Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014
Fjallasýn Fagurt útsýni frá Hafnarfjarðarhöfn með Skarðsheiði í baksýn.
Ómar
Hér á landi hefur
ríkt eignarstefna, að
hver maður eða hjón
ættu húsnæðið sitt
sjálf. Við skynjum nú
að þessi stefna er á
krossgötum, gengur
hún upp, eða gengur
hún ekki? Rík-
isstjórnin ætlar að
ráðast í umfangs-
miklar aðgerðir til að
bæta fólki forsendubrestinn sem
varð í falli bankanna sem leiddi af
sér fall krónunnar hrunárið mikla
2008. Þessi aðgerð er mikilvæg til
að rétta af hag og til að endurreisa
ákveðna millistétt í landinu eins og
forsætisráðherra orðaði það. En
það er flestum ljóst að ung, skuld-
ug kynslóð Íslendinga missti allt
sitt eigið fé í hruninu og skuld-
irnar verðtryggðu eru meiri en
andvirði íbúðarinnar í mörgum til-
fellum. Fréttir berast af fólki sem
leigir kytrur í atvinnuhúsnæði, oft-
ast einstæðir karlmenn, að sagt er.
Var eignastefnan og hin mikla
skuldsetning ungs fólks við það að
koma yfir sig þaki einfaldlega
röng? Var það alltaf
glópska að ætla að
verðtryggðar skuldir í
tugum milljóna væru
eitthvað sem allir
stæðu undir eða réðu
við? Hér áður byggðu
menn ekki hús í al-
gjörri skuld, við búum
við fráhvarf frá því að
sparimerki skiptu
miklu, að samstarf í
byggingavinnu í þorp-
um og sveitum er liðin
tíð. Með þessari að-
ferð lagði fólk fram svona 30% eig-
infjár eða meira sem gerði því
þetta kleift. Eldri kynslóðin okkar
byggði húsið sitt í áföngum. Hver
man ekki hurðaleysið, steingólfin,
bráðabirgðaeldhúsinnréttinguna
eða álpappírinn í loftunum? Eða
hvernig verðbólgan losaði fólkið
við skuldirnar áður en verðtrygg-
ingin var lögleidd og síðar fékk
verðtryggingin belti og axlabönd
og öll önnur lán fóru undir verð-
trygginguna. En áður brann spari-
féð upp og varð að engu, jafn mik-
ið vandræðamál.
Einbjörn togar í Tvíbjörn
Verkalýðshreyfingin hefur verið
fálát og afskiptalaus um þessa hagi
umbjóðenda sinna í áratugi. Ýmsir
segja að það stafi af því að verð-
tryggingin tryggi afkomu lífeyr-
issjóðanna og allt hitt sé orðið
aukaatriði. Stjórnmálamennirnir
hafa bundið sínar aðgerðir í kerfi í
Íbúðalánasjóði sem hefur strandað
hvað eftir annað og hver félags-
málaráðherra breytt því sem var, í
eitthvað annað. Jóhanna breytti
Alexanderskerfinu og Guðmundur
breytti Jóhönnukerfinu o.s.frv.,
þetta er sagan um Einbjörn og
Tvíbjörn og þá mörgu bræður og
rófuna á kálfinum sem slitnaði af
og kálfurinn hvarf ofan í brunninn.
Eygló Harðardóttir setti fram
athyglisverðar skoðanir í upphafi
síns ráðherraferils um svokallaða
Breiðholtsleið sjöunda áratugarins.
En um leið og ákveðin millistétt
fær uppreisn í niðurfellingu
skulda, er þá ekki vert að velta
fyrir sér í alvöru húsnæðis-
leigukerfi, búsetakerfi eða sam-
vinnukerfi, þar sem ríkið, lífeyr-
issjóðir, sveitarfélög og fleiri tækju
höndum saman um slíka framtíð-
arlausn fyrir ekki síst láglauna-
fólkið. Nú á Íbúðalánasjóður 2.500
íbúðir um allt land sem gæti verið
grunnur að nýju hagkvæmu leigu-
kerfi. Er ekki líklegt að fólk vildi
slíkt kerfi ef leigan væri ásætt-
anleg – og þess vegna til lífstíðar
ef fólk kýs það eða ræður ekki við
annað. Ungt fólk, fullorðið fólk,
lágtekjufólk kallar eftir nýju lífs-
formi eða öruggu leigukerfi. Íbúð-
irnar eru í eigu ríkisins í dag, hvar
er viljinn?
