Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Fjöldi uppskrifta hefur birst á matarsíðum 2013 og enginn hægðarleikur að velja bestu réttina »30 Á ramótin skipta mig alveg rosalega miklu máli en ég vil taka á móti nýju ári tæru og óáreittu,“ segir Marentza létt í bragði í samtali við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins. „Ég skipti öllu sem heitir jólaskraut út hjá mér heima og set upp hvítt,“ bætir hún við. Smurbrauðsdaman segist oft hafa verið spurð að því hvernig hún nenni að standa í að skipta öllu skrautinu út svona á milli hátíða, ekki síst eftir að hafa staðið vaktina á Café Flóru í Grasagarðinum flestum stundum fyrir jól. „Þetta er bara svo gaman og ég hef líka nefnilega bara svo góða „nennu“,“ segir hún kank- vís. Marentza segist hefja undirbúning áramótanna í kringum 29. desember ár hvert. Þá skiptir hún út rauða litnum fyrir hvítan, setur til dæmis hvítar liljur í vasa, hvítt á jólatréð, dekkar upp hvítt áramótaborð („jafnvel með smávegis grænu og silfruðu“), setur upp hvít kerti og þess háttar. „Ef veðrið er gott á sjálft gamlárskvöld set ég líka hvíta dúka og kerti á borðin úti, til að skapa hlý- lega stemningu,“ bætir hún við. „Ég hef gert þetta svona til margra ára og þetta er svo hátíðlegt og fallegt,“ segir hún glöð í bragði, greinilega ekki síður hrifin af þessum síðustu dögum árs- ins en sjálfri jólahátíðinni. Þess má geta að fjölskylda og vinir eru fyrir löngu bú- in að átta sig á þema húsfreyjunnar í þessu árlega boði að hennar sögn og mæta allir klæddir einhverju hvítu. „Síðan borðum við humar og drekkum kampavín með – þetta er svo yndislegt,“ segir hún að lokum. Marentza gefur hér uppskrift að áramótamatseðli með einmitt humar í aðal- hlutverki á marga vísu. SKIPTIR JÓLASKRAUTINU ÚT FYRIR ÁRAMÓTIN Hvít áramót Marentzu MARGIR LANDSMENN TENGJA MARENTZU POULSEN JÓLAHÁTÍÐINNI EN HÚN VAR EINNA FYRST TIL AÐ KYNNA LANDANUM JÓLAHLAÐBORÐ Á SKANDINAVÍSKA VÍSU OG SMURBRAUÐ. FÆRRI VITA HINS VEGAR AÐ MARENTZA LEGGUR EKKI SÍÐUR UPP ÚR ÁRAMÓTUNUM ÁR HVERT. SKÖMMU FYRIR GAMLÁRSDAG SKIPTIR HÚN JÓLASKRAUTINU ÚT OG FÆRIR HEIMILIÐ Í ÖLLU BJARTARI BÚNING, ÁÐUR EN NÝTT ÁR GENGUR Í GARÐ. Texti: Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Marentza Poulsen hefur ekki síður gaman af áramótunum en jólunum. Vill hún taka á móti nýju ári tæru og fínu. Morgunblaðið/Ómar Hvíti liturinn er ríkjandi hjá Marentzu um áramót. Snaraði hún fram dæmi um fallega áramótadekkun fyrir viðtalið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.