Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 30
Gestgjafi: Berglind Guðmundsdóttir 1 mangó, skorið í litla teninga 2 tómatar, smátt skornir 1 rauðlaukur, smátt skorinn 1 jalapeño, smátt skorið 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk ferskt kóríander, saxað safi úr 2 lime salt 6 pítubrauð 2 tsk. kúmín rifinn ostur 2 dósir sýrður rjómi Blandið saman í skál mangó, tómötum, lauk, jalapeno, hvítlauk, kóríander, safa af lime og salti. Geymið. Hitið ofninn í 150°C. Skerið pítu- brauðið í sundur og síðan í tígla. Raðið þeim á smjör- pappír á ofnplötu og penslið lítillega með olíu og stráið kúmíni yfir. Bakið þar til flögurnar eru orðnar stökk- ar eða í 5-10 mínútur. Strá- ið rifnum osti yfir flögurnar og bakið í um 10 mínútur til viðbótar eða þar til ost- urinn er bráðinn. Blandið saman í skál sýrðum rjóma, safa úr 1 lime og saltið. Raðið flögunum á disk, setjið salsa yfir þær og loks sýrðan rjóma. Pítunachos Berglind fór í lautarferð í rigningu síðsumars. Morgunblaðið/Árni Sæberg 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.12. 2013 Matur og drykkir H úsfreyjur og -feður voru dugleg að bjóða vinum og vanda- mönnum heim í dýrindis matarboð, léttari rétti í hádegishléum eða þriggja rétta kvöldverði á sumarkvöldum eða í skamm- deginu. Sunnudagsblað Morgunblaðsins brá sér af bæ árið 2013 og fékk að mynda fjölmörg matarboð og gestgjafar létu blaðamönnum í té frábærar uppskriftir að afar fjölbreyttum réttum. Ritstjórn Sunnudagsblað Morg- unblaðsins átti úr vöndu að ráða þegar velja átti girnilegustu upp- skriftirnar fyrir árið 2013 og listinn hér er því síður en svo tæm- andi. Einnig eru birtar myndir úr boðunum þar sem réttirnir voru eldaðir. Eru þetta matarboð frá því í byrjun janúar á árinu sem er að líða og einnig nokkrar sem voru eldaðar núna undir lok árs. Lesendum er bent á að geyma matarsíðurnar vel sem birtast munu á næsta ári á þessum vinsælu síðum og prófa það sem fólk um land allt er að elda. Einnig er fólki velkomið að hafa samband við sunnudagsblað Morgunblaðsins ef það vill benda á efnilega gestgjafa sem þykir gaman að bjóða heim í mat. Réttirnir sem hér voru valdir eru ýmist for-, aðal- eða eftirréttir og af fjölbreyttu tagi. UPPSKRIFTIRNAR SEM BÁRU AF Það besta úr matarboðum ársins Gestgjafi: Sólveig Eiríksdóttir 1 eggaldin nokkrar msk. ólífuolía smásalt og nýmalaður svartur pipar ½ dl geitaostur (má nota vegan-ost, tófú eða mauk- aðar baunir) 3 msk. ferskur kóríander, smátt saxaður (má nota steinselju) ½ dl valhnetur, smátt sax- aðar 4 döðlur, smátt saxaðar ½ rauður chilipipar, stein- hreinsaður og smátt saxaður handfylli klettasalat Skerið eggaldin í ½ cm þunnar sneiðar eftir endilöngu. Penslið með ólífuolíu og kryddið með smásalti og nýmöluðum svört- um pipar. Stillið ofninn á 200°C. Setjið eggaldinsneið- arnar á bökunarpappír í ofn- skúffu og bakið þar til þær eru gullinbrúnar. Takið út og látið kólna aðeins. Hrærið saman geitaost, kóríander, valhnetur, döðlur, chilipipar, smásalt og pipar. Setjið 1 msk. af fyllingu og nokkur klettasalatslauf á endann á hverri rúllu. Rúllið upp, setjið á fat, stráið smáó- lífuolíu yfir og berið fram. Eggaldinrúllur með geitaosti og klettasalati Sólveig Eiríksdóttir hóf árið með veislu fyrir vini og vandamenn. Sítruspipar- calamari María Björg Sigurðardóttir bauð kjarnakon- um heim til sín í Vesturbæinn í haust. Gestgjafi: María Björg Sigurðardóttir 500 g smokkfiskur 1 bolli hveiti 1 msk. sítrónupipar ½ msk. svartur pipar 1 msk. salt raspaður börkur af ½ sítrónu 1-2 lítrar djúpsteikingarolía ferskt dill radísuspírur Hitið djúpsteikingarolíuna vel í potti. Sker- ið smokkfiskinn þvert svo það myndist hringir en einnig er hægt að kaupa hann niðurskorinn, sem sparar tíma. Veltið smokkfiskinum upp úr hveiti, salti, sítr- ónupipar, pipar og sítrónuberki. Skellið honum svo í pottinn og djúpsteikið þar til hann er orðinn fallega gylltur. Berið fiskinn fram með dilli, radísuspírum og lím- ónusneið. LÍMÓNUMAJÓNES MEÐ LAVASALTI 3-4 msk. majónes raspaður börkur af ½ límónu safi úr ½ límónu hnífsoddur af hvítlauk hnífsoddur af lavasalti Hrærið allt vel saman og kryddið með lavasalti. Gestgjafar: Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir og Stefán Bjarnarson 300 g þorskhnakki safi úr 2 límónum safi úr 1 sítrónu ½ rauðlaukur, fínt saxaður 2 tómatar, fræhreins- aðir, skornir í fína teninga ½ agúrka, fræhreins- uð, skorin í fína ten- inga 1 chilipipar, fræhreins- aður, fínt skorinn ¼ bolli ferskt kórían- der, fínt skorið salt og pipar 2 tsk. sterk sósa 4 tortillur 1 avókadó Fiskurinn skorinn í bita og settur í skál. Límónur og sítrónur kreistar yfir og blandað saman. Plast- filma sett yfir og sett í kæli í 15-20 mínútur. Setjið tómat, agúrku, lauk og kóríander útí. Kryddið með salti og pipar og setjið sterka sósu út í. Berið olíu á tortillur og bakið í ofni þar til þær eru gullinbrúnar og stökkar. Skerið í sneiðar með pítsuskera. Berið ceviche fram í glasi eða skál og skreytið með avókadó- og tortillu- sneið. Ceviche-forréttur Guðlaug Ágústa hélt kvöld- verðarboð á Flókagötu. Morgunblaðið/Eggert SMOKKFISKUR, ANDABRINGUR, HNETUBRJÓTUR OG SÍTRÓNUKJÚKLINGUR ERU MEÐAL ÞEIRRA RÉTTA SEM BOÐIÐ VAR UPP Á Í MATARBOÐUM Á ÁRINU 2013 OG SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS FÉKK AÐ MYNDA OG SKOÐA Í NÆR VIKU HVERRI. Umsjón: Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Bestu forréttir ársins 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.