Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 13
29.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Án tafar þarf vogin að gera lista yfir óþarfa í lífi sínu. Matarklúbbar og annar félagsskapur sem
hún finnur sig ekki lengur í fer á þann lista. Hún þarf líka að kaupa þau heimilistæki sem þarf til
að létta á heimilishaldinu. Árið verður afar annasamt og sérlega viðburðaríkt.
Í ár mun rætast úr vandamálum sem hafa íþyngt fjölskyldunni lengi. Vogin er hins vegar líkleg
til að taka á sig meiri fjárhagslegar byrðar. Í þeim skuldbindingum er þó falin blessun því á
næstu árum mun vogin njóta ávinnings af þeim. Þá á hún sterkara bakland fjárhagslega nú en oft
áður. Vogin er stjörnustarfsmaður árið 2014 og fær ríkulega athygli fyrir verk sín í ár.
Ástamálin eru spennandi en á tíðum brösótt, sérstaklega í langtímasamböndum. Ástina sjálfa
mun ekki skorta en það reynir engu að síður á hjónabönd. Besta ráðið er að vogin segi strax hvað
henni býr í brjósti. Kannski þarf einfaldlega að skerpa á verkaskiptingu og venja sig af ósiðum.
Einhleypar vogir munu fljótlega í byrjun árs haga sér eins og ástsjúkir unglingar. Þetta er
samt ekki góður tími til að binda sig, gangið hægt inn í rósagarðinn.
Vogin
23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER
Sporðdrekar eru óvenju einbeittir í ár. Ákveðið og alvarlegt fas mun skila sér í vinnuafköstum og
hann kemst yfir allt sem hann ætlar sér. Sporðdrekinn er að velta tilverunni fyrir sér og þá sér-
staklega þeirri staðreynd að hann er að eldast. Þetta á ekki bara við um eldri sporðdreka heldur
gera ungir sporðdrekar sér grein fyrir að lífið er stutt og hvert ár skiptir máli til að ná sínum
markmiðum. Þetta mun reynast námsmönnum frábærlega, þeir uppskera góðar einkunnir.
Sporðdrekinn fer frekar á fyrirlestra, söfn og í fjallgöngur í ár en út á galeiðuna. Um leið koma
til hans ferskar hugmyndir. Sporðdrekinn ætti án efa að vera alltaf með minnisbók á náttborð-
inuþví góðar hugmyndir geta gleymst þegar þær eru margar og jafnvel komið fyrir í draumi.
Ástamálin verða fyrirferðarlítil í ár og sporðdrekinn ekki sérlega félagslyndur. Ef hann hittir
einhvern er líklegt að sú manneskja verði honum ofarlega í huga síðla þessa árs og það samband
mun rista djúpt. Ef sporðdrekinn á í ástarsambandi fyrri part árs er líklegt að það fjari fljótt út.
Heimilislíf sporðdreka i sambandi verður gott. Sporðdrekinn útbýr sér jafnvel heimaskrifstofu,
svo notalegt er andrúmsloftið þar.
Sporðdrekinn
23. OKTÓBER - 21. NÓVEMBER
Fréttir af fjármálum bogmannsins eru dásamlegar. Þetta er eitt besta ár í langan tíma og bog-
manninum, sem yfirleitt helst frekar illa á peningum, mun finnast þetta með ólíkindum sjálfum.
Vinir hans og fjölskylda munu jafnvel leita til hans með ráðgjöf því hann hefur öll sín mál á hreinu
og gott betur en það. Bogmenn í sambandi munu að auki geta stutt maka sinn í því að afla meiri
tekna eða ná fram launahækkun.
Bogmaðurinn verður hamingjusamur árið 2014, sáttur í vinnu og litlar breytingar eru fram-
undan eða átök. Hann er ólíklegur til að skilja og einhleypir bogmenn eru að vísu líka ólíklegir til
að fara í samband. Þess í stað mun bogmaðurinn vera félagslega virkur, jafnvel kynnast nýjum
félagsskap og hann mun njóta þess að geta ferðast og bókað sig á fimm stjörnu hótel og keypt sér
dýrt útilegudót. Þótt einhleypir bogmenn muni ekki stofna til formlegs samband munu þeir upp-
lifa rómantísk ævintýri og það er styttra heim til þess félaga en bogmanninn grunar. Hann býr
líklega í allra næsta nágrenni, jafnvel sömu götu.
