Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.12. 2013 Matur og drykkir Bestu aðalréttir 2013 Gestgjafi: Yesmine Olsson FYRIR 6-8 Um 2 kg úrbeinað lambalæri 1½ msk. ólífuolía nokkrir rósmarínkvistir 1 tsk. möluð kardimomma 1 tsk. malað kúmín 1⁄3 tsk. kanill ½ tsk. cayennepipar 2 dl vatn FYLLING: 2½ dl mjúkar steinlausar döðlur 2 dl kókosmjöl 2 dl brauðrasp 1-2 rauðir chilibelgir með fræjum 6 skalottlaukar 25 g kóríander með stilkum 1 egg 2 msk. rjómi salt og pipar eftir smekk GRANATEPLA- OG ENGIFERGLJÁI 2½ dl granateplasafi 1 dl hunang ½ dl hrásykur 5 cm engiferrót Úrbeinið læri eða kaupið það úrbeinað. Þerrið það með eldhúspappír og látið standa við stofuhita í klst. FYLLING: Setjið allt nema brauðrasp og rjóma í matvinnsluvél, maukið vel. Bætið brauðraspi og rjóma saman við, maukið þar til áferðin er slétt og þá er fyllingin tilbúin. Reynið að fletja lærið sem best út svo þykktin sé jöfn og smyrjið fyllingunni jafnt á. Mögulega þarf að skera hér og þar eða berja með buffhamri. Snúið kjöthliðinni upp og fitunni niður, það verður safaríkara. Blandið saman kardimommu, kúmíni, kanil og cayenne- pipar í skál. Vefjið lærið eins þétt saman og hægt er. Not- ið sláturgjarn og lokið vefjunni sem best til að tryggja jafna steik- ingu. Penslið með olíu og kryddið. Setjið kjöt og vatn í steikarskúffu og dreifið nokkrum rósmarínkvistum yfir. Hellið granateplasafa í pott ásamt sykri og rifnu engiferi. Látið malla við miðlungshita í 20 mínútur svo áferðin verði sír- ópskennd. Takið af hitanum og sigtið í skál. Bætið hun- angi við, látið malla aftur við lágan hita í fimm mínútur. Steikið lambið í 20 mínútur við 220° C, þar til steikin hefur fengið fallegan lit og lækkið svo hitann í 180 gráð- ur. Penslið steikina með engifer- og granateplasafanum og safanum úr skúffunni á u.þ.b. 15 mínútna fresti þar til kjötið er fullsteikt sem ætti að taka um um það bil klukkutíma eða þar til kjarnhitinn er 57°. Látið kjötið standa í 10 mínútur áður en það er skorið. Fyllt lambalæri með granateplum Yesmine hélt glæsilegt matarboð. Morgunblaðið/Ómar Gestgjafi: Gunnar Már Sigfússon Lax með kremuðu spínati Fyrir fimm 750 g lax 1½ poki ferskt spínat 3 hvítlauksrif 2 msk. sýrður rjómi 2 msk. rjómi smávegis tamarisósa pipar- og hvítlauksblanda salt og pipar smjör eða kókosolía til steikingar Skerið laxinn í fimm jafnstórar sneiðar. Smyrjið þær með tam- arisósu, kryddið og bakið í ofni við 180°C í 10 mínútur. Á með- an skal smjörsteikja spínatið. Þegar spínatið er orðið minna um sig er hvítlauk, rjóma og rjómaosti blandað saman við og kryddað. Berið réttinn fram á salatbeði, laxinn yfir og svo spín- atið yfir allt. Lax með kremuðu spínati Gunnar Már Sigfússon og gestir hans hádegi eitt í sumar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestgjafi: Gréta Ingþórsdóttir 700 g úrbeinuð kjúklingalæri 2 msk. ólífuolía saltflögur og svolítil piparblanda 1 sítróna ferskt estragon Ítalskt salat 100 g blandað salat 100 g klettasalat ½ jöklasalathaus ½ rauðlaukur 200 g svartar og grænar ólífur með steinum Salatsósa ½ dl ólífuolía 2 msk. rauðvínsedik 1 tsk. salatkrydd, t.d. salt, gróf- malaður pipar, þurrkaðar krydd- jurtir 1 tsk. fljótandi hunang Aðferð Hitið ofninn í 175 gráður. Setjið kjúklinginn á bökunarplötu, hellið olíu yfir og veltið honum upp úr henni og salt- og piparblöndu. Skerið sítrónuna í báta og setjið á plötuna. Setjið í ofninn í 20 mínútur. Bætið fersku estragoni út á. Blandið allt salatið í skál. