Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Qupperneq 53
29.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Atrium strengjakvartettinn í Hörpu á Listahá-
tíð í Reykjavík, 2. júní. bbbbb
„Sjostakovitsj áskorunin“, fimmtán strengjakvar-
tettar Sjostakovitsj fluttir á fernum tónleikum sama
daginn.
„Hvað sem því annars olli urðu varla nema liðlega
60 manns til að hlýða á leiftrandi strokdjásn Sjos-
takovitsjar, er eiga sér aðeins eina hliðstæðu að gæðum eftir að Beethoven leið, nefnilega sex
kvartetta Bartóks. Misstu því margir af miklu, enda var afburðatúlkun Rússanna einstök í
sinni röð; óskorað „efni í drauma“ eins og Engilsaxar orða það. […]“
Sinfóníutónleikar í Eldborg í Hörpu, 13. júní. bbbbm
Beethoven: Coriolanusarforleikur; Konsert fyrir fiðlu, selló
og píanó. Prokofjev: Ballettsvíta úr Rómeó og Júlíu. Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Osmo Vänskä.
„Finnski snillingurinn laðaði fram þvílíka litadýrð í magnaðri
mótun sinni, allt frá blíðasta „pianissimo possibile“ í ragna-
rœkan jötunmóð, að engum gat staðið á sama. Enda heyrðist
það líka að leikslokum svo undir tók.“
Ópera í Skálholtskirkju, 16. ágúst. bbbbm
Gunnar Þórðarson: Ragnheiður, ópera í tveim þáttum og
eftirleik. Söngrit: Friðrik Erlingsson. Frumsýning (konsert-
uppfærsla). Einsöngvarar og Kammerkór Suðurlands ásamt
46 manna sinfóníuhljómsveit. Stjórnandi: Petri Sakari.
„Einsöngvararnir níu sungu einatt af innlifun á allt að hrísl-
andi heimsmælikvarða, ekki sízt í aðalhlutverkum Ragnheiðar,
Brynjólfs og Daða. Sömuleiðis var söngtært framlag skóla-
pilta, vinnukvenna og sóknarbarna úr röðum Kammerkórs
Suðurlands óskorað eyrnayndi; kraftmikið og sveigjanlegt í
senn. Hvergi var sem sagt kastað til höndum.“
Kammertónleikar í Norðurljósasal Hörpu, 26. maí.
bbbbn
Verk eftir Lutoslawski. Kammersveit Reykjavíkur. Stjórn-
andi: Petri Sakari.
„… kom dagskráin … þægilega á óvart. Að ekki sé minnzt á
þá margtönnluðu „jákvæðu blekkingu“ sem kraftbirtist þegar
túlkendur gefa sig alla í verkefnið – m.a.s. umfram það sem
fagleg lágmarkssæmd útheimtir – svo úr verður upplifun um-
fram það sem á nótum stendur. Þeirrar upptendrunar fengu
hlustendur víða að njóta þetta kvöld …“
I, Culture Orchestra í Eldborg í Hörpu, 29. ágúst.
bbbbn
Ljatosjynskíj: Grazyna (1955). Prokofjev: Píanókonsert nr.
1. Bartók: Konsert fyrir hljómsveit. Khatia Buniatisjvili píanó;
Stjórnandi: Kirill Karabits.
„Dagskráin var ósvikið eyrnayndi frá upphafi til enda…
[Píanókonsertinn] var eldsprækur … með funheitu einleiks-
framlagi hinnar georgísku Katju Buniatsjivili, er kvittaði fyrir
klapp hlustenda „á fæti“ með dúndrandi aukalagi … heildin
var … bráðskemmtileg áheyrnar, og fjölmörg eftirminnileg
augnablik hlutu því að drífa salinn aftur upp á fætur að leiks-
lokum með dunandi klappi að verðleikum.“
Klassískir tónleikar ársins
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR, ÓPERA, STRENGJAKVARTETTAR OG KAMMERSVEIT.
RÍKARÐUR ÖRN PÁLSSON, KLASSÍSKUR TÓNLISTARRÝNIR MORGUN-
BLAÐSINS, KEMUR VÍÐA VIÐ Í VALI SÍNU Á BESTU TÓNLEIKUNUM.
Vänskä „laðaði fram þvílíka litadýrð í magnaðri mótun sinni … að engum gat staðið á sama.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Soft Target Installed í Silfurbergi Hörpu bbbbm
Eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur. Dansarar: Johanna
Chemnitz, Angela Schubot, Catherine Jodoin og Simo Kel-
lokumpu.
