Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 23
Í
þróttakempur leynast víða í samfélaginu og þær eru á ýms-
um aldri. Þær koma í öllum stærðum og gerðum en eiga það
sameiginlegt að vera (eða hafa verið) í góðu líkamlegu formi
á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Kempurnar eru sem
betur fer til í að deila reynslu sinni með okkur og veita okkur
góð ráð. Kempa dagsins Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leik-
maður Hönefoss í Noregi í knattspyrnu.
Gælunafn
Sumir kalla mig Nóra en flestir bara Arnór
Íþróttagrein
Fótbolti.
Hversu oft æfir þú á viku?
Í venjulegri viku eru 5 fótboltaæfingar og 1 leikur plús ca 2-3
aukaæfingar sem ég tek sjálfur.
Hvernig æfir þú?
Fótboltaæfingarnar eru hefðbundnar. Svo bæti ég við auka-
æfingum, ég passa álagið og hef þessar æfingar yfirleitt léttar.
Geri t.d. jóga teygjur og styrktaræfingar auk þess sem ég nota
nudd bolta og rúllur.
Henta slíkar æfingar fyrir alla?
Fótbolti hentar líklega ekki öllum þar sem meiðslahættan er
frekar mikil. Jóga og lyftingar myndi ég segja að henti flestum.
Ég er sérstaklega hrifinn af jóga og hvernig það hefur jákvæð
áhrif á bæði líkama og sál, mæli með því fyrir flestalla.
Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað?
Hægt og rólega. Finna sér eitthvað skemmtilegt að gera sem
hefur jákvæð áhrif á bæði líkama og sál. Þarf ekki að vera ein-
hver skipulögð æfing, bara hreyfa sig á einn eða annan hátt.
Hver er lykillinn að góðum árangri?
Jákvætt hugarfar og fara „all inn“ í öll verkefni sem þú tekur
þér fyrir hendur. Fylgja svo hjartanu og eigin sannfæringu um-
fram allt annað.
Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið?
Hef ekki hugmynd, hef frekar gaman að því að hlaupa en
mæli vegalengdina sjaldnast. Þegar ég var polli hafði ég mjög
gaman að því að taka þátt í 10 km hlaupum og þótti nokkuð
efnilegur.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira?
Taka eitt skref í einu, byrja rólega og vinna sig út frá því og
muna mikilvægi mataræðis. Þegar fólk borðar hollan mat þá
verður orkan svo miklu meiri og þá fyrst verður gaman að
hreyfa sig.
Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega útrás fyrir hreyfi-
þörfina?
Já, ég er frekar virkur einstaklingur og á erfitt með að
sætta mig við það að detta úr formi. Þó að ég njóti þess mik-
ið að slaka á þá líður sjaldnast langur tími milli æfinga hjá
mér.
Hvernig væri líf án æfinga?
Frekar leiðinlegt, það myndi augljóslega hafa áhrif á lík-
amlega líðan fólks en ekki má gleyma andlega þættinum og
hvað hreyfing og æfingar hafa jákvæð áhrif á þann þátt.
Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér?
Það er líklega einhvern tímann þegar ég hef verið meiddur.
ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR ARNÓR SVEINN AÐALSTEINSSON
Byrja rólega, eitt skref í einu
29.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Heilsa og hreyfing
Þeir sem verða veikir í flugferðum og kasta jafnvel upp ættu að hafa í
huga að fá sér engifer út í sódavatn áður en þeir fara í flug. Margir hyggja
á ferðalög um jólin eða fljúga landshluta á milli til að vera með fjölskyld-
unni en engifer og einnig sódavatn er talið slá á ógleði.
Engifer fyrir flug*Maður verður að nýta sér mótbyrinn til að fá meðbyrsíðar meir. Jón Arnar Magnússon
Morgunblaðið/Ernir
En í meiðslum finnur maður sér oftast einhverjar æfingar sem
er í lagi að gera.
Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí?
Ég hjóla, hleyp og lyfti mikið, reyni einnig að gera eitthvað
allt annað en spila fótbolta, stunda einnig jóga þegar ég er í
fríi.
