Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 sjóður og önnur lánafyrirtæki með leyfi til að taka við innlánum. Þannig nær skatturinn meðal ann- ars til greiðslukortafyrirtækjanna Valitors og Borgunar. Án frískulda- marksins hefðu félögin, en skuldir þeirra námu 35 milljörðum og 18,5 milljörðum í árslok 2012, þurft að öðrum kosti að greiða 132 milljónir og 70 milljónir við hækkun banka- skattins. Hagnaður fyrirtækjanna á árinu 2012 nam 808 milljónum króna í tilfelli Valitor en 658 milljónir hjá Borgun – og hefði greiðsla á banka- skattinum því numið 11-16% af hagnaði. Með 50 milljarða króna frí- skuldamarkinu þurfa félögin aftur á móti ekki að greiða neinn skatt. Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing sleppur sömuleiðis alfarið við banka- skattinn en hefði annars þurft að greiða um hundrað milljónir miðað við 26,5 milljarða skuldir í árslok 2012. Lýsing er að langstærstum hluta í eigu – beint og óbeint – er- lendra kröfuhafa föllnu bankanna. Á meðal eigenda er Burlington Loan Management, írsk skúffufyrirtæki í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner. Sjóðir á vegum Davidson Kempner eru auk þess stærstu kröfuhafar í bú Glitnis, með- al þeirra stærstu í Kaupþingi, eiga umtalsverðar kröfur á Landsbank- ann og eignarhluti í Bakkavör. MP borgar hlutfallslega mest Fyrir utan þrjá stóru viðskipta- bankanna og fjármálafyrirtæki í slitameðferð er MP banki eina fjár- málastofnunin sem greiðir banka- skattinn en hann var hækkaður fyrir skemmstu úr 0,041% í 0,376% og leggst á heildarskuldir fjármálafyr- irtækja. Miðað við afkomu ársins 2012 greiðir MP hlutfallslega mest vegna skattsins. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af skattinum aukist um 37,3 milljarða frá 2013 til 2014. Fjár- málafyrirtæki í slitameðferð munu þar af greiða 28,3 milljarða. Skatt- urinn á sem kunnugt er m.a. að fjár- magna tillögur stjórnvalda um lækk- un verðtryggðra húsnæðislána. Lýsing og Valitor greiða ekkert  Greiða engan bankaskatt vegna 50 milljarða frískuldamarks  Skulduðu 35 milljarða og 26,5 millj- arða í árslok 2012  Án frískuldamarks hefði 96% af hagnaði MP banka farið til greiðslu skattsins Allur hagnaður MP banka 2012 hefði farið í greiðslu bankaskatts Áhrif bankaskatts á skuldir fjármálafyrirtækja án 50 milljarða frískuldamarks Hagnaður 2012 (í milljónum kr.) Bankaskattur án frískuldamarks (í milljónum kr.) Hlutfall af hagnaði 2012 (í prósentum.) Heimild: Ársreikningar fjármálafyrirtækja 2012. Hagnaður Sparisjóðs Vestmannaeyja 2012 skýrist af því að erlend lánalína var leiðrétt um 330milljónir. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2013 var 107 milljón króna tap á rekstri sjóðsins. 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 100 % 90 % 80 % 70 % 60 % 50 % 40 % 30 % 20 % 10 % Heildarskuldir 2012 (í milljörðum kr.) MP banki 64 Valitor 35 Lýsing 26,5 Borgun 18,5 Straumur 13,7 AFL sparisj 13,6 Sparis Vestm 11,8 251 241 809 132 447 100 203 52 70 51 253 44658 70 96% 22% 11% 26% 73% 17% 16% FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Án 50 milljarða króna frískulda- marks hefði hækkun sérstaks bankaskatts á skuldir fjármálafyrir- tækja komið hlufallslega langþyngst niður á MP banka en sé miðað við fjárhagsupplýsingar á árinu 2012 þá hefði nánast allur hagnaður bankans – um 96% – farið til greiðslu á skatt- inum. Til samanburðar væri þetta hlutfall almennt í kringum 10–25% hjá öðrum minni fjármálafyrirtækj- um sem hefðu að óbreyttu einnig þurft að greiða bankaskattinn. Um það hefur verið rætt í fjölmiðl- um síðustu daga að ákvæði um 50 milljarða króna frískuldamark komi MP banka sérstaklega vel enda lækki bankaskatturinn sem hann þarf að greiða – miðað við 64 millj- arða skuldir í árslok 2012 – úr 251 milljónum í 53 milljónir. Sú upphæð nemur um 20% af hagnaði ársins 2012. Skuldir bankans höfðu lækkað í 57 milljarða á þriðja fjórðungi 2013. MP banki er þó fjarri því eina fjár- málafyrirtækið sem hafði ríka hags- muni af því að sett yrði inn frískulda- mark. Skylda til að greiða banka- skattinn nær til fjármálafyrirtækja sem hafa starfsleyfi hjá Fjármálaeft- irlitinu sem viðskiptabanki, spari-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.