„Verkið tekur á samskiptum, firringu og einangrun í
nútímasamfélagi. Hvernig við horfum og hvernig við upp-
lifum augnaráð annarra. Það er óþægilega mikil nánd í
verkinu sem vekur mikla tilfinningaflóru hjá áhorfandanum,
sem erfitt er að ná fram, en Margréti Söru tekst það svo sannarlega í þessu verki.“
Já elskan í Kassanum í Þjóðleikhúsinu bbbbm
Eftir Steinunni Ketilsdóttur. Flytjendur: Aðalheiður Hall-
dórsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Berglind Pétursdóttir,
Hannes Þór Egilsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Magnús
Guðmundsson og Snædís Lilja Ragnarsdóttir.
„Verkið byggist nær eingöngu á líkamlegri tjáningu og
svipbrigði voru notuð á áhrifamikinn hátt. Flytjendur eru
sumir dansarar en aðrir leikarar og skapaði hópurinn sterka heild … Undirliggjandi kald-
hæðni, andstæður og svartur húmor var þannig einn helsti styrkleiki verksins.“
Eldar bbbbn
Flugeldadanssýning eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur.
„Dansarar verksins eru þrjú tonn af flugeldum sem dans-
höfundurinn leikstýrði í miðborg Reykjavíkur með fulltingi
Hjálparsveitar skáta. Hin árlega flugeldasýning Menning-
arnætur var endurhönnuð af danslistamanni og sett undir
hatt listarinnar og vakti það fólk til umhugsunar um list-
formið dans. Verkið var einstaklega fallegt og vakti mikla
lukku áhorfenda.“
Tímar á Stóra sviði Borgarleikhússins bbbbn
Eftir Helenu Jónsdóttur sem jafnframt hannaði búninga
og sviðsmynd. Dansarar: Brian Gerke, Einar Anton Sorli
Nikkerud, Ellen Margrét Bæhrenz og Halla Þórðardóttir.
„Verkið var fallegt og vel uppbyggt, þar sem hljóðheimur
þess, hreyfingar dansaranna, búningar, sviðsmynd og vörp-
un stóðu jafnfætis … hrósa [má] frammistöðu dansaranna
sem skiluðu sínu einstaklega vel … Í verkinu voru margir
draumkenndir kaflar … Kaflaskiptingar verksins voru vel
unnar, vörpun myndskeiða og notkun ljósa og hljóða hjálpuðu þar mikið til. Helenu tókst að
skapa heildræna mynd þar sem saga dansflokksins er rakin í einstöku listaverki.“
Vorblótið í Eldborg Hörpu bbbmn
Eftir Láru Stefánsdóttur og Melkorku Sigríði Magnús-
dóttur. Dansarar: Íslenski dansflokkurinn og fyrsta árs
nemar samtímadansbrautar LHÍ.
„Hið íslenska Vorblót er lítið byggt á upprunalegu út-
færslunni og hafa listrænir stjórnendur verksins mótað sína
eigin afstöðu til tónverksins … Hópurinn dansaði sem ein
heild, þrátt fyrir nokkur stutt sóló var enginn einn dansari
sem skar sig sérstaklega úr hópnum sem var einkar jákvætt
fyrir heildarmynd verksins … Það getur ekki talist neitt minna en stóratburður þegar dansað
er við stórkostlega lifandi tónlist og það í flutningi annarrar eins hljómsveitar og Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands. Tónlistin og flutningur hennar magnar dansinn upp og stundin verður
töfrum hlaðin.“
Danssýningar ársins
Í SAMANTEKT MARGRÉTAR ÁSKELSDÓTTUR MÁ SJÁ AÐ BESTU
DANSSÝNINGAR ÁRSINS SPANNA ALLT FRÁ DANSANDI FLUGELDUM OG
FIRRINGU Í NÚTÍMASAMFÉLAGI TIL EINSTAKS LISTAVERKS UM SÖGU ÍD.
„Það er óþægilega mikil nánd í verkinu sem vekur mikla tilfinningaflóru hjá áhorfandanum,“ skrifaði
Margrét Áskelsdóttir m.a. í rýni sinni um dansverkið Soft Target Installed.
Ljósmynd/ Vincent Roumagnac
TÍMANNA TÁLKN
GALDUR HINS HÆFILEGA ÓVÆNTA
FRUMHERJI PÓLSKAR FRAMSÆKNI
LEIFTRANDI FÆRNI, LEIKANDI GLEÐI
Á BULLANDI KOSTUM
FIRRING OG EINANGRUN Í NÚTÍMASAMFÉLAGI
UNDIRLIGGJANDI KALDHÆÐNI ER STYRKLEIKI
DANSARAR ÞRJÚ TONN AF FLUGELDUM
SAGA DANSFLOKKSINS Í EINSTÖKU LISTAVERKI
100 ÁRUM SÍÐAR...