Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.12. 2013 Vinur við veginn Olís hefur opnað metanafgreiðslu á þjónustustöð Olís í Mjóddinni, á mótum Reykjanesbrautar og Álfabakka. Metanið er vistvænt íslenskt eldsneyti, unnið úr hauggasi frá lífrænum úrgangi. Taktu grænu skrefin með Olís! PI PA R\ TB W A · SÍ A · 13 18 24 Metan í Mjódd ritstýra skólablaðinu héðan frá Spáni, gegnum Skype. Það er frekar erfitt. Síðan er ég bæði í rapp- og pönkhljómsveit þótt ég kunni ekkert á hljóðfæri. Pönksveitin heitir Prostitute of Liberty og við æfum á vinnustofunni hjá mömmu.“ Þess utan er Salka liðtækur hönnuður og eitt af næstu verkefnum hennar verður að hanna leikskrá vegna sýningar sem foreldrar hennar eru að undirbúa. Meira um þá sýningu hér á eftir. Með námi og öllum þessum áhugamálum hefur Salka unn- ið í sjoppunni og á barnum í Borgarleikhúsinu í hálft þriðja ár. Faðir hennar bendir á, að verslunarstörf útheimti gjarn- an jafnaðargeð og séu fyrir vikið góður skóli. Allt um það. Þá er Salka rokin í tattú. „Ég ætla að fá mér Línu langsokk. Líklega á ökklann.“ Þetta er ungt og leikur sér. Elskar að leika Þá er komið að feðgunum. Byrjum á Gretti. „Ég er að gera margt og mikið,“ segir hann. „Ég leik eitt aðalhlutverkið í Mary Poppins í Borgarleikhúsinu. Við skipt- um því tveir á milli okkar og ætli ég sé ekki búinn að leika í um sextíu sýningum núna. Það hefur verið æðislega gaman. Síðan er ég í Óvitunum með Grímu systur minni. Það er ekki eins stórt hlutverk en rosalega skemmtilegt. Það eru fleiri krakkar í Óvitunum og stemningin góð í hópnum.“ Grettir steig fyrst á svið í Óliver Twist fyrir fjórum árum og hefur þegar leikið í sex stórum sýningum. Þær þrjár sem ekki hafa verið nefndar eru Galdrakarlinn í Oz, Allir synir mínir og Dýrin í Hálsaskógi. Þess utan hefur hann talað inn á fjölda teiknimynda. „Ég elska þetta og ætla að verða leikari. Get eiginlega ekki beðið. Mér finnst miklu skemmtilegra að leika en að vera í skólanum,“ segir Grettir og bætir við að ekki sé alltaf auðvelt að halda aftur af sér. „Ég er alltaf að syngja og hoppa upp á stóla.“ Er með mjög góðan kennara Spurður hvernig því sé almennt tekið í Vest- urbæjarskólanum svarar Grettir því til að hann sé með mjög góðan kennara. „Hún heitir Erna Guð- ríður Kjartansdóttir og hefur reynst mér mjög vel. Við höfum gert með okkur samkomulag sem felst í því að leysi ég ákveðin verkefni í náminu fái ég smá frelsi.“ Enda þótt stefnan sé skýr veit Grettir að hann þarf að standa sig vel í skólanum. Annars kemst hann ekki í leiklistarnám. „Pabbi er mjög dugleg- ur að minna mig á þetta,“ segir hann brosandi. Gretti þykir skemmtilegra að leika á sviði en í kvikmyndum, þar keyrir orkan hann áfram. „Það er alltaf jafngaman að stíga á svið og það hressir mig alltaf við.“ Þrátt fyrir alla orkuna segir Valur Freyr son sinn mjög agaðan í leikhúsinu. Þeir feðgar leika einmitt saman í Mary Poppins. „Þetta er meiri vinna fyrir krakka en fólk gerir sér grein fyrir. Sérstaklega í eins stórri sýningu og Mary Popp- ins,“ segir Valur Freyr. Besti mælikvarðinn Eldri bróðirinn, Ísak, er á allt annarri leið í lífinu. Hefur aldrei staðið á leiksviði og hefur engin áform um það. „Ég hef samt hafnað nokkrum hlutverkum,“ segir hann sposkur á svip. Ísak er ekki alfarið að spauga en í fyrra kom til tals að hann færi í prufu vegna kvikmyndarinnar Noah, myndi þá reyna sig við aðalsöguhetjuna unga. Það vantaði sumsé ungan Russell Crowe. Ísak fór ekki í prufuna, hafði ekki nógu mikinn áhuga. „Ég kann betur við mig í hlutverki áhorfandans,“ segir hann. Ilmur segir Ísak mjög þjálfaðan í því hlutverki og fjölskyldumeðlimir leiti ósjaldan til hans eftir gagn- rýni. „Í þessari fjölskyldu er Ísak besti mælikvarð- inn á gæði sýninga,“ segir hún. Og hann er ekki bara áhorfandi. Ísak byrjaði í sumar að vinna í sjoppunni í Borgarleikhúsinu með Sölku systur sinni og líkar vel. Námið á hug Ísaks allan en hann er á öðru ári í Verzlunarskóla Íslands. Byrjaði raunar í MR en skipti yfir eftir fyrsta árið og sér ekki eftir því. „Versló á mun betur við mig, bæði hvað varðar nám og félagslíf.“ „Svo eru stelpurnar líka sætari,“ skýtur faðir hans inn í. Þeir hlæja. „Segðu okkur hvað kærastan þín heitir!“ segir Grettir og hamrar járnið. Ísak lætur sér hvergi bregða við þetta áreiti og gefur nafnið fúslega upp. Birna Borg Gunnarsdóttir. Borg er auðvitað mjög leikhúslegt nafn en Birna er ekki komin af leikurum, heldur flugmönnum. Fer það ekki ágætlega saman? Raungreinar eru í mestu uppáhaldi og Ísak er nokkuð viss um að hann eigi eftir að feta þá braut. Hvert fagið verður liggur þó ekki fyrir enn. „Það kemur með tímanum.“ Frá gjörningi Ilmar í Hafnarborg síðastliðið haust. Ljósmynd/Jón Páll Eyjólfsson Teikning Hugleiks Dagssonar af Ilmi og Grímu í leikskránni vegna Forðist okkur! Valur Freyr í verðlaunaleikriti sínu Tengdó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.