Bogmaðurinn
22. NÓVEMBER - 21. DESEMBER
Flest stjörnumerkin munu í ár rækta sína andlegu hlið í ríkari mæli en áður. Fyrir fiskinn, sem
er hvort sem er á kafi í hinu óáþreifanlega, tekur steininn úr í ár. Hann verður því utan við sig. Þó
að honum sjálfum líði mjög vel geta aðrir upplifað fiskinn félagslega heftan þetta árið.
Um leið er hætt við að fiskurinn hætti að fylgjast með gluggapóstinum og hann þarf mikinn
svefn. Hann vill helst sofa fram til hádegis allar helgar og aðrir fjölskyldumeðlimir geta orðið
svolítið pirraðir á því. Góðu fréttirnar eru þær að í þessu ástandi er fiskurinn skapandi sem aldrei
fyrr. Hans listrænu hliðar eru upp á sitt besta og þetta er árið til að mála, yrkja ljóð, hanna og fá
hugmyndir sem aðeins séní fá. Fiskar sem starfa í menntageiranum, eru í skóla og í nýsköpun
munu einkum ná miklum árangri.
Fiskurinn mun auðveldlega reka augun í maka ef hans andlegi félagi verður á vegi hans í ár.
Það er ekki líklegt, árið 2015 er líklegra til þess. Þó er sennilegt að einhver verði ástfanginn af
fisknum í laumi og láti hann ekki vita strax.
Fiskurinn
19. FEBRÚAR - 20. MARS
Steingeitin vill yfirleitt slæmu fréttirnar fyrst. Hún þarf á öllu sínu að halda til að ná endum sam-
an og sambandið við stórfjölskylduna gæti tekið sinn toll. Ef til vill verða dramatískar breytingar
á fjölskylduhögum hennar en þó er líklegra að vandamálin tengist fólki sem stendur henni afar
nærri en býr þó ekki undir sama þaki og hún.
Þá koma góðu fréttirnar. Félagslífið er ótrúlega skemmtilegt, rómantískt og fjörugt. Og það
sem gerist líklega er það að fjármálin munu líða fyrir það að steingeitin gleymir sér, það verður
svo gaman og kreditkortið verður kannski notað aðeins um efni fram.
Á vinnustað mun steingeitin standa sig vel og ætti ekki að þurfa að hafa of miklar áhyggjur,
hún mun pluma sig vel. Hennar aðalstarf og erfiða í ár er fjölskyldan sem þarf á henni að halda.
Einhleypar steingeitur verða uppteknar árið 2014 og þurfa að strauja sparifötin fyrir hvert
brúðkaupið á fætur öðru, hjá vinum sínum en ekki sjálfum sér. Í kringum þá viðburði verður til
andrúmsloft sem minnir helst á atriði úr Four Weddings and a Funeral. Rómantískt í meira lagi.
Steingeitin
22. DESEMBER - 19. JANÚAR
Það mun taka vatnsberann tíma að átta sig á þeim tækifærum sem bjóðast honum árið 2014,
einkum hvað atvinnu snertir. Ef hann fylgist vel með atvinnuauglýsingum sem og nýjum mögu-
leikum á núverandi vinnustað finnur hann jafnvel og fær draumastarfið.
Vatnsberinn mun ekki þurfa að hafa áhyggjur af fjármálum og það kemur skemmtilega á óvart
enda býst vatnsberinn ekki við þyngri pyngju. Ef til vill fylgir það nýja starfinu; hærri laun. Því
getur vatnsberinn eytt orkunni í að hafa minni áhyggjur og hlaða batteríin.
Árið verður ekki áfallalaust en það sem kemur upp á, til að mynda heima fyrir, er hægt að
leysa auðveldlega og fljótt enda um minniháttar spennu að ræða.
Ef vatnsberinn er að bíða eftir einhverju fjöri í stefnumótabransanum getur hann hallað sér
aftur og eytt tíma sínum í annað en að horfa í kringum sig. Um miðjan júlí getur hann svo prófað
að kveikja á tölvunni því líklegt er að hann muni eiga tilhugalíf á Skype eða á Facebook-spjalli.
Þetta gæti jafnvel endað með blindu stefnumóti. Ef vatnsberinn er nú þegar í sambandi mun
hann, einnig síðari part árs, upplifa tíma sem minnir helst á hveitibrauðsdagana og tilhugalífið.
Vatnsberinn
20. JANÚAR - 18. FEBRÚAR
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Íslensk hönnun og framleiðsla
www.facebook.com/solohusgogn
Kæru landsmenn!
Óskum ykkur gleðilegra hátíðar
og farsældar á komandi ári