Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.12. 2013
agur hefur þegar lengst um fáein-
ar mínútur. Maður sér þess að
vísu engin merki en treystir
Almanaki Þjóðvinafélagsins.
Árið 2013 kynnir
2014 til sögunnar
Nýtt ár er innan seilingar. Þessa dagana lesa menn
sér til um, hvers konar ár 2013 hafi verið, annarsvegar
horft frá íslenska bæjarhólnum og hinsvegar yfir ver-
öldina sunnan og svo austan og vestan við þann mið-
punkt heimsins.
Af hverju þarf að leita frétta hjá öðrum um það,
hvers konar ár þetta liðna hafi verið? Voru ekki allir
sjónarvottar og vitni að því sjálfir? Vissulega. En það
þarf að vinsa úr fyrir menn. Og það þarf að úrskurða
hvað hafi verið mikilvægt fyrir heildina. Hvert og eitt
okkar er svo auðvitað með sérskrá, sem ekki er endi-
lega færð til bókar, um það sem merkilegast var á
árinu 2013. Og þótt það vekti ekki mikla eftirtekt utan
þrengsta hóps ættingja og vina er flestallt þó mun
þýðingarmeira en þeir hápunktar ársins sem fjöl-
miðlar gera skil um áramót. En það er bara annað mál.
En sagan sýnir að stundum þarf lengri tíma en blá-
endann á ári sem kveður, til þess að leggja mat sem
stenst á það sem gerðist. Hagspekingar eru ekki búnir
að jafna sig eftir fjármálakreppuna sem sýndi alvarleg
sjúkdómseinkenni um mitt árið 2007 og lagðist loks
með hitasóttarskjálftum yfir heimsbyggðina snemma
hausts 2008. Hagspekingar voru að meðaltali seinastir
allra stétta til að átta sig á hvaða ósköp lágu í lofti. En
þeir hafa vissulega bætt það upp í þúsundatali með
hundrað þúsund greinum, ritrýndum af kollegunum,
þeim sömu og greinarhöfundarnir sjá um að ritrýna,
þar sem útskýrt er, hvers vegna svona fór.
Hinn góði fyrirvari
Ágætur íslenskur fræðimaður svaraði eitt sinn um
áramót spurningu um þjóðarhag með því að taka fram
að það væri mjög erfitt að spá um efnahagsþróun á
nýliðnum tíma. Þetta þótti virðingarverð varfærni,
en sumir gátu sér þess til að þetta væri hugsanlega
gætileg gamansemi. En einhverjir úr hópi hlustenda
bentu á, að svarið væri ekki síst athyglisvert vegna
þess að fræðimaðurinn hafði framfæri sitt af því, um
þær mundir, að spá um efnahagslega framvindu á
ókomnum tíma. Með því að benda á augljósa erf-
iðleika við að spá um það sem þegar var orðið mátti
öllum vera ljóst að grettistak var að spá um efnhags-
lega þróun út í tóm hins ókomna.
Þetta gildir auðvitað um fleira en efnahagsmál.
Glöggur bókalesari benti nýlega á dæmi af handa-
hófi úr nýlegri bók Össurar Skarphéðinssonar um
hann sjálfan og stjórnmálaþróun ársins 2012, að svo
miklu leyti sem hann væri þar miðdepillinn. Bókin
er með dagbókarsniði og mun Össur hafa sagst hafa
einkum fært hana í letur eftir miðnætti hvers dags.
Eitt dæmið, sem hinn glöggi lesari tók, var um að
Össur hefði náð að spá í dagbókarfærslu sinni rétt
um úrslit frönsku kosninganna. Gott hjá honum. En
lesandinn taldi að það gæti hafa hjálpað Össuri að
hitta þann naglann á höfuðið að samkvæmt dagsetn-
ingum færslnanna var spáin gerð nokkrum vikum
eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Nokkrar vikur
sýna aðeins að um nýliðna atburði var að ræða og
dregur því ekki endilega úr spádómsgáfunni.
Ár stórasóps
En þrátt fyrir fyrirvara af slíku tagi, þá liggur fyrir
með óyggjandi hætti, að árið 2013 var ekki atburða-
snautt. Ný ríkisstjórn tók við völdum. Það var þó
ekki vegna þess að fráfarandi ríkisstjórn missti
meirihluta sinn á Alþingi í kosningum þá um vorið.
Sá var löngu farinn. Ríkisstjórnin hafði hangið, án
fullnægjandi umboðs, í nærri tvö ár, verklítil og
skaðleg. Vegna þessa ástands dróst að koma Íslandi
á lappirnar aftur eftir bankaáfallið, sem varð fyrir
fimm árum.
Á meðan stjórnin hafði meirihluta nýtti hún hann
ekki bara illa heldur undarlega. Allir vita hvernig
gömul forstokkun í skattalegum efnum fékk nú að
njóta sín. En að þeim slepptum einbeitti hún sér ekki
síst að 4-6 aðalverkefnum, eftir því hvernig talið er. 1)
Að koma Íslandi í Evrópusambandið án þess að slík
ákvörðun hefði verið samþykkt af þjóðinni. 2) Að gera
atlögu að íslensku stjórnarskránni, án boðlegrar rétt-
lætingar og með ruglingslegum málatilbúnaði og til-
burðum sem ekki var sæmandi að viðhafa um svo
mikilvægt mál. 3) Að hengja á Ísland óbærilegar
klyfjar vegna „Icesave-skuldbindinga,“ en Icesave
má telja sem þrjú mál, þar sem þrjár atlögur voru
gerðar. 4) Að gefa ótilgreindum erlendum kröfu-
höfum tvo af þremur bönkum Íslands, án þess að
heimildir stæðu til og með ógagnsæju og stórundar-
legu ferli.
Svo mikilvæg voru þessi verkefni í hennar augum
að það sem ríkisstjórnin sagðist í upphafi standa fyrir
fauk furðuskjótt ógert út í veður og vind. Hún sveikst
um að rétta skuldugum heimilum hjálparhönd, eins
og hún hafði lofað og innifalið var með öðrum lof-
orðum í „skjaldborginni“, sem varð svo illa úti.
Hún sveik, án þess að biðjast nokkurn tíma afsök-
unar á því, margvísleg loforð sem gefin voru í
tengslum við gerð kjarasamninga. Hún sveik loforð
um gagnsæi og heiðarleika í stjórnmálum og kór-
ónaði þau ósköp öll með því að sitja umboðslaus og
stuðningslaus hjá þjóð og á þingi, en þó óhult fyrir
Ölvuð völva við tölvu
segir erfitt um slíkt að spá
* Því miður eru horfur í heims-málum ekki mjög bjartar þegarhorft er til ársins 2014. Ekki er
öruggt að botni evrukreppunnar sé
enn náð og vofa atvinnuleysisins
heltekur enn mörg ríki myntarinnar.
Reykjavíkurbréf 27.12.13
D