Tækifærið er núna
Byggðaröskunin liggur ekki síst
í afleiðingum af húsnæðislánakerf-
inu, víða í þorpum landsbyggð-
arinnar var ekki byggt hús árum
saman, það seldist á lægra verði
og oft ekki og alls ekki fyrir verð-
tryggðu skuldunum. Húsnæði,
íbúðin hefur verið í okkar augum
ákveðinn stofn til sparnaðar og því
byggði eða keypti fólkið húsnæði í
höfuðborginni til að eignin stæði
undir sér og byggði þannig upp
eign til efri áranna. Nú er líklegt
að vel menntað ungt fólk velji sér
að setjast að erlendis frekar þar
sem valkostirnir eru víða margir
og öruggir. Því er það eitt stærsta
verkefni ríkisstjórnarinnar í fram-
haldi af skuldaleiðréttingunni sem
síðasta ríkisstjórn, já, vinstri-
manna, heyktist á að framkvæma,
að mörkuð verði stefna um gott fé-
lagslegt kerfi með leiguformið sem
örugga búsetu. Og að eignastefnan
verði þeirra sem ráða við það en
þegn- eða mannréttindin, þau að
leiguformið fái sitt tækifæri. Fé-
lagsmálaráðherra eða húsnæðis-
málaráðherra, Eygló Harðardóttir
er með lykilinn að nýju og öflugu
húsaleiguformi, það liggur í þess-
um 2.500 íbúðum sem sjóðurinn
hefur eignast eða leyst til sín.
Eygló Harðardóttir hefur sagt að
hún telji brýnt samkomulagsmál
ríkisins, sveitarfélaganna og verka-
lýðshreyfingarinnar að takast á við
þetta verkefni. Það eru orð í tíma
töluð.
Eftir Guðna
Ágústsson » Það er eitt stærsta
verkefni ríkisstjórn-
arinnar í framhaldi af
skuldaleiðréttingunni að
mörkuð verði stefna um
gott félagslegt kerfi
með leiguformið sem
örugga búsetu.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Húsnæði er hluti af frumþörfum okkar allra
Til að tryggja við-
unandi þjónustustig á
hjúkrunarheimilum
skiptir mannauðurinn
meginmáli. Heilsu-
farsvandamál, ólækn-
andi sjúkdómar með
færnisskerðingu
ásamt öldrunarbreyt-
ingum endurspegla
þær aðstæður sem
knýr fólk til flutnings
á hjúkrunarheimili.
Heilabilun og heilaáföll geta haft
það í för með sér að einstakling-
urinn geti ekki talað máli sínu og
sé umönnunaraðilum og aðstand-
endum háður um aðstoð við
grundvallarþarfir. Lífsógnandi
sjúkdómar s.s. nýrnabilun, lifrar-
og blóðsjúkdómar fólks þarfnast
stöðugs eftirlits og sérhæfðrar
meðferðar hjúkrunarfræðinga og
lækna. Áður vistaðist þessi hópur
á sjúkrahúsi, en nú á hjúkr-
unarheimilum. Starfsfólk þarf að
geta hjálpað fólki með grundvall-
arþarfirnar og búa yfir þekkingu
til að meta og greina sérhæfðar
þarfir tengdar flókinni sjúkdóms-
mynd og mikilli lyfjanotkun. Hér
getur verið um að ræða verki og
verkjameðferð, göngulagstruflanir
og byltuhættu, næringarvandamál,
þvag- og hægðaleka, þunglyndi,
hegðunarröskun og kvíða. Geta
starfsfólks til að greina bráða-
vanda í uppsiglingu og grípa til
viðeigandi ráðstafana hefur bein
áhrif á lífslíkur íbúa á hjúkrunar-
heimilum. Þekking og hæfni til að
hjúkra og líkna skiptir því sköpum
um leið og stuðla ber að því að
daglegt líf og umhverfi auki lífs-
gæði. Meðaldvalartími á hjúkr-
unarheimili eru aðeins fá ár, fólk
sem flyst þangað kemur í síaukn-
um mæli beint frá sjúkrahúsi þar
sem innlögnin hefur leitt í ljós að
frekari búseta á eigin heimili er
ekki raunhæf lengur vegna viðvar-
andi heilsubrests. Hjúkrun ber að
veita á því þjónustustigi sem
tryggir að þörfum sé mætt. Lág-
marksviðmið um mönnun eru
nauðsynleg, svo sem að ákveðinn
fjöldi hjúkrunarklukkustunda á
sólarhring sé tryggður. Mikilvægt
er að starfsfólkið geti átt sam-
skipti við íbúana á íslensku. Einn-
ig skiptir máli hvern-
ig samsetningu
þessara hjúkr-
unarklukkustunda er
háttað m.t.t. þeirrar
hæfni sem liggur að
baki þeim. Því meiri
veikindi og því flókn-
ara sem samspil
heilsufars, færnitaps
og lyfjanotkunar er,
því meiri nauðsyn er
á að fagþekking sé í
stærra hlutfalli
hjúkrunarklukku-
stunda. Íbúar hjúkr-
unarheimila þurfa jafnframt
sjúkra- og iðjuþjálfun, sérþekk-
ingu á sviði næringarfræði, sál-
gæslu og læknishjálpar. Kostn-
aður af nauðsynlegri fagþekkingu
hefur því bein áhrif á dag-
gjaldaverðstuðulinn sem myndar
tekjustofninn sem rekstur hjúkr-
unarheimila byggist á. Ef horft er
fram hjá þörfum aldraðra sjúk-
linga og þeim ekki sinnt vegna
þess að fagþekking er ekki fyrir
hendi eða að hjúkrunarklukk-
ustundir eru of fáar á sólarhring
koma fram fylgikvillar sem flýta
afturför, auka þjáningu og draga
úr lífsgæðum og lífslíkum. Íbúar
sem geta ekki talað máli sínu eru í
sérstakri áhættu fyrir vanrækslu
þar sem þeir geta ekki gert kröfur
sér til handa og hefur sagan og
rannsóknir sýnt að þeim er þá for-
gangsraðað aftast. Stafford-
sjúkrahúshneykslið í Englandi er
því miður nýlegt dæmi um það.
