Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniÞegar litið er yfir helstu tæki og tól sem komu fram á árinu kennir ýmissa grasa »36 Þ að má segja að árið 2013 hafi farið illa af stað. Við höfðum vart stigið upp frá nýárssteikinni þegar okkur bárust fréttir af því að Aaron Swartz hefði fall- ið fyrir eigin hendi, einungis 26 ára gamall. Swartz var einn af skörpustu hugum tæknigeirans og mikill hug- sjónamaður um opið sam- félag og gegnsæ stjórnmál. Sjálfsmorð Aarons Swartz vakti mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs, ekki síst þar sem það er talið tengjast dóms- máli sem hann átti yfir höfði sér að undirlagi MIT-háskóla fyrir tölvuglæpi. Swartz átti yf- ir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist og milljónir dollara í sektargreiðslur, yrði hann sakfelldur fyrir alla 14 liði ákæru um stór- fellda netglæpi og gagnastuld, en glæpur hans var að hlaða niður vísindagreinum af fræðigreinasafninu JSTOR sem er opið nem- endum við marga háskóla. Vitað er að Swartz þjáðist af þunglyndi, en flestir sem til hans þekktu telja að áðurnefnt dómsmál hafi vegið þungt í ákvörðun Swartz um að binda enda á eigið líf. MIT-háskóli og emb- ætti saksóknara í Bandaríkjunum voru harð- lega gagnrýnd í kjölfar þessa atburðar og var þess verið krafist að löggjöf í Bandaríkj- unum um netglæpi og meðferð slíkra mála yrði endurskoðuð. Annar hugsjónamaður um opið samfélag var Edward Snowden, maður sem nálega enginn hafði heyrt getið fyrr en í júní á þessu ári. Snowden var fyrrverandi starfs- maður í upplýsinga- tæknideild CIA og NSA, en hafði undanfarin ár starfað sem ráðgjafi hjá tækniráðgjafarfyrirtækinu Booz Allen Hamil- ton. Snowden lak umtalsverðu magni upplýs- inga um persónunjósnir bandarískra stjórn- valda, bæði í gegnum samfélagsmiðla, tölvupósta og símhleranir. Ráðamenn hafa enn ekki getað lagt mat á hve mikið af gögn- um Snowden lak, eða hverjar afleiðingar þess verða. Njósnirnar beindust bæði að leiðtogum vinveittra og óvinveittra þjóða, og almennum borgurum innan og utan Banda- ríkjanna. Stjórnmálasamband Bandaríkjanna við sumar af vinaþjóðum sínum hefur beðið hnekki af, en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forsætis- ráðherra Frakklands, hafa lýst reiði sinni yf- ir þessu framferði. Sjálfur er Snowden í sjálfskipaðri útlegð í Rússlandi, en hann á von á því að verða lögsóttur fyrir njósnir ef bandarísk stjórnvöld ná í skottið á honum. Þriðji hugsjónarmaðurinn og bar- áttumaður fyrir opnum gögnum sem var mikið í fjölmiðlum á þessu ári var Kim Dot- com. Hann var fæddur Kim Schmitz í Kiel í Þýskalandi, og vakti fyrst athygli fjölmiðla sem ungur hakkari þegar hann var einn við- mælenda í grein um tölvuglæpi í tímaritinu Forbes árið 1992 þar sem hann stærði sig af því að hafa brotist inn í tölvukerfi NASA, Citibank og Pentagon, þótt fátt bendi til að það eigi við rök að styðj- ast. Árið 1994 var hann dæmdur fyrir tövuglæpi og fékk tveggja ára skil- orðsbundinn dóm, þá ekki orðinn tvítugur að aldri. Árið 2005 breytti hann eftirnafni sínu í Dotcom og stofnaði vefsvæðið Megaupload sem varð stærsta skráaskiptasíða heims. Hann var handtekinn á Nýja-Sjálandi í janúar 2012, í ævintýralegri aðgerð þar sem komu við sögu lögregluþyrlur og 76 þungvopnaðir sérsveit- armenn. Samhliða því að berjast fyrir frelsi sínu á Nýja-Sjálandi hefur hann unnið hörð- um höndum að því að koma á laggirnar nýju vefsvæði sem hann kallar einfaldlega Mega. Það er um margt líkt Megaupload, að því undanskildu að öll gögn sem þar eru hýst eru dulkóðuð. Dotcom hefur verið að horfa í kringum sig eftir álitlegum stað til að reka fyrirtæki sitt, þar sem persónuverndar- löggjöf er sterk og njósnastarfsemi yfirvalda er ekki vandamál. Dotcom segir Ísland vera lítið og vinalegt land sem hafi lítinn áhuga á njósnum. Það er vert að hafa í huga að þeg- ar veldi Megaupload var sem mest störfuðu um 180 manns hjá fyrirtækinu. Mögulega er þetta okkar næsta stóriðja. Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, tilkynnti að hann myndi láta af störfum á næstu mánuðum. Leit að arftaka stendur nú yfir. Ballmer hefur skap- að sér talsvert orðspor fyrir sérstaka stjórn- unarhætti sína hjá Microsoft. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að hafa staðið vakt- ina í gegnum það sem kallað hefur verið „áratugur glataðra tækifæra“ hjá Microsoft, en fyrirtækinu mistókst að nýta sér allar helstu nýjungar undanfar- inna ára sem hafa gert keppinauta þess að stór- veldum. Má þar nefna mp3-spilara, snjallsíma, spjaldtölvur, samfélags- miðla og leitarvélar. Sem dæmi um litla trú mark- aðarins á störfum Ballmers má nefna að hlutabréf í Microsoft hækkuðu um 9% dag- inn sem hann tilkynnti að hann hygðist hætta. Elon Musk, eigandi bílafyrirtækisins Tesla, tilkynnti á árinu að hann hygðist kynna til sögunnar nýtt samgöngutæki sem myndi geta ferðast á milli Los Angeles og San Francisco á 30 mínútum. Um það bil 600 km skilja borgirnar að. Ef einhver annar en Elon Musk hefði lýst þessu yfir er eins víst að flestir hefðu skellt skollaeyrum við. Musk hefur þó unnið fyrir því að hlustað sé á hann, en hann er áhrifamesti frumkvöðullinn í Kísildalnum, en hann hagnaðist gríðarlega á sölu PayPal fyrir nokkrum árum. Musk birti frumteikningar sínar af einhverskonar lestarvagni sem muni ferðast í lofttæmdum rörum á milli áfangastaða og hvatti hvern sem er til að nýta sér þær til að smíða tæk- ið. Ekki eru allir vissir um að hugmyndir hans séu framkvæmanlegar, en í það minnsta eitt fyrirtæki hefur þegar hafið þró- unarvinnu byggða á hugmyndum hans. Að öðrum kosti hefur Musk heitið því að gera það sjálfur. Fáar persónur hafa vakið jafn mikla at- hygli á árinu og Marissa Mayer sem tók við stjórnartaumum fyrirtækisins Yahoo! fyrir rétt rúmlega ári. Ráðningin vakti töluverða athygli, enda ekki á hverjum degi sem einn af æðstu stjórnendum Google yf- irgefur fyrirtækið til að fara til keppinaut- anna. Mayer átti að baki 13 ár hjá Google, en hún var 20. starfsmaðurinn sem fyr- irtækið réð á sínum tíma. Hjá Yahoo hefur Mayer verið falið það gríðarlega erfiða verkefni að gera fyrirtækið að leiðandi tæknifyrirtæki á ný. Mayer hefur á und- anförnu ári vakið mikla athygli fyrir djörf kaup á ungum tæknifyrirtækjum til að styrkja stoðir Yahoo! og kappsamar mannaráðningar, ekki síst á sviði fjölmiðla, en margt bendir til að Yahoo! ætli öðru fremur að stóla á að gott efni sé leiðin til að fanga athygli fólks á ný. Þá er ónefndur Jeff Bezos, forstjóri Amazon. Hann kom öllum á óvart á árinu og keypti Washington Post, eitt virðu- legasta dagblað Bandaríkj- anna, en margir álitu að síst væri á vísan að róa í blaða- útgáfu um þessar mundir. Bezos er þó þekktur fyrir að hafa gott nef fyrir við- skiptum og hefur náð góðum árangri sem fjárfestir. Það ríkir því talsverð spenna í bæði tækni- og fjölmiðlaheiminum eftir því að sjá hvað hann ætlar sér með þessa fjár- festingu. Var þetta einungis til að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaumræðu, eða hefur Bezos ef til vill komið auga á lausn á fjár- hagsvanda blaðaútgefenda? Fólkið, fárið, og fréttirnar á árinu ÝMISLEGT RATAÐI Á TÆKNISÍÐUR SUNNUDAGSBLAÐS MORGUNBLAÐSINS Á LIÐNU ÁRI. HÉR VERÐA RIFJAÐAR UPP SJÖ MINNISSTÆÐAR PERSÓNUR SEM FJALLAÐ VAR UM Á ÁRINU 2013 OG HVAÐ ÞÆR UNNU SÉR HELST TIL FRÆGÐAR. ÞAÐ MÁ TIL SANNS VEGAR FÆRA AÐ ÞETTA HAFI VERIÐ ANDLIT TÆKNIGEIRANS Á ÁRINU SEM ER SENN Á ENDA. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Marissa Mayer, forstjóri Yahoo, hefur vakið athygli á árinu og er ein valdamesta kona tækniheimsins. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.