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og setjið of- an á salatið ásamt ólífunum. Blandið öllu hráefni í salatsósuna og hellið henni yfir salatið. Berið salatið fram með kjúklingnum. Aðferð Setjið smjörið á pönnu og steikið í því smáttskorinn hvítlaukinn og sveppina í 15 mínútur. Bætið því næst 2 msk. af trufflu- olíu saman við og rjómanum og látið sjóða í nokkrar mínútur. Humarinn er steiktur á annarri pönnu með hvítlauk, smáhvítvíni og salti og pip- ar. Á meðan er tagliatelle soðið sam- kvæmt leiðbeiningum og síðan velt upp úr truffluolíunni. Pastað er sett á disk og klettasalati, sveppablöndu, humri, fersk- um parmesan og steinselju stráð yfir. At- hugið að ef vill má líka mýkja klettasalatið svolítið í sveppablöndunni. Sítrónukjúklingur með ítölsku salati Gréta Ingþórsdóttir og gestir hennar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestgjafi: Steingrímur Sigurgeirsson FYRIR 4 2-3 andabringur 600 g kartöflur maldonsalt svartur pipar Þíðið bringurnar í ísskáp. Takið þær úr ís- skápnum 2-3 klukkustundum áður en þið eld- ið þær, þannig að þær nái stofuhita. Hitið ofn- inn í 200 gráður. Skerið síðan í bringurnar skinnmegin bæði í gegnum húðina og fitulagið alveg niður að vöðvanum. Saltið vel með mal- donsalti og nuddið því ofan í rásirnar sem þið eruð búin að skera. Leggið bringurnar á kalda pönnu með skinnhliðina niður, kveikið undir og steikið á háum hita þar til puran er orðin stökk og fín. Snúið þá bringunum við og steik- ið í 2-3 mínútur á hinni hliðinni. Það er auðvit- að hægt að setja bringurnar á heita pönnu en puran verður stökkari með þessum hætti. Tak- ið bringurnar af pönnunni, setjið í ofnfast form og inn í ofninn í 8-10 mínútur. Takið út og leyf- ið bringunum að jafna sig undir álpappír í nokkrar mínútur. Skerið bringurnar í sneiðar. Þær eiga helst að vera bleikar. Saltið varlega með maldonsalti. Þegar búið er að steikja bringurnar og setja þær inn í ofn eru kartöflur sem hafa verið for- soðnar og skornar í bita steiktar í andarfitunni sem er eftir á pönnunni. Saltið þær og piprið. RAUÐVÍNSSÓSA 3 skalottlaukar, saxaðir ½ dl balsamedik 5 dl rauðvín 2½ dl andarsoð eða 2 msk. andarkraftur 2 timíanstönglar smjör Hitið smávegis smjör á pönnu og mýkið ska- lottlaukinn ásamt timíani í nokkrar mínútur. Hellið bal- samediki út á og sjóðið alveg niður í kjarna. Setjið rauðvínið út í og sjóðið nið- ur um 2/3. Setjið soðið (eða kraftinn) út í og sjóðið aftur niður um helming ef þið hafið notað soð. Síið sósuna og sjóðið áfram í potti. Sósan á að vera orðin þykk og nokkuð sæt og góð. Ef ekki er bara að sjóða lengur. Bragðið til með salti og pipar. Pískið matskeið af köldu smjöri út í sós- una í lokin. Þegar andabringurnar eru búnar að hvíla sig í nokkrar mínútur eftir að þær komu úr ofninum eru þær skornar í þunnar sneiðar, það má salta þær örlítið og síðan bera þær fram með rauðkáli, kartöflum og rauðvínssós- unni. Andabringur með rauðvínssósu Steingrímur og fjölskylda. Morgunblaðið/Rósa Braga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.