Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 16
*Námskeið til að vinna bug á flughræðslu getur markað upphaf ógleymanlegra ævintýra »18Ferðalög og flakk
Strax í bítið á sunnudagsmorgni var gestinum, sem kominn
var til Sumba, uppálagt að ganga með heimafólki í kirkju. Í
þessu litla þorpi á syðri odda Suðureyjar, sem er syðst Færeyj-
anna sem eru átján alls, er trúarhefðin sterk og kirkjan stendur
alltaf opin. Þorpsbúarnir sóttu vel helgistundina, einn úr
þeirra hópi las guðspjall dagsins og svo sungu kirkjugestir hver
með sínu nefi. Á Suðurey búa nærri 5.000 manns, flestir á
Þvereyri og í Vági eða um 1.000 manns á hvorum stað. Margir
Suðureyingar sækja sjóinn og eiga kannski lítið trillukorn. Er
raunar algengt að eyjarskeggir dragi fram lífið á allskonar smá-
iðju með það að leiðarljósi að vera sjálfum sér nægir.
Sigurður Bogi Sævarsson Kirkjan í Sumba. Heimamenn lesa ritninguna og hver syngur með sínu nefi. Vágur er fallegur kaupstaður.
Syðsta eyjan af átján
Rúni í Lágabø á bátnum sínum.
PÓSTKORT F
RÁ SUÐUREY
E
ilífðarrokkararnir í Metallicu settu heimsmet með því að spila á Suðurskauts-
landinu nú fyrir skömmu. Bandið spilaði þar með í öllum sjö heimsálfunum á
einu ári. Fyrstu tónleikar Metallicu í ár voru í Brisbane í Ástralíu. Síðan var
komið við í Abu Dhabi áður en haldið var til Suður-Afríku. Þá fór sveitin á tón-
leikaferð um Bandaríki Norður-Ameríku áður en haldið var á Hróarskelduhátíðina í
Danmörku.
Eftir smásumarfrí hoppuðu rokkararnir upp í flugvél til Asíu þar sem bandið spilaði á
átta tónleikum. Í millitíðinni unnu vísindamenn á Suðurskautslandinu keppni sem Me-
tallica í samstarfi við Coke hélt og fengu sérstaka tónleika fyrir vini og vandamenn. Þá
vantaði aðeins upp á að spila í Suður-Ameríku til að ná því að spila í öllum heimsálfum
og slá þannig heimsmet. Í Brasilíu kunna menn þá list að rokka sem og að spila fót-
bolta og dansa samba. Var því einu „giggi“ hent upp í Ríó áður en haldið var til Suð-
urskautslandsins þar sem þeir spiluðu nú í desember.
Ekki mátti styggja dýrin
Bandið spilaði tíu lög á Suðurskautslandinu, hóf leik á Creeping Death og endaði á Seek
& Destroy. Ekkert nýtt lag var á efnisskránni heldur var haldið í gömlu klassíkina.
„Ég held að þetta hafi verið mögnuðustu tónleikar sem þetta band hefur nokkru sinni
haldið,“ sagði James Hatfield söngvari. „Orkan í þessu tjaldi, sem hent var upp fyrir
þessa tónleika, var ólýsanleg. Það er ekki hægt að lýsa því hversu ánægðir allir voru
þarna.“
Ekki mátti styggja dýrin á Suðurskautslandinu og var því brugðið á það ráð að láta
áhorfendur vera með heyrnartól. Enginn hávaði fór út úr tjaldinu – heldur allt í gegn-
um snúrur og beint til áhorfenda. Bandið spilaði á Tuktoyaktuk á norðurpólnum 1995
og sagði Kirk Hammett gítarleikari að það hefði verið skylda Metallica að spila á suð-
urskautinu áður en gítarneglur og trommukjuðar færu upp í hillu.
Í raun eiga þeir bara eftir að spila í geimnum en Lady Gaga hefur þegar bókað tón-
leika þar einhvern tímann í framtíðinni. Spurning hvort Metallica verði ekki bara á und-
an.
HEIMSHORNAFLÖSUFLAKKARAR Í METALLICA
Spiluðu í
öllum sjö
heimsálfunum
ROKKARARNIR Í METALLICA SETTU HEIMSMET Í DESEMBER
ÞEGAR ÞEIR SPILUÐU Í ÖLLUM SJÖ HEIMSÁLFUNUM Á
EINU ÁRI. ÞEIR HÓFU ÁRIÐ Í ÁSTRALÍU OG ENDUÐU
ÞAÐ Á SUÐURSKAUTSLANDINU ÞAR SEM TÓNLEIKAGESTIR NUTU
TÓNLISTARINNAR MEÐ HEYRNARTÓLUM.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Þeir gerast varla svalari en James
Hetfield. Hér með hornin í Asíu.
AFP
Í Evrópu voru að sjálfsögðu tekin
nokkur riff á gítarinn á Hróarskeldu.
AFP
Hávaðinn er mikill þegar Metallica
spilar, hvar sem er í heiminum.
AFP
Robert Trujillo, James Hetfield, Lars Ulrich og Kirk Hammett þakka
fyrir sig eftir tónleika í Rio de Janeiro í Brasilíu.
Trommarinn Lars Ulrich lemur húðir í frostinu á Suðurskautslandinu.
Trommuhljóðið var eitt af því fáa sem heyrðist á tónleikunum.
EPA
James Hetfield, Lars Ulrich og Kirk Hammett að spila í Detroit í
Bandaríkjunum.
AFP