Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 52
Englar alheimsins í Þjóðleikhúsinu bbbbb Eftir Einar Má Guðmundsson. Leikgerð: Símon Birgisson og Þorleifur Örn Arnarsson, sem jafnframt leikstýrði. Burð- arhlutverk: Atli Rafn Sigurðarson. „Atli leikur snilldarlega og sýnir gríðarlegan kraft og sjarma … Þessi leikgerð Engla alheimsins stendur ein og sér en kallast jafnframt á við skáldsöguna og kvikmyndina. Hún ber vott um skýra sýn, dugnað, alúð, kunnáttu og vit. Sama á við um leikstjórnina. Afraksturinn er frábært nýtt leikverk.“ Mýs og menn í Borgarleikhúsinu bbbbb Eftir John Steinbeck í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Burðarhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Hilmar Guðjónsson. „Ólafur Darri leikur hinn barnslega Lennie og tekur hlut- verkið snilldartökum … Þessi uppfærsla Músa og manna er í stuttu máli frábærlega vel heppnuð. Góð vinna fagfólksins sem að henni kemur rennur saman í afar sterka heild og ber vott um öfluga leikstjórn leikstjóra sem hefur góðan skilning og snjalla sýn.“ Mary Poppins í Borgarleikhúsinu bbbbm Söngleikur byggður á sögum P.L. Travers og kvikmynd frá Walt Disney í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Meðal leik- ara: Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson. „Mary Poppins er söngleikur fyrir alla fjölskylduna og ég mæli eindregið með að öll fjölskyldan fari saman á sýningu. Það er algert dauðyfli sem ekki kann að meta hugmyndauðgina, fyndnina, sönginn, leikinn og dansinn. Þá tel ég að sýning af þessu tagi sé mjög mikilvæg fyrir íslensk leikhús. Börn sem upplifa aðra eins veislu í leikhúsi hljóta að vilja leita þangað aftur.“ Stóru börnin í Tjarnarbíói bbbbn Eftir Lilju Sigurðardóttur í leikstjórn Rúnars Guð- brandssonar. Leikarar: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein og Stefán Hallur Stef- ánsson. „Handrit Stóru barnanna er, að mínu mati, vel heppn- að. Það er til dæmis sláandi hvað allar persónur þess eru vel mótaðar en þar kemur að sjálfsögðu einnig til fram- lag leikara og leikstjóra. Árni Pétur fær mörg tækifæri til að brillera sem hið miðaldra barn og nýtir þau full- komlega … Það er sérlega gaman að fá þetta frumlega, fyndna og innihaldsríka verk frá Lab Loka. Hér er farið með áhorfandann utan alfaravega og hann jafnvel knúinn til að hugsa!“ Harmsaga í Þjóðleikhúsinu bbbmn Eftir Mikael Torfason í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Leik- arar: Elma Stefanía Ágústsdóttir og Snorri Engilbertsson. „Harmsaga er eðlilega engin gleðipilla enda er verið að fjalla um alvarlegt og jafnvel hættulegt efni … Snorri er að mínu mati einn af efnilegustu leikurum í sínum aldurshópi og eflist með hverju verki.“ Leiksýningar ársins BESTU LEIKSÝNINGAR ÁRSINS SPANNA ALLT FRÁ SYNGJANDI BARN- FÓSTRU TIL MORÐS MEÐ VIÐKOMU Í HEIMI GEÐVEIKINNAR. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON VALDI ÚR ÞEIM SÝNINGUM SEM HANN SÁ Í BORGAR- LEIKHÚSINU, ÞJÓÐLEIKHÚSINU OG TJARNARBÍÓI. BLAÐIÐ VAR FARIÐ Í PRENTUN ÁÐUR EN KOM AÐ FRUMSÝNINGU ÞINGKVENNANNA. „Aðstandendur [Engla alheimsins] snúa eins og þeim sýnist upp á arfinn sem fylgir verkinu.