Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.12. 2013 Slysavarnafélagið Landsbjörg styður sam-félagið. Og samfélagið styður Slysavarna-félagið Landsbjörg. Þetta verður að vera jafna til að dæmið gangi upp. Öll viljum við að jafnan gangi upp. Ég þekki ekki þann Íslending sem ekki kann að meta að verð- leikum afreksverk Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Alltaf þegar slys henda eða náttúru- hamfarir eða hvers kyns vá ber að höndum, þá má alltaf reikna með björgunarsveitum Slysavarna- félagsins Landsbjargar á vettvangi – opinberum viðbragðsaðilum, lögreglu og slökkviliði til að- stoðar. Stundum eru það slysavarnasveitirnar sem bera björgunarstarfið uppi. Ef þeirra nyti ekki við – og hefði ekki notið við – hefði margt farið á annan og verri veg á hættustundu. Aldrei hefur verið beðið um endurgjald. Þegar kaldir og þreyttir björgunarsveitarmenn hafa dög- um og sólarhringum saman leitað að týndu fólki eða þegar unnin hafa verið önnur björgunarstörf minn- ist ég þess ekki að fram hafi verið reiddur reikn- ingur. Slíkt hefur aldrei verið orðað að því er ég best veit. Enda allt unnið í sjálfboðastarfi. Ef meta ætti sjálft björgunarstarfið til fjár söfnuðust glatt upp himinháir reikningar. Eða þegar unnið er að því í hverri frístund sem gefst að aðlaga tækjakost íslenskum aðstæðum. Þar eru ófá dagsverkin – að ekki sé minnst á þrotlausar æfingar. Enginn geng- ur á fjöll við erfiðustu aðstæður án þjálfunar. En þótt allt sé gefið er starfsemin ekki útgjalda- laus. Tækjakosturinn er dýr. Húsnæði þarf að vera til ráðstöfunar – skýli yfir tækin og þak yfir starf- semina. Þetta kostar peninga. Þessir fjármunir safnast með ýmsum hætti. Eitt- hvað kemur úr sjóðum samfélagsins. Ekki er það þó mikið. Talsvert fé safnast til starfsins í gegnum happdrætti og spilakassa. Slysavarnafélagið Landsbjörg er undir regnhlíf Íslandsspila. Ekki telst ég til áhugamanna um spilavélar. Hef reyndar beitt mér fyrir því sem kalla má ábyrga spilastefnu en talsvert er í land að þannig verði búið um spila- markaðinn hér á landi að hann falli undir slíka skil- greiningu. En það er önnur saga – en þó ekki alveg. Allra fjármuna þarf að afla á ábyrgan hátt. En ef við erum á þeirri skoðun að setja beri þess- ari fjármögnunarleið skorður hljótum við þeim mun heldur að leggja áherslu á aðrar leiðir til að styrkja fjárhaginn. Ein slík leið býðst okkur þessa dagana, nefnilega að kaupa flugeldana okkar hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim ágætu sam- tökum sem nú selja flugelda í fjáröflunarskyni finnst mér að áramótasalan eigi að heyra Slysa- varnafélaginu Landsbjörg til. Mér finnst þetta nán- ast vera eins og að greiða iðgjald til þessa félags sem við öll viljum hafa til staðar, sterkt og kröftugt. Slysavarnafélagið Landsbjörg er nefnilega félag- ið okkar allra og það er með mikilli ánægju að ég banka þar upp á hvern einasta gamlársdag að kaupa stjörnuljós og blys að ógleymdum flugeld- unum til að lýsa upp himininn í kveðjuskyni við liðið ár og til að fagna nýju ári – að þessu sinni árinu 2014, sem ég óska okkur öllum til hamingju með um leið og ég minni okkur öll á að greiða iðgjöldin! Það gerum við með því að kaupa stjörnuljósin hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg. Ég færi öllum óskir um gleðilegt ár með þökk fyrir það sem liðið er. Munum að greiða iðgjöldin! ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Vettvangur Íslenska ríkið hefur gengist inn á alþjóð-legar skuldbindingar um að veita til-tekið hlutfall af þjóðartekjum í aðstoð við þróunarríkin. Slíkar skuldbindingar eru umhugsunarverðar en ekki til umræðu hér að sinni. Með fjárlögum fyrir komandi ár samþykkti Alþingi að lækka framlög Ís- lendinga til þróunarmála. Enginn þurfti að velkjast í vafa um hver ástæðan var. Skuldir ríkisins og tilheyrandi vaxtakostn- aður býður ekki upp á mikla gjafmildi. Þrátt fyrir þessa augljósu staðreynd lét stjórnarandstaðan kinnroðalaust í veðri vaka að hér lægju aðrar og andstyggilegri ástæður að baki. Mátti skilja málflutning stjórnarandstöðunnar þannig að ríkis- stjórnin væri með þessu í skipulagðri að- för að þróunarstarfi í þágu þeirra sem minna mega sín. Í stað þeirrar geðshræringar sem nokkrir fjölmiðlar og þingmenn stjórnar- andstöðunnar leyfðu sér að fyllast hefði gjarnan mátt ræða efnislega um aðstoðina og með hvaða hætti hún ætti að vera. Það er til að mynda alveg gild spurning hvort ríkið eigi að hafa milligöngu í þessum efn- um. Ef Íslendingar vilja gefa fé til mann- úðarmála – og það hafa þeir oft sýnt að þeir vilja og gera – geta þeir auðvitað gert það án þess að ríkið hafi um það milli- göngu. Hér eru ýmis önnur félög sem koma slíkum framlögum í gagnleg verk- efni í fátækum löndum og margir telja þau betri farveg fyrir framlög til þróunarmála en ríkið með alla sína yfirbyggingu og skriffinnskukostnað. Það jafngildir ekki endilega andstöðu við þróunaraðstoð að telja hana ekki eitt af skylduverkum ríkisins. Við sjáum hins vegar þetta mynstur í umræðunni alltof oft. Reynt er að stilla þeim sem telja ekki að ríkið eigi að sinna ákveðnum verk- efnum upp sem andstæðingum viðkom- andi málefna. Franski rithöfundurinn Frédéric Basti- at andmælti þessu áróðursbragði jafn- aðarmana fyrir hálfri annarri öld í riti sínu Lögunum: „Jafnaðarstefnan ruglar saman stjórn- völdum og samfélagi, rétt eins og þær gömlu stjórnmálahugmyndir sem hún er sprottin af. Því er það að í hvert sinn sem við viljum ekki að stjórnvöld geri eitt- hvað, ályktar jafnaðarstefnan að við vilj- um ekki að það sé gert yfir höfuð. Við viljum ekki að ríkið sjái um menntun; þar með viljum við ekki neina menntun. Við viljum ekki hafa ríkistrú; þar með viljum við ekki hafa neina trú. Við viljum ekki að ríkið sjái um kjarajöfnun; þar með vilj- um við ekki hafa neinn jöfnuð, og þar fram eftir götum. – Það mætti eins segja að við vildum ekki að fólk borðaði, af því við viljum ekki að ríkið rækti korn.“ Að svo mæltu liggur beint við að heim- sækja flugeldasölu björgunarsveitanna sem reiða sig einmitt milliliðalaust á framlög frá almenningi. Einstaklingar hafa hlutverki að gegna ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@andriki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.