Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
Fjármálaráðuneytið taldi að efna-
hags- og viðskiptanefnd Alþingis
vildi að frískuldamark vegna sér-
staks skatts á fjármálafyrirtæki
væri miðað við 50 milljarða króna
en meirihluti nefndarinnar vildi að
ráðuneytið kæmi með tillögu að tölu
í þeim efnum sem næði því mark-
miði að veita minni fjármálafyrir-
tækjum undanþágu frá skattinum.
Þetta segir Frosti Sigurjónsson,
þingmaður Framsóknarflokksins og
formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis, en fundað var í
nefndinni í gærmorgun um það
hvernig sú ákvörðun var tekin að
miða við 50 milljarða króna í þeim
efnum. Segir hann að talan hafi ver-
ið rædd innan nefndarinnar og ekki
sé hægt að útiloka að hún hafi bor-
ist til ráðuneytisins í gegnum ein-
hver samtöl. Ætlunin hafi hins veg-
ar verið að fá ráðuneytið til að koma
með tillögu að heppilegri tölu enda
hafi nefndin í raun ekki verið í að-
stöðu til þess að leggja mat á það.
Verði hafið yfir allan vafa
„Mér finnst mikilvægt að það
verði endanlega í ljós leitt hverjir
það voru sem komu þessari tölu, um
50 milljarða, á framfæri við emb-
ættismenn fjármálaráðuneytisins,
þannig að það sé alveg hafið yfir all-
an vafa,“ segir Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingarinnar. Hann
hefur óskað eftir frekari fundum í
efnahags- og viðskiptanefnd Alþing-
is. Þar verði rætt um næstu skref í
málinu með það að markmiði að
komast til botns í því.
Til snarpra orðaskipta kom á
milli Árna og Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar forsætisráðherra í
óundirbúnum fyrirspurnartíma á
Alþingi í gær. Kallaði Árni Páll eftir
því að ráðherrann gerði grein fyrir
aðkomu sinni að málinu og svaraði
Sigmundur því til að Árni hefði
sjálfur með störfum sínum í efna-
hags- og viðskiptanefnd komið með
beinum hætti að þeirri ákvörðun
ólíkt honum sjálfum.
Þá fór Sigmundur Davíð hörðum
orðum um framgöngu Árna Páls í
málinu og sagði ógeðfellt að dylgja
um ættingja og samstarfsmenn
stjórnmálamanna til þess að reyna
að koma höggi á þá. Árni sagði það
ekki dylgjur þegar um raunveruleg
tengsl væri að ræða og vísaði þar til
tengsla á milli MP banka og stjórn-
arliðsins. Ráðherrann svaraði því þá
til að þau tengsl hefðu lengi legið
fyrir. Hann hafnaði því að MP
banki kæmi best út úr frí-
skuldamarkinu enda væri hann
einn um það af minni fjár-
málastofnunum landsins
sem þyrfti að greiða
bankaskatt. »19
Talan líklega frá nefndinni
50 milljarða króna frískuldamark virðist hafa orðið til vegna misskilnings á milli þingnefndar og ráðu-
neytis fjármála Mikilvægt að fá á hreint hvernig talan varð til, segir formaður Samfylkingarinnar
Morgunblaðið/Golli
Fundur Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði í gærmorgun um það hvernig sú ákvörðun hafi verið tekin að
frískuldamark vegna sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki skyldi miðað við 50 milljarða króna.
„Ekki aðeins er háttvirtur þing-
maður það ómerkilegur að
blanda ættingjum og sam-
starfsmönnum stjórnmála-
manna inn í pólitískt skítkast til
að reyna að koma á þá höggi
heldur gerir hann það með því
að dylgja um ákvörðun sem
hann kom sjálfur beint að ólíkt
mér. Í þessu máli nær háttvirtur
þingmaður nýjum botni í þeirri
ógeðfelldu pólitík sem hann er
farinn að stunda, líklegast til að
verjast í vanda í sínum heima-
vígstöðvum í sínum flokki,“
sagði Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, forsætisráðherra,
meðal annars á Alþingi í gær í
snörpum orðaskiptum við Árna
Pál Árnason, formann Samfylk-
ingarinnar. Vísaði ráð-
herrann þar í yfirlýs-
ingar varðandi tengsl
á milli ríkisstjórnar-
innar og MP banka
og umræðunnar um
frískuldamark
vegna sérstaks
skatts á fjár-
málafyr-
irtæki.
„Ógeðfelld
pólitík“
FORSÆTISRÁÐHERRA
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Afsláttur: 550.000 Afsláttur: 350.000
Afsláttur: 350.000Afsláttur: 450.000
Gæðabílar á einstöku verði HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni sýningarbíla, reynsluakstursbíla ogvaldra bíla frá Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi. Kjarakaup HEKLU standa yfir út
janúar, eða á meðan birgðir endast. Fyrstir koma, fyrstir fá.
Bílarnir eru til sýnis hjá HEKLU, Laugavegi 170-174.
Kjarakaup HEKLU gera þér kleift að eignast gæðabíl á einstöku verði.
KJARAKAUP
SkodaOctavia
1.2TSI 6 gíra, bensín, 105 hö.
Fullt verð: 3.790.000
KJARAKAUP: 3.440.000
VWGolf 1.4TSI
Trendline 6 gíra, bensín, 122 hö.
Fullt verð: 3.540.000
KJARAKAUP: 3.190.000
MMCOutlander
2.2DID 7manna sjálfskiptur,dísil, 150hö.
Fullt verð: 6.890.000
KJARAKAUP: 6.190.000
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Hér er aðeins sýndur hluti af bílum í boði.
Aukabúnaður á ljósmyndum getur verið annar
en í auglýstum verðdæmum.
Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði.
VWPassat1.4TSIEF
Comfortline sjálfskiptur, bensín/metan, 150 hö.
Fullt verð: 4.690.000
KJARAKAUP:4.140.000
Afsláttur: 700.000 AudiA11.4TFSI
Sportback S-tronic, bensín, 122 hö.
Fullt verð: 4.540.000
KJARAKAUP: 4.090.000
Afsláttur: 200.000VWup! 1.0MPI
Take up! 5 gíra, bensín, 60 hö.
Fullt verð: 2.050.000
KJARAKAUP: 1.850.000