Ertu almennt meðvitaður um mataræðið?
Já, ég reyni að vera eins meðvitaður um það sem ég set ofan
í mig og ég mögulegt er. Er duglegur við að afla mér upplýs-
inga sjálfur um mataræði, mennt er máttur í þessum efnum.
Það er hent í okkur miklu af mismunandi upplýsingum varð-
andi mataræði, því er best að vera þokkalega að sér sjálfur,
geta valið og hafnað hverju maður trúir og trúir ekki og tekið
góðar meðvitaðar ákvarðanir eftir því.
Hvað borðaðu til að halda þér í formi?
Eins mikið af hráu grænmeti og
ávöxtum og ég get í mig látið, drekk
svo vatn í miklum mæli líka.
Hvaða óhollustu ertu veikur
fyrir?
Ég er veikur fyrir allri óholl-
ustu og þess vegna reyni ég eftir
besta megni að taka hana alla út. Eftir því sem ég borða
minna af óhollustu þeim mun minni löngun fæ ég í hana. Á
veikum augnablikum dett ég þó stundum í kartöfluflögur.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið?
Enn og aftur að taka lítil skref og breyta ekki öllu á einni
nóttu. Borða svo eins mikið af hráu grænmeti og ávöxtum og
hægt er, ég fullyrði það að enginn mun sjá eftir því.
Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig?
Hreyfing ásamt mataræði, andlegri og líkamlegri vellíðan
er gríðarlega stór hluti af mínu lífi.
Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Hef
verið frekar heppinn í sambandi við meiðsli í gegnum minn
feril. Meiddist á nára þetta tímabil sem hefur verið frekar
hvimleitt. Hversu lengi varstu að ná þér aftur á strik? Er
ennþá að ná mér á strik eftir það.
Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orðið
fyrir?
Vandræðalegt að segja frá því en þegar ég var ungur og
óreyndur meiddi ég mig á hné þegar ég datt á hjóli.
Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar?
Líklega þegar það leggur áherslu á magn umfram gæði.
Hver er erfiðasti mótherjinn á ferlinum?
Hef spilað gegn nokkrum mjög sterkum leikmönnum með
íslenska landsliðinu, naut þess heiðurs að spila gegn Cristiano
Ronaldo í 15 mínútur, hann er í algjörum sérflokki.
Hver er besti samherjinn?
Kristján Örn Sigurðsson, samherji minn hjá Hönefoss, er
einn besti varnarmaður sem ég hef séð spila fótbolta.
Hver er fyrirmynd þín?
Í fótbolta hef ég haldið upp á Phillip Lam mjög lengi. Þegar
ég var yngri var Jurgen Klinsmann átrúnaðargoðið mitt. For-
eldrar mínir, sem voru mjög frambærilegir íþróttamenn, hafa
reynst mér gríðarlega vel og hef ég litið mikið upp til þeirra í
gegnum tíðina og geri enn.
Hver er besti íþróttamaður allra tíma?
Erfið spurning, ég hélt rosalega upp á Michael Jordan á
sínum tíma.
Skemmtileg saga frá ferlinum?
Enn og aftur var ég ungur og óreyndur. Var að spila leik
með Breiðabliki í deildar bikarnum gegn Þrótti ef ég man
rétt. Einn leikmaður Þróttar fékk krampa í kálfann, ég fór
auðvitað til hans og hjálpaði honum að teygja meðan hann
lá sár þjáður. Óli Kristjáns þjálfari öskraði brjálaður á
mig og sagði mér að halda áfram leiknum vegna þessa að
við vorum í bullandi hraðaupphlaupi. Eftir á að hyggja var
þetta fullmikil góðmennska svona í miðjum keppnisleik,
sem á líklega frekar heima utan vallar. En mamma var
mjög stolt af mér eftir þennan leik og lét mig oft vita af
því.
Skilaboð að lokum?
Látið hjartað ráða för, njótum ferðalagsins og verum góð
hvert við annað. Ást, lærdómur, hamingja.Arnór Sveinn
Aðalsteinsson