Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 53
29.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Atrium strengjakvartettinn í Hörpu á Listahá- tíð í Reykjavík, 2. júní. bbbbb „Sjostakovitsj áskorunin“, fimmtán strengjakvar- tettar Sjostakovitsj fluttir á fernum tónleikum sama daginn. „Hvað sem því annars olli urðu varla nema liðlega 60 manns til að hlýða á leiftrandi strokdjásn Sjos- takovitsjar, er eiga sér aðeins eina hliðstæðu að gæðum eftir að Beethoven leið, nefnilega sex kvartetta Bartóks. Misstu því margir af miklu, enda var afburðatúlkun Rússanna einstök í sinni röð; óskorað „efni í drauma“ eins og Engilsaxar orða það. […]“ Sinfóníutónleikar í Eldborg í Hörpu, 13. júní. bbbbm Beethoven: Coriolanusarforleikur; Konsert fyrir fiðlu, selló og píanó. Prokofjev: Ballettsvíta úr Rómeó og Júlíu. Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Osmo Vänskä. „Finnski snillingurinn laðaði fram þvílíka litadýrð í magnaðri mótun sinni, allt frá blíðasta „pianissimo possibile“ í ragna- rœkan jötunmóð, að engum gat staðið á sama. Enda heyrðist það líka að leikslokum svo undir tók.“ Ópera í Skálholtskirkju, 16. ágúst. bbbbm Gunnar Þórðarson: Ragnheiður, ópera í tveim þáttum og eftirleik. Söngrit: Friðrik Erlingsson. Frumsýning (konsert- uppfærsla). Einsöngvarar og Kammerkór Suðurlands ásamt 46 manna sinfóníuhljómsveit. Stjórnandi: Petri Sakari. „Einsöngvararnir níu sungu einatt af innlifun á allt að hrísl- andi heimsmælikvarða, ekki sízt í aðalhlutverkum Ragnheiðar, Brynjólfs og Daða. Sömuleiðis var söngtært framlag skóla- pilta, vinnukvenna og sóknarbarna úr röðum Kammerkórs Suðurlands óskorað eyrnayndi; kraftmikið og sveigjanlegt í senn. Hvergi var sem sagt kastað til höndum.“ Kammertónleikar í Norðurljósasal Hörpu, 26. maí. bbbbn Verk eftir Lutoslawski. Kammersveit Reykjavíkur. Stjórn- andi: Petri Sakari. „… kom dagskráin … þægilega á óvart. Að ekki sé minnzt á þá margtönnluðu „jákvæðu blekkingu“ sem kraftbirtist þegar túlkendur gefa sig alla í verkefnið – m.a.s. umfram það sem fagleg lágmarkssæmd útheimtir – svo úr verður upplifun um- fram það sem á nótum stendur. Þeirrar upptendrunar fengu hlustendur víða að njóta þetta kvöld …“ I, Culture Orchestra í Eldborg í Hörpu, 29. ágúst. bbbbn Ljatosjynskíj: Grazyna (1955). Prokofjev: Píanókonsert nr. 1. Bartók: Konsert fyrir hljómsveit. Khatia Buniatisjvili píanó; Stjórnandi: Kirill Karabits. „Dagskráin var ósvikið eyrnayndi frá upphafi til enda… [Píanókonsertinn] var eldsprækur … með funheitu einleiks- framlagi hinnar georgísku Katju Buniatsjivili, er kvittaði fyrir klapp hlustenda „á fæti“ með dúndrandi aukalagi … heildin var … bráðskemmtileg áheyrnar, og fjölmörg eftirminnileg augnablik hlutu því að drífa salinn aftur upp á fætur að leiks- lokum með dunandi klappi að verðleikum.“ Klassískir tónleikar ársins SINFÓNÍUTÓNLEIKAR, ÓPERA, STRENGJAKVARTETTAR OG KAMMERSVEIT. RÍKARÐUR ÖRN PÁLSSON, KLASSÍSKUR TÓNLISTARRÝNIR MORGUN- BLAÐSINS, KEMUR VÍÐA VIÐ Í VALI SÍNU Á BESTU TÓNLEIKUNUM. Vänskä „laðaði fram þvílíka litadýrð í magnaðri mótun sinni … að engum gat staðið á sama.“ Morgunblaðið/Jim Smart Soft Target Installed í Silfurbergi Hörpu bbbbm Eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur. Dansarar: Johanna Chemnitz, Angela Schubot, Catherine Jodoin og Simo Kel- lokumpu. „Verkið tekur á samskiptum, firringu og einangrun í nútímasamfélagi. Hvernig við horfum og hvernig við upp- lifum augnaráð annarra. Það er óþægilega mikil nánd í verkinu sem vekur mikla tilfinningaflóru hjá áhorfandanum, sem erfitt er að ná fram, en Margréti Söru tekst það svo sannarlega í þessu verki.