Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 45
vantrausti þar, því nokkrir þingmenn, sem vissu að
þeir ættu aldrei afturkvæmt þangað, vildu fram-
lengja sína setu og sín laun. Og á því hneykslinu hékk
hin lánlausa ríkisstjórn á síðustu metrunum.
En svo kom blessaða árið 2013 og þá varð ekki mik-
ið lengur hangið. Og kjósendur sýndu um vorið að
þeir höfðu skömm á framferði ríkisstjórnarinnar og
hafa flokkar ekki í annan tíma fengið aðra eins útreið
og hennar flokkar fengu.
Langt frá landsteinunum
Fræðimenn fóru mikinn fyrrihluta ársins 2012 vegna
atburðanna í Líbíu, Túnis, Egyptalandi og Sýrlandi.
Og þeir voru ekki einir á ferð. Vestrænir leiðtogar
slógust fljótt í leikinn og atburðirnir fengu viðurnefni
vorsins, vegna hinnar pólitísku upprisu lýðræðis-
þróunarinnar sem menn þóttust þá sjá í spilunum.
Nú eru vísar vorsins horfnir og víða ömurlegt um að
litast. Obama, Bandaríkjaforseti, tvísté þó allra leið-
toga mest, enda hafði hann skömmu áður en „voraði“
haldið ræðu í Austurlöndum nær og beðið almenning
þar afsökunar á mistökum Bandaríkjanna þar á liðn-
um árum og áratugum. Þau skilaboð, án þess að
nokkuð handfast fylgdi, voru ekki til þess fallin að
bæta ástandið. Loks mannaði Obama sig þó upp í að
tilkynna að hann hygðist fara með her að Assad for-
seta Sýrlands. Cameron, forsætisráðherra Breta,
ákvað að slást í hópinn en varð fyrsti forsætisráð-
herra sem gerður hefur verið afturreka með slíkt er-
indi í breska þinginu. Obama var brugðið og þótt
hann þyrfti ekki heimild þingsins til slíkrar hern-
aðaríhlutunar, ákvað hann að láta þingmenn deila
ábyrgðinni. Ekkert varð úr. Engu var líkara en að
Pútín í Moskvu kæmi brattastur frá þessu ekki-stríði.
Nú birta fréttaskýrendur töflu sem á að sýna að Pút-
ín, forseti Rússlands, sé orðinn mestur valdamanna
veraldarinnar. Ekki þó vegna þess að hans ríki hafi á
ný náð hernaðarlegri stöðu gömlu Sovétríkjanna eða
geti borið sig við hernaðarmátt Bandaríkjanna.
Fjarri því. Hin meintu völd Pútíns, sem skipað hafa
honum í fyrsta sæti að mati alheimslegra álitsgjafa,
ættu þó frekar að teljast til áhrifa en valda. Rússland
á enn þá mikið óunnið heima fyrir. Það er aftarlega á
merinni í margvíslegum efnum og hið mikla ríki er
víðast hvar ótrúlega vanþróað eftir áratuga mistök og
óstjórn kommúnista. Kapítalisminn hefur verið
undrafljótur að taka yfir þar eystra og það er ekki
endilega fallegasta mynd hans sem þar er fyrirferð-
armest. Ekki verður annað sagt en að Rússland búi
við lýðræðislega skipan, þótt hún sé með öðrum brag
en víða annars staðar. Pútín hefur sýnt að hann er
fylginn sér og virðist fastur í sessi. Hann mun ekki
gera Úkraínumönnum auðvelt að hverfa úr „vináttu-
sambandinu“ við Rússland. Í Úkraínu er verulegur
stuðningur við náin tengsl við Rússland. Við það bæt-
ist, að Rússland hefur margvíslega möguleika til að
þrengja mjög kosti þessa granna síns, án þess að
vestrið og hið þunglamalega Evrópusamband geti
boðið það sem dygði í staðinn.
Sum merkin afleit
Því miður eru horfur í heimsmálum ekki mjög bjartar
þegar horft er til ársins 2014. Ekki er öruggt að botni
evrukreppunnar sé enn náð og vofa atvinnuleysisins
heltekur enn mörg ríki myntarinnar.
Talibanar búa sig undir að hirða Afganistan á nýjan
leik.
Pakistan er púðurtunna. Það púður er þurrt og mik-
ið og það hafa alltof margir aðgang að eldfærunum
þar.
Hin gjöfula og fagra álfa Afríka er, sem aldrei fyrr,
étin upp af innanmeinum og þeir sem halda að þróun-
arhjálp sé svarið sem dugi, hafa ekki einu sinni hlust-
að eftir spurningunni. Mandela var minnst að verð-
leikum. En bak við hans miklu mynd glittir í
hættulegt ástand og versnandi stöðu í Suður-Afríku.
Assad virðist vera að knýja uppreisnarmenn í Sýr-
landi til uppgjafar, þrátt fyrir allar þær yfirgengilegu
fórnir sem þar hafa verið færðar. Herinn herðir nú
mjög tökin í Egyptalandi. Bandaríski forsetinn, sem
fór með afsökunarbeiðnina þar á torgum, á ekki
nokkurt traust, hvorki hjá herstjórninni né hinum
sem hrökkluðust frá.
Miklar pólitískar hættur eru um þessar mundir í
Tyrklandi, sem hefur, þrátt fyrir allt, verið táknmynd
stöðugleika og traustra bandalaga við Vesturlönd og
Nato um alllanga hríð. Ekki er hægt að útiloka að
einnig þar muni herinn skerast í leikinn.
Kína heldur áfram á braut tryllingslegrar auðs-
söfnunar einstaklinga, sem búa við kerfi kommúnísks
alræðis öreiganna og það með velþóknun flokksins.
Ef slík þróun gengur upp til lengdar þá gengur allt
upp til lengdar. Rétt norðar, í Norður-Kóreu, er ríki,
sem stundum birtist umheiminum sem eins konar
pólitískt Árbæjarsafn. Ekki er þetta sagt því góða
safni til minnkunar. En á öðrum áratug 21. aldar býr
þjóð við úr sér genginn húsakost og brúkar horfna
hætti til að framfleyta sér. Og að öðru leyti er landið
eins og óraunveruleg birtingarmynd sovésks alræðis,
eins og tíðkaðist undir Jósef Stalín upp úr 1930. Og
það eru ekki launaðir statistar þar í hlutverkum,
heldur milljónir manna, heil þjóð, og obbinn kúgaður,
heilaþveginn og hungraður. Það er sjálfsagt rétt að á
meðan þetta hryllingsleikhús heldur þessar sýningar
þarf heimurinn utan við ekki að hafa neinar sérstakar
áhyggjur af sér. Hann er auðvitað fullur samúðar,
rétt eins og þegar horft er á myndir í sjónvarpi, sem
hafa verið sýndar þar á öllum stöðvum nokkrum sinn-
um í viku síðustu 30 árin, af hungursneyð, af mæðr-
um með börn með þaninn maga og flugur í augunum
eða þá af barnaherjum, flóðum eða þurrkum, alnæm-
isógnunum og þar fram eftir götunum. Og alla þessa
áratugi virðist lítið breytast.
Ár eftir ár er látið eins og svarið eina sé að draga
einn og einn skúrk fyrir alþjóðadómstól í Haag og
koma þróunaraðstoð upp í 0 komma eitthvað prósent.
Þeir sem trúa því, gjöri svo vel að rétta upp hönd.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
29.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45