Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.12. 2013 Unglingur hlaut mikil brunasár í andliti eftir alvarlegt flugeldaslys á gamlárskvöld fyrir nokkrum árum. Þrír félagar kveiktu þá í heima- tilbúinni sprengju úti á götu og hún sprakk í höndunum á þeim með þeim afleiðingum að allir slös- uðust, þó mismikið. Sá sem mest slasaðist hlaut annars stigs bruna- sár í andlitinu en slapp við augnsk- aða. Viðkomandi ákvað strax eftir áramótin þegar hann slasaðist að segja frá slysinu í Morgunblaðinu ef það mætti verða til þess að aðrir létu sér reynslu hans að kenningu verða. Púður í poka „Við vorum með sprengipúður úr vítistertu sem við settum í poka,“ sagði drengurinn. „Síðan gerðum við smágat á pokann og kveiktum í. Við vissum ekki hvað þetta var kraftmikið fyrr en sprengingin varð. Rétt eftir að kviknaði í púðr- inu blindaðist ég og gat ekki dreg- ið andann en síðan tókst mér að ná andanum. Ég heyrði vini mína öskra og þeir bönkuðu á nálægar dyr. Vinur minn sem minnst slas- aðist kom síðan og sótti mig og færði mér blautt handklæði. Við biðum síðan í smástund eftir sjúkrabíl. Við fengum kæligel hjá sjúkraliðunum og vorum fluttir á slysadeildina.“ Hélt á sprengjunni Pilturinn hélt á sprengjunni í höndunum þegar hún sprakk og segir þá félaga ekki hafa hugsað út í það hvað myndi gerast, annað en að það kæmi „smáblossi“. Síðan ætlaði hann að sleppa sprengjunni. En það fór öðruvísi því krafturinn var miklu meiri en þeir bjuggust við. Hann segist hafa liðið miklar kvalir strax eftir slysið. Bruna- meðferðin á spítalanum var hins vegar bærileg og ekki sársaukafull, að undanskildu svonefndu „bruna- baði“ sem fólst í hreinsun andlits- ins. Voru það óhreinindi, m.a. púð- ur, í andlitinu sem voru fjarlægð í þessu brunabaði. Pilturinn segir marga hafa varað sig við sprengju- tilraunum en hann hafi hins vegar alltaf talið sig öruggan. Flug- eldaslys, sem alltaf séu í um- ræðunni fyrir hver áramót, séu nokkuð sem geti hent „aðra“. Unglingspiltur við komu á bráða- móttöku Landspítalans á gamlárs- kvöld fyrir nokkrum árum. Ljósmynd/LSH Víti til varnaðar Regla númer 1, 2 og 3 þegar kemur að flugeldum er að fara eftir leiðbeiningum, segir Jón Ingi Sigvaldason, mark- aðs- og sölustjóri hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg. „Það verður að lesa leiðbein- ingar vel áður en farið er að skjóta, gæta þess vel að áhorfendur séu nógu langt frá þegar kveikt er í köku eða rakettu og vera sjálfur snögg- ur að koma sér í burtu frá þeim hlut sem kveikt er í.“ Jón Ingi nefnir að ALLIR eigi að vera með hlífðargleraugu, ekki bara krakkar og sá sem sér um að bera eld að fírverk- inu. „Það fylgja gleraugu með öllum fjölskyldupökkum frá okkur. Gleraugnavæð- ingin hófst fyrir um það bil 15 árum og við erum líklega búnir að deila út um tveimur milljónum gleraugna síðan.“ G unnar Már Zoëga, sérfræðilæknir við augndeild Landspít- alans, segir hræði- legt þegar fólk stórslasast og missir jafnvel sjón vegna þess að það fer óvarlega með flugelda. Versta tilfelli sem hann hefur séð var í Svíþjóð, þeg- ar hann var við störf í Uppsala; 18 ára piltur tók í sundur flugelda, bjó til rörasprengju og þegar hún sprakk missti hann samstundis sjón á báðum augum. Gunnar er nýfluttur heim eftir 10 ár erlendis. Hann segir tölu- verðan mun á flugeldamenningu í Uppsala og hér; Íslendingar séu mun lengur að, alveg frá því flug- eldasala hefst og fram á þrett- ándann. Ytra