Skortur á hjúkrun leiðir til rúm-
legu með tilheyrandi fylgikvillum
lélegrar umönnunar eins og
næringarskorti, þrýstingssárum,
þvag- og hægðaleka, liðkreppum,
verkjum og vanlíðun og lífslíkur
minnka.
Stjórnendur hjúkrunarheimila
þurfa að skapa góðan þjón-
ustuanda á hjúkrunarheimilinu og
laða til sín starfsfólk með sem
bestum aðbúnaði. Rannsóknir hafa
sýnt að hugmyndafræði og stefna,
viðhorf til manneskjunnar, sam-
setning starfsfólks og árangur í
þjónustu og starfsmannamálum
ráða miklu um hvernig til tekst.
Aðbúnaður þarf að vera í sam-
ræmi við nútímakröfur og rekst-
urinn að endurspegla þá þjón-
ustuþætti sem á að veita. Þessar
áherslur ættu að vera sýnilegar
starfsfólki og almenningi þar sem
rekstraraðilar sýna árangur sinn
með hliðsjón af gæðaviðmiðum og
hjúkrunarálagsstuðli. Íslenska rík-
ið þarf að tryggja með þjónustu-
samningum við rekstraraðila
hjúkrunarheimila að daggjöld
standi undir þeirri mönnun sem
þarf til að heimilin geti á við-
unandi hátt sinnt því þjónustustigi
sem ríkið ætlar þeim.
Í hjúkrunarþjónustu er mann-
auðurinn lykilatriði og stjórnendur
hjúkrunarheimila geta ekki tryggt
góða þjónustu nema hafa gott
starfsfólk. Starfsfólkið þarf að búa
yfir fagþekkingu og reynslu, vera
umhyggjusamt og áreiðanlegt.
Daglega lífið í starfi þarf að vera
skapandi og uppörvandi, og veita
þarf stöðugan stuðning með
fræðslu og umræðum svo að
starfsfólk geti tekist á við þau
verkefni sem þarf að vinna.
Hlutverk aðstandenda er að
standa vörð um hag ættingja
sinna sem búa á hjúkrunarheim-
ilinu og leggja sitt af mörkum til
að auka lífsgæði þeirra með sam-
veru og þátttöku í daglegu lífi. Þó
að heilsan sé bágborin er mann-
eskjan tilfinningavera sem upplifir
gleði, sorg og að eitthvað sé gott
eða vont. Hlýja, kærleikur, nær-
vera og bros allra þeirra sem
koma að hjúkrun og umönnun er
því afar mikilvæg. Stöðugt þarf að
vinna að bættum aðbúnaði á
hjúkrunarheimilum og tryggja vel-
ferð íbúanna. Þá verður vinnu-
umhverfi starfsfólks ákjósanlegra
og betri von til þess að hæft fólk
fáist til starfa. Íslendingar sætta
sig ekki við að Stafford-sjúkrahús-
hneykslið í Englandi geti end-
urtekið sig hér á landi.
Eftir Önnu Birnu
Jensdóttur » Geta starfsfólks til
að greina bráða-
vanda í uppsiglingu og
grípa til viðeigandi ráð-
stafana hefur bein áhrif
á lífslíkur íbúa
á hjúkrunarheimilum.
Anna Birna
Jensdóttir
Höfundur er hjúkrunarforstjóri
í Sóltúni og framkvæmdastjóri
Öldungs hf.
Mikilvægi fagþekkingar
í öldrunarþjónustu