Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Vandaðar innréttingar HEYRNARSTÖ‹IN Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi. Við tökum vel á móti þér. Heyrumst. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Til margra ára hef- ur verið barist fyrir því að hópleit að rist- ilkrabbameini verði hafin hér á landi. Ástæðan er sú að rist- ilkrabbamein er þriðja algengasta krabba- meinið hér á landi og herjar bæði á karla og konur. Árlega greinast á milli 130 og 140 Ís- lendingar með sjúk- dóminn, þar af látast um 40% (50-55 manns) úr þessum illkynja sjúk- dómi. Hvers vegna hópleit? Ráðgjafahópur sem starfaði á vegum Landlæknisembættisins á árunum 2008 og 2009 lagði til að hefja hópleit að ristilkrabbameini sem beinist að aldurshópnum 60-69 ára. Með vísan til danskrar hóp- rannsóknar má ætla að hópleit í aldurshópi 60-69 ára hér á landi geti leitt til 18% lækkunar á dán- artíðni og forðað 17 manns frá dauða ef þessum aldurshópi er fylgt eftir í 10 ár. Hér er gert ráð fyrir að leitað sé að blóði í hægðum. Algengustu aðferðir við hópleit Fyrst og fremst hef- ur verið mælt með tveimur aðferðum í hópleit að æxlum í ristli. Annað- hvort er leitað að leyndu blóði í hægðum eftir ákveðnum viður- kenndum reglum og þeir sem grein- ast með blóð eru ristilspeglaðir. Hins vegar að gera ristilspeglun beint án undanfarandi leitar að blóði í hægðum. Báðar aðferðirnar hafa sína kosti og galla sem verður að meta af sérfræðingum m.t.t. heildarhagsmuna. Almennt má þó segja að best sé að leita að meininu með fullri ristilspeglun. Áhættu- þættir, eins og saga um æxli í ristli hjá nákomnum, geta kallað á að leit sé hafin fyrr en ella. Stjórnvöld verða sem allra fyrst að taka ákvörðun um hvenær skuli hefja hópleit að ristilkrabbameini og hvaða aðferð skuli beita. Allir njóta góðs af Ávinningur samfélagsins við að hefja skipulagða leit að ristil- krabbameini er ótvíræður. Varla þarf að hafa mörg orð um hversu þakklátt það er fyrir þann ein- stakling og fjölskyldu hans sem forðað verður frá því að fá sjúkdóm- inn. Nefna má að kostnaður við hópleit fyrir aldurshópinn 60-69 ára er mjög gróft áætlaður um 10% af þeim kostnaði sem meðferð sjúk- dómsins hefur í för með sér. Að þessu sögðu má vera ljóst að það er löngu orðið tímabært að hefja skipulagða hópleit að þessu al- genga og skæða krabbameini á Ís- landi. Búið er að ræða þetta málefni árum saman og eru fagaðilar á þessu sviði sammála um að hópleit á fullan rétt á sér. Alveg eins og hópleit að krabbameini í brjóstum og leghálsi íslenskra kvenna hefur verið farsæl, þá bendir allt til þess að hópleit að ristilæxlum beri góðan árangur. Það er ekki eftir neinu að bíða, hefjast þarf handa sem fyrst. Forvarnir Ekki er hægt að skrifa grein um ristilkrabbamein án þess að fara nokkrum orðum um forvarnir. Europacolon (europacolon.com), evrópsk hagsmunasamtök sem vinna að forvörnum gegn krabba- mein í ristli og að bæta lífsgæði þeirra sem fá sjúkdóminn, hafa sett fram í bæklingi sínum einföld en gullvæg atriði sem aldrei eru of oft endurtekin: – Reyndu að hætta að reykja og minnka áfengisdrykkju – Kynntu þér hvort þú þurfir að fara í skoðun, kynntu þér einkenn- in, einkenni sjúkdóms koma seint fram – Stundaðu reglulega líkamsrækt í hverri viku og reyndu að halda þér í kjörþyngd – Borðaðu vel af grófmeti, tak- markaðu mettaða fitu í fæðinu og reyndu að minnka magn af rauðu kjöti og unnum kjötvörum sem þú borðar í hverri viku – Borðaðu meira af ávöxtum og grænmeti í fjölbreyttu formi, „fimm á dag“. – Drekktu 1,5-2 l af vatni á dag og reyndu að forðast kaffi og drykki sem innihalda kaffein. Lífsstíl verð- ur ekki breytt á einni viku en hálfn- að verk þá hafið er eins og mál- tækið segir. Allir eiga hagsmuna að gæta Eftir Sigríði Snæbjörnsdóttur » Lífsstíl verður ekki breytt á einni viku en hálfnað verk þá hafið er eins og máltækið segir. Sigríður Snæbjörnsdóttir Höfundur er verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Síðan í kosningunum 2002 hafa skuldir Hafn- arfjarðarbæjar rétt tæplega þrefaldast og stendur summa heild- arskulda og skuldbind- inga í rúmum 40 millj- örðum króna í dag. Stór hluti þeirra skulda er kominn til vegna er- lendra lána. Að taka er- lend lán getur meðal annars verið hentugur kostur fyrir fyrirtæki með tekjur í erlendri mynt til þess að draga úr gengisáhættu. Sé aðili með engar erlendar tekjur líkt og Hafnarfjarðarbær er erfitt að líkja er- lendri lántöku við annað en fjár- hættuspil með fjármuni bæjarbúa. Áætlaðar afborganir af skuldum árin 2013-2015 eru rúmir 15 milljarðar, þar af tæpir 12 milljarðar árið 2015 en ljóst er að taka þarf ný lán til að standa í skilum á þeirri afborgun. Það hefur mátt treysta því eins og gang- verki í klukku að rekstrarniðurstaða bæjarins hefur verið bæði neikvæð og talsvert verri en fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir. Það stöðvar núverandi bæjarstjórn ekki í því að setja fram fjárhagsáætlun til ársins 2017 og að sjálfsögðu er reiknað með hagnaði hvert ár. Þrátt fyrir mjög rausnarlega ölmusu úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem fer ört vaxandi ár eftir ár og mun samkvæmt áætlunum bæjarins verða tæpir 1,4 milljarðar árið 2014, hefur bærinn skil- að gríðarlegu tapi. Ljóst er að núverandi staða er þung og sökum þess að bærinn sem slíkur getur lítil áhrif haft á skatt- stofn bæjarins og hversu stór hluti kostnaðar er þjónusta sem skuldbind- andi er að fylgja, svo sem rekstur menntastofnana, er róðurinn enn þyngri. Hreinlega er það spurn- ing hvort bærinn muni yfirhöfuð geta staðið undir sínum skuldbindingum, í það minnsta án tilrauna til að end- ursemja við kröfuhafa eða veglegri ríkisaðstoð. Ég hvet alla Hafnfirðinga til þess að gera kröfu um ábyrga fjár- málastjórn, verkið er stórt og í það þarf að fara strax, enda ljóst að engin vettlingatök munu duga. Er ekki komið nóg? Eftir Sævar Má Gústavsson Sævar Már Gústavsson » Sé aðili með engar erlendar tekjur líkt og Hafnarfjarðarbær er erfitt að líkja erlendri lántöku við annað en fjárhættuspil með fjár- muni bæjarbúa. Höfundur sækist eftir 4. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafn- arfirði 1. febrúar. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.