Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.12. 2013 Kolbeinn Sigþórsson Ajax Frank de Boer De Boer spilaði lengst af í liði Ajax og Barcelona sem varn- armaður. Hann vann Meistaradeildina með liði Ajax áður en hann fór til Barcelona 1999 ásamt tvíburabróður sínum Ronald. Þar spil- aði hann 144 leiki til ársins 2003 áður en hann fór á smáflakk þangað til skórnir fóru upp í hillu 2006. Hann spilaði 112 landsleiki og skoraði í þeim 13 mörk. Hefur verið stjóri Ajax síðan 2010. Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason FC København Ståle Solbakken Miðjumaður sem hafði auga fyrir mörkum. Var markahæsti leikmaður HamKam árið 1990 þegar liðið fór upp í úrvalsdeild- ina norsku. 1994 fór hann til Lilleström þar sem hann hélt áfram að raða inn mörkum og var valinn besti miðjumaður Nor- egs árið 1995. Var seldur til Wimbledon þar sem dvölin var stutt en eftirminnileg. Féll í ónáð hjá Joe Kinnier og var seldur til OB í Danmörku þar sem hann hélt áfram að raða inn mörkum og vinna titla. Lagði skóna á hilluna eftir að hafa fengið hjartaáfall 2001. Hefur stýrt FCK síðan 2013. Emil Hallfreðs Veróna Andrea Mandorlini Mandorlini var varnartröll sem gerði garðinn frægan með Inter en hann lék með liðinu um sjö ára skeið. Vann ítölsku deildina 1989 og UEFA-bikarinn 1991. Alls lék hann 180 leiki með Inter og potaði inn níu mörkum. Fór til Udinese í tvö ár en lagði skóna á hilluna 1993. Hann komst aldrei í landslið Ítala enda valinn maður í hverju rúmi á þeim tíma. Hefur stýrt Verona frá 2010. Birkir Bjarnason Sampdoria Sinisa Mihajlovic Mihajlovic var þekktur fyrir sín þrumuskot og magnaðar auka- spyrnur en hann skoraði 27 mörk úr aukaspyrnum á 14 keppn- istímabilum í ítölsku A- deildinni. Hann varð ítalskur meistari með bæði Lazio og Inter og vann til fjölda annarra titla með liðunum. Hann á yfir 100 leiki að baki fyrir Sampdoria og komst meðal annars með liðinu í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa með því árið 1995 þar sem það tapaði fyrir Arsenal í vítaspyrnukeppni. Hefur stýrt Sampdoria síðan 2013. Guttarnir í góðum höndum LANDSLIÐSDRENGIRNIR OKKAR Í FÓTBOLTANUM SPILA MARGIR HVERJIR UNDIR STJÓRN FYRRVERANDI LEIKMANNA SEM GERÐU GARÐINN FRÆGAN HÉR Á ÁRUM ÁÐUR. TRÚLEGA ER ALFREÐ FINNBOGASON Í MESTU GOÐSAGNARHÖNDUNUM EN MARKAVÉLIN MARCO VAN BASTEN STÝRIR ALFREÐ Á HLIÐARLÍNU HEERENVEEN. ÞÁ ER BIRKIR BJARNA MEÐ SJÁLFAN AUKASPYRNUSÉRFRÆÐINGINN SINISA MIHAJLOVIC YFIR SÉR. Aron Einar Cardiff Malky Mackay Maðurinn sem er þekktur fyrir að kunna að fara upp í ensku úr- valsdeildina. Sem leikmaður fór hann þrisvar sinnum upp. Fyrst með Nor- wich, þá West Ham og loks með Watford tímabilið 2005- 2006. Hann hóf ferill sinn í Skot- landi með Queens Park áður en hann var seldur til Glasgow Celtic. Norwich City keypti hann 1998 og þar spilaði hann í sex ár. Hefur stýrt Cardiff síðan 2011. * „Ísland er staður þar sem enn er hægt að fá menn fyrirsama og ekkert.“ Erik Solér, áhrifamesti umboðsmaðurNoregs á tíunda áratugnum, í samtali við NY Times. BoltinnBENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is Alfreð Finnbogason Heerenveen Marco van Basten Trúlega einn besti fram- herji sem hefur nokkru sinni spilað fótbolta. Eftir að hafa skorað 128 mörk í 133 leikjum með Ajax var hann seldur til AC Milan 1987 þar sem hann komst á goðsagnastall með mörkum sín- um. Lagði skóna á hilluna aðeins 28 ára vegna meiðsla. Hann tók við hollenska landsliðinu 2004 og var með það fram yfir EM 2008. Hefur verið stjóri Heerenveen síðan 2012. Ragnar Sigurðsson Rúrik Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.