einskorðist flugelda- notkun nær eingöngu við gamlárskvöld. Fullorðnir karlmenn Síðastu áratugi hafa að meðaltali orðið eitt eða tvö alvarleg augns- lys í Reykjavík um hver áramót, með miklum sveiflum að vísu. „Áramótin 2010 voru mjög slæm; þá urðu sjö slys og í öll skiptin áttu í hlut fullorðnir karlmenn sem ekki voru með hlífð- argleraugu. Áramótin 2004 urðu hins vegar átta augnslys á drengjum, þar af fjögur nokkuð slæm,“ segir Gunnar við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins. Innlendar og erlendar rann- sóknir sýna að táningar slasast að- allega vegna flugelda fyrir og eftir áramót en fullorðnir karlmenn á gamlárskvöld. „Unglingarnir sem lenda í augnslysum eru að megn- inu til ungir drengir og skaðast oft gríðarlega alvarlega, oftast eftir að þeir fikta við að taka flugelda í sundur og búa til sínar eigin bombur. Ábyrgð foreldra er því mikil, að hugsa til þess hvað krakkarnir eru að gera.“ Gunnar nefnir tvo áhættuþætti sérstaklega; fiktið, sem áður er getið, og hins vegar að fólk noti flugelda eða aðrar sprengjur án þess að fylgja nákvæmlega þeim leiðbeiningum sem fylgja.“ Sagan sé því miður þyrnum stráð. „Á níunda áratugnum urðu allnokkur alvarleg augnslys vegna tívolíbomba og þær voru bannaðar í kjölfarið. Nú eru hins vegar komnar stórar skotkökur sem eru í raun samsafn af tívolíbombum. Ef kakan springur ekki strax mega menn alls ekki bogra yfir henni því sprengikúlan getur farið beint í andlitið á þeim. Ef kúlan fer af há- marksafli beint í augað getur það valdið mjög miklum skaða.“ Gunnar nefnir að á heimasíðu Landsbjargar megi finn mjög gott forvarnarmyndband, þar sem rétt meðferð flugelda er sýnd. Hann leggur mikla áherslu á að leiðbein- ingum sé fylgt og allir noti hlífð- argleraugu og hanska. „Það er mikilvægt að fullorðnir brýni fyrir þeim yngri að fikta alls ekki með flugelda.“ Þá segir hann miklu máli skipta að hafa í huga að ef flugeldur fer ekki af stað megi fólk alls ekki reyna að kveikja aftur heldur henda á hann vatni. Auðvelt að rökstyðja bann Gunnar bjó um tíma í Edinborg í Skotlandi, þar sem haldin var glæsileg flugeldasýning um áramót en meðhöndlun flugelda bönnuð al- menningi. Gunnar nefnir sem dæmi að hið sama sé upp á ten- ingnum í Ósló, bæði vegna slysa- hættu og mengunar. „Hér heima eru tvær hliðar á þessu máli: flugeldasalan gerir ára- mót á Íslandi að einstakri upplifun og sala flugelda er undirstaða fjár- öflunar ýmissa samtaka. Flugeldar eru hins vegar líka stórhættulegir og frá sjónarmiði slysaforvarna má auðveldlega rökstyðja bann við sölu þeirra. Fylgjum því leiðbein- ingum um notkun flugelda og lát- um ekki flugelda vera það síðasta sem við eða börnin okkar sjáum!“ Um hver áramót verða tvö alvarleg augnslys á höfuðborgarsvæðinu af völdum flugelda. Hlífðargleraugu og hanskar geta bjargað miklu að sögn kunnáttufólks. Morgunblaðið/Skapti ÖRYGGIÐ Á NEFIÐ Ekki láta flugeld verða það síðasta sem þú sérð UNGLINGSDRENGIR Í MESTRI HÆTTU DAGANA FYRIR ÁRAMÓT EN FULLORÐNIR KARLMENN Á GAMLÁRSKVÖLD. DÆMI ERU UM AÐ MENN HAFI MISST HLUTA AF ÚTLIM, FENGIÐ ÆVILANGT LÝTI EÐA JAFNVEL MISST SJÓN. * Sala flugelda er undirstaða fjáröflunar ýmissa samtaka enflugeldar eru líka stórhættulegir og frá sjónarmiði slysa-forvarna má auðveldlega rökstyðja bann við sölu þeirra. Gunnar Már Zoega, sérfræðilæknir við augndeild Landspítalans. Þjóðmál SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.