“ Ljósmynd/Eddi 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.12. 2013 Menning The Visitors – Ragnar Kjartansson. Kling og Bang gallerí. Þessi áhrifamikla myndbandsinnsetning Ragnars Kjart- anssonar í Kling & Bang galleríi var frumsýnd í Zürich. Síðan hefur hún m.a. verið sýnd í New York og í Mílanó. „Ragnar Kjartansson stelur senunni með hrífandi og margræðum óði til listarinnar þar sem saman fara sögu- legar skírskotanir og samtímalegur bræðingur.“ Lúðrahljómur í skókassa – Magnús Pálsson, gjörningar. 18.-25. maí. Listahátíð í Reykjavík. Einn helsti dagskrárliður Listahátíðar, Lúðurhljómur í skó- kassa, var helgaður gjörningum Magnúsar Pálssonar (f. 1929). Annars vegar yfirliti lifandi verka hans og hins vegar flutningi sex gjörninga sem allir voru fluttir fyrir fullu húsi áhorfenda. Rýnir hreifst af flutningnum: „Stundum töluðu all- ir í kór og „textinn“ breyttist í klið og hljómfall. Staðsetning og hreyfing leikaranna/raddanna á sviðinu skapaði rýmistilfinningu – eða tilfinningarými – og áhorfendur hrifust með.“ Alexander Rodchenko – Bylting í ljósmyndun. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir. Yfirlitssýning á verkum rússneska listamannsins Alexand- ers Rodchenko sem var einn áhrifamesti listamaður Rúss- lands á fyrri hluta 20. aldar; ljósmyndari, myndlistarmaður og hönnuður. „Yfirgripsmikið úrval af tilraunakenndum og innblásnum verkum þessa brautryðjanda skilar sér í kraftmikilli og ögrandi sýningu sem vekur til umhugsunar um tengsl listsköpunar, hugsjóna og samfélags á ólgutímum“. Samleikur – Anna Hallin. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn. bbbbm Verk eftir Önnu Hallin sýnd meðal verka Ásmundar Sveinssonar. „Sýningin „Samleikur“ lætur lítið yfir sér en er engu að síður heillandi í margræðni sinni og formrænni íhygli. Verk beggja listamanna njóta sín í samleik sem bygg- ist á hlýju, nærgætni og kímni, saman horfa þessi verk gegnum holt og hæðir og draga fram óvænt vensl … Listin er eilífur samleikur.“ Sigfús Eymundsson myndasmiður – Frumkvöðull ís- lenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands. bbbbn Viðamikil yfirlitssýning á verkum þessa merka brautryðj- anda. „Sigfús skapaði að því er virðist fyrirhafnarlaust áhrifaríkar ímyndir sem gerðu hann að sannkölluðum frum- herja í myndgervingu Íslands … vönduð og áferðarfalleg … áhorfandinn spyr sig óhjákvæmilega hvernig íslensk menn- ingar- og listasaga væri án framlags þessa listfenga ljós- myndara.“ Myndlistarsýningar ársins The Visitors, verk Ragnars Kjartanssonar, er hrífandi og margræður óður til listarinnar. AFP Í SÖFNUM OG SÝNINGARSÖLUM LANDSINS VORU SETTAR UPP ÁHRIFA- RÍKAR SÝNINGAR MEÐ NÝJUM VERKUM SEM GÖMLUM, EFTIR INNLENDA SEM ERLENDA LISTAMENN. ANNA JÓA, MYNDLISTARRÝNIR MORGUN- BLAÐSINS, SKRIFAÐI UM ÚRVAL SÝNINGA OG HEFUR VALIÐ ÞAÐ BESTA. ARFURINN TEKINN Á HÆLINN AFBURÐA TÖK Á SÍGILDU EFNI ALGER ÞRUSA! SLAPPAÐ AF MEÐ SNUÐ OG BLEIU ÁTÖK SEM ENDA MEÐ MORÐI HRÍFANDI OG MARGRÆÐUR ÓÐUR ÓHÁÐ RÖKLEGRI FRAMVINDU KRAFTMIKIL OG ÖGRANDI SÝNING ÁHRIFARÍKAR ÍMYNDIR DRAGA FRAM ÓVÆNT VENSL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.