Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.12. 2013 Ferðalög og flakk Oddur Helgi við meyjarhofið á Acropolis-hæð í Aþenu, höfuðborg Grikklands. G ífurleg flughræðsla háði Oddi Helga Halldórssyni árum saman og í 23 ár, frá 1982 til 2005, þorði hann ekki fyrir sitt litla líf að stíga upp í flugvél, nema í eitt skipti árið 2004 en sú „ferð“ – sem tók sex mínútur – var hluti af námskeiði til að vinna bug á flug- hræðslunni. „Ég var mjög góður í handbolta – eins og þú veist,“ segir Oddur Helgi brosandi í upp- hafi samtals við blaðamann. „Þurfti þess vegna oft að fljúga á milli Akureyrar og Reykjavíkur á sínum tíma og var alltaf jafn helvíti hræddur. Segja má að ég hafi æft með hálfum huga því um leið og ég var valinn í lið- ið þurfti ég að fljúga.“ Oddur Helgi er áberandi maður á Akureyri; stofnandi L-listans, lengi oddviti hans og hef- ur setið í bæjarstjórn síðan 1997. L-listinn hlaut hreinan meirihluta í bæjarstjórn í síð- ustu kosningum, fyrstur framboða í sögu Ak- ureyrar, og Oddur er nú varaformaður bæj- arráðs. Flaug ekki í 30 ár „Rúnar Guðbjartsson, sálfræðingur og flug- maður, kom norður með námskeið til að hjálpa mönnum að sigrast á flughræðslu en það reyndist mér ekki nóg. Við vorum reynd- ar tveir í þeirri stöðu og Rúnar kom margoft norður til að hjálpa okkur.“ Þegar Rúnari þótti tímabært fóru tvímenn- ingarnir í flugferð. Það var í október 2004: Twin Otter-vél tók á loft á Akureyrarflugvelli og lenti aftur sex mínútum síðar. Fljótlega flugu þeir Oddur nokkrum sinn- um í fylgd Rúnars á milli Akureyrar og Reykjavíkur og í febrúar 2005 var stefnan sett á útlönd. Flogið var til Kaupmannahafn- ar, stoppað í einn og hálfan tíma, og snúið aft- ur heim til Keflavíkur með sömu vél. Það var í fyrsta skipti sem Oddur fór utan með flugi í 30 ár; frá því hann fór með fleiri ungum handboltamönnum að norðan og tók þátt í Partille Cup í Svíþjóð árið 1975. Einu sinni, 1989, fóru þau hjón, Oddur og Margrét Þorsteinsdóttir, til Færeyja með Norrænu en hann segist þó ekki hafa verið sérlega hrifinn af því að fara um borð í ferju heldur, ekki einu sinni með Herjólfi til Vest- mannaeyja, þótt hann hafi látið sig hafa það. „Ég hef alltaf haft gaman af því að ferðast og hef komið á nánast hvern einasta blett á Íslandi. Við Magga ferðuðumst alltaf innan- lands en svo þegar útlönd opnuðust fyrir mér hef ég verið óstöðvandi. Við höfum farið utan mjög oft síðustu árin, mest 10 sinnum, 2006, því eftir að ég byrjaði var ég hræddur um að ef of langt liði á milli ferða gripi óttinn mig aftur.“ Oddur segist ekki lengur flughræddur, en sé þó ekki alveg búinn að venjast því að vera það ekki! „Ég bjó til margskonar drauga áður en ég fór í flug; taldi sjálfum mér trú um að vængurinn gæti dottið af, að ég myndi hrein- lega sturlast af hræðslu og vera óviðráð- anlegur um borð, en nú sofna ég hiklaust í flugi og nýt þess að fljúga. Rúnar talaði ein- mitt um það á námskeiðinu að við ættum að njóta þess að fljúga; þá missti ég allt álit á honum og var reyndar sannfærður um að hann væri algjör hálfviti! En svo kom í ljós að hann hafði rétt fyrir sér. Það er með flug- hræðsluna eins og aðra fælni, hún á ekkert skylt við skynsemi. Mjög margir eru hræddir við mýs, en ef menn hugsa málið er öruggt mál að mýsnar eru miklu hræddir við mann- inn en hann við þær.“ Að sögn Odds kvaðst Rúnar líklega aldrei hafa hitt jafn flughrædda menn og tvímenn- ingana, „en hann sagði jafnframt að það hefði verið ægilega gaman að vinna með okkur vegna þess hve ákveðnir við vorum í að vinna bug á hræðslunni, því okkur langað svo mikið að ferðast. Uppgjöf er ekki til í mínum orða- forða og hefur aldrei verið“. Þegar Oddur braut ísinn var dóttir þeirra Möggu í námi í Kaupmannahöfn og þangað ferðuðust þau oftast fyrstu árin. „En síðan höfum verið komið til margra Evrópulanda og einu sinni farið til Ameríku. Við erum á þeim aldri vera komin út úr mestu skuldahrúgunni og höfum í raun notað alla þá pening sem við getum síðustu ár í ferðalög; við eigum ekki ODDUR HELGI ÞORÐI EKKI AÐ FLJÚGA Í ÞRJÁ ÁRATUGI Vann bug á flug- hræðslu og er nú óstöðvandi! ODDUR HELGI HALLDÓRSSON ER MIKILL ÁHUGAMAÐUR UM SÖGU MANNKYNS EN TALDI LENGI VEL AÐ HANN SÆI ALDREI MERKA STAÐI Í ÚTLÖNDUM MEÐ EIGIN AUGUM. NÚ FER HANN UTAN OFT Á ÁRI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Oddur Helgi og Margrét Þorsteinsdóttir eiginkona hans á Monte Baldo við Garda-vatnið á Ítalíu í október á þessu ári, 1.800 m yfir sjávarmáli. Oddur Helgi við Bled-vatn í Slóveníu í júlí á þessu ári. Hringleikahúsið Colosseum í Róm var fullgert árið 80 e. Kr. og tók 55.000 áhorfendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.