desember er Kári Sigfús- son, Sæviðarsundi 70, 104 Reykjavík. Hlýtur hann bókina Skuggasund eftir Arnald Indriðason. Vaka- Helgafell gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.