“ Já elskan í Kassanum í Þjóðleikhúsinu bbbbm Eftir Steinunni Ketilsdóttur. Flytjendur: Aðalheiður Hall- dórsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Berglind Pétursdóttir, Hannes Þór Egilsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Snædís Lilja Ragnarsdóttir. „Verkið byggist nær eingöngu á líkamlegri tjáningu og svipbrigði voru notuð á áhrifamikinn hátt. Flytjendur eru sumir dansarar en aðrir leikarar og skapaði hópurinn sterka heild … Undirliggjandi kald- hæðni, andstæður og svartur húmor var þannig einn helsti styrkleiki verksins.“ Eldar bbbbn Flugeldadanssýning eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. „Dansarar verksins eru þrjú tonn af flugeldum sem dans- höfundurinn leikstýrði í miðborg Reykjavíkur með fulltingi Hjálparsveitar skáta. Hin árlega flugeldasýning Menning- arnætur var endurhönnuð af danslistamanni og sett undir hatt listarinnar og vakti það fólk til umhugsunar um list- formið dans. Verkið var einstaklega fallegt og vakti mikla lukku áhorfenda.“ Tímar á Stóra sviði Borgarleikhússins bbbbn Eftir Helenu Jónsdóttur sem jafnframt hannaði búninga og sviðsmynd. Dansarar: Brian Gerke, Einar Anton Sorli Nikkerud, Ellen Margrét Bæhrenz og Halla Þórðardóttir. „Verkið var fallegt og vel uppbyggt, þar sem hljóðheimur þess, hreyfingar dansaranna, búningar, sviðsmynd og vörp- un stóðu jafnfætis … hrósa [má] frammistöðu dansaranna sem skiluðu sínu einstaklega vel … Í verkinu voru margir draumkenndir kaflar … Kaflaskiptingar verksins voru vel unnar, vörpun myndskeiða og notkun ljósa og hljóða hjálpuðu þar mikið til. Helenu tókst að skapa heildræna mynd þar sem saga dansflokksins er rakin í einstöku listaverki.“ Vorblótið í Eldborg Hörpu bbbmn Eftir Láru Stefánsdóttur og Melkorku Sigríði Magnús- dóttur. Dansarar: Íslenski dansflokkurinn og fyrsta árs nemar samtímadansbrautar LHÍ. „Hið íslenska Vorblót er lítið byggt á upprunalegu út- færslunni og hafa listrænir stjórnendur verksins mótað sína eigin afstöðu til tónverksins … Hópurinn dansaði sem ein heild, þrátt fyrir nokkur stutt sóló var enginn einn dansari sem skar sig sérstaklega úr hópnum sem var einkar jákvætt fyrir heildarmynd verksins … Það getur ekki talist neitt minna en stóratburður þegar dansað er við stórkostlega lifandi tónlist og það í flutningi annarrar eins hljómsveitar og Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Tónlistin og flutningur hennar magnar dansinn upp og stundin verður töfrum hlaðin.“ Danssýningar ársins Í SAMANTEKT MARGRÉTAR ÁSKELSDÓTTUR MÁ SJÁ AÐ BESTU DANSSÝNINGAR ÁRSINS SPANNA ALLT FRÁ DANSANDI FLUGELDUM OG FIRRINGU Í NÚTÍMASAMFÉLAGI TIL EINSTAKS LISTAVERKS UM SÖGU ÍD. „Það er óþægilega mikil nánd í verkinu sem vekur mikla tilfinningaflóru hjá áhorfandanum,“ skrifaði Margrét Áskelsdóttir m.a. í rýni sinni um dansverkið Soft Target Installed. Ljósmynd/ Vincent Roumagnac TÍMANNA TÁLKN GALDUR HINS HÆFILEGA ÓVÆNTA FRUMHERJI PÓLSKAR FRAMSÆKNI LEIFTRANDI FÆRNI, LEIKANDI GLEÐI Á BULLANDI KOSTUM FIRRING OG EINANGRUN Í NÚTÍMASAMFÉLAGI UNDIRLIGGJANDI KALDHÆÐNI ER STYRKLEIKI DANSARAR ÞRJÚ TONN AF FLUGELDUM SAGA DANSFLOKKSINS Í EINSTÖKU LISTAVERKI 100 ÁRUM SÍÐAR...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.