Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Það kennir ýmissa grasa áfrönsku kvikmyndahátíð-inni sem nú stendur yfir íHáskólabíói. Ein þeirra níu kvikmynda sem sýndar eru er nýjasta afurð hins áttræða Romans Polanskis, La Vénus à la fourrure. Kvikmyndin er byggð á samnefndu leikriti (þ.e. Venus in Fur) eftir bandaríska leikskáldið David Ives en Polanski leikstýrir eiginkonu sinni Emmanuelle Seigner og hin- um margverðlaunaða Mathieu Amalric í útfærslu sinni á leikrit- inu. Kvikmyndin segir frá þreyttum leikstjóra, Thomas (Amalric), sem getur með engu móti fundið hæfa leikkonu til að fara með aðal- hlutverkið í verki sem hann skrifaði upp úr skáldsögu Leopalds von Sacher-Masoch, Venus in Furs. Þegar öll von virðist úti skundar leikkonan Vanda (Seigner) inn í leikhúsið og heillar leikstjórann upp úr skónum, buxunum og í raun öllum klæðum hans. Vinsælt er að færa leikhúsverk yfir á hvíta tjaldið og heppnast það misvel. Polanski virðist vera stað- ráðinn í því í viðkomandi mynd að halda leikhúsbragnum og kvik- myndin er í raun sett upp nákvæm- lega eins og leikrit. Myndin er skotin á einum og sama staðnum, í leikhúsi. Innri tími sögunnar er níutíu og sex mínútur, í raun ein löng samfelld sena. Leikararnir eru einnig aðeins tveir en slíkt verður að teljast fremur óhefðbundið. Að sama skapi eru margar senur skotnar úr áhorfendasalnum svo áhorfandanum líður eins og hann sé í raun að horfa á leikrit. Slíkar kvikmyndir hafa oft heppnast vel og má meðal annars nefna kvik- mynd Lars Vons Triers, Dogville. La Vénus à la fourrure nær þó ekki að skapa eins forvitnilegt andrúms- loft og finna má í þeirri mynd og það er í raun lítið sem kvikmynda- miðillinn bætir við leikritið sem Ives skrifaði á sínum tíma. Seigner og Amalric komast bæði tvö mjög vel frá hlutverkum sínum og þá sérstaklega Amalric sem verður að teljast einn færasti leik- ari Frakka. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem parið mætist í kvik- mynd en þau léku meðal annars á móti hvort öðru í kvikmyndinni Le Scaphandre et le papillon (Fiðrildið og köfunarbjallan). Seigner og Amalric ná mjög vel saman og er samvinna þeirra til fyrirmyndar. Polanski notfærir sér tónlist á skemmtilegan hátt í kvikmyndinni. Til að mynda gefa draumkenndir tónar það til kynna hvenær parið er í miðjum leikþætti, það er að segja í því leikriti sem þau eru að setja á svið, og hvenær þau fara úr hlutverkum sínum. Notkun tónlist- arinnar auðveldar því áhorfand- anum að greina á milli þess hvenær Thomas og Vanda eru í hlutverka- leik og hvenær ekki. Að sama skapi draga tónarnir upp myrka mynd samhliða því sem sagan verður al- varlegri. Sagan sjálf er áhugaverð en hún tekur meðal annars á bælingu og útrás kynhvatarinnar sem og blæt- isdýrkun og kvalalosta. Það er einnig skemmtilegt hvernig hand- ritið fléttar saman leikriti inn í kvikmyndina og samræður persón- anna eru áhugaverðar. Eins og áð- ur segir er hins vegar fátt sem kvikmyndamiðillinn bætir við þetta annars ágæta leikrit. Kvalalosti kvalins leikstjóra Fær „Seigner og Amalric komast bæði tvö mjög vel frá hlutverkum sínum og þá sérstaklega Amalric sem verður að teljast einn færasti leikari Frakka,“ segir meðal annars í dómi um nýjustu kvikmynd Romans Polanski. Háskólabíó La Vénus à la fourrure (Venus í feldi) bbbmn Leikstjóri: Roman Polanski. Handrit: Roman Polanski. Aðalhlutverk: Emm- anuelle Seigner og Mathieu Amalric. 96 mín. Frakkland, 2013. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Jón Ólafsson heimspekingur og rithöfundur fjallar í kvöld, þriðjudag, í fyrirlestri í Snorra- stofu í Reykholti um sögu Veru Hertzsch. Viðburðir Snorrastofu hefjast á nýju ári með „Fyrirlestrum í héraði“ og að þessu sinni fjallar Jón um bók sína, Appelsínur frá Abk- asíu, sem kom út fyrir rúmu ári. Saga aðal- persónunnar, Veru Hertzsch, er rakin á grundvelli æviminninga fanga sem voru með henni í fangabúðum en unnið var úr rúss- neskum og sovéskum heimildum um hana og konurnar sem deildu sömu örlögum á tímum hreinsana Stalínstímans. Fyrirlesturinn í Snorrastofu hefst klukkan 20.30. Fyrirlestur í Snorrastofu Fyrirlesari Jón Ólafsson fjallar um sovéskar fangabúðir og sögu Veru Hertzsch. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Englar alheimsins (Stóra sviðið) Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Fös 31/1 kl. 19:30 69.sýn Fös 14/2 kl. 19:30 73.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Fim 6/2 kl. 19:30 70.sýn. Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Lau 25/1 kl. 19:30 aukas. Fös 7/2 kl. 19:30 71.sýn. Fim 30/1 kl. 19:30 65.sýn Fim 13/2 kl. 19:30 72.sýn. Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn Sun 9/2 kl. 13:00 29.sýn Sun 2/2 kl. 13:00 28.sýn Sun 16/2 kl. 13:00 30.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fös 24/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 1/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 8/2 kl. 19:30 12.sýn Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Pollock? (Kassinn) Fös 31/1 kl. 19:30 Lau 1/2 kl. 19:30 Skemmtilegt leikrit með framúrskarandi leikurum. Síðustu sýningar. Karíus og Baktus (Kúlan) Sun 26/1 kl. 16:00 Sun 9/2 kl. 16:00 Sun 2/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00 Karíus og Baktus bregða á leik. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 23/1 kl. 20:00 6.sýn Lau 25/1 kl. 22:30 Aukas. Fim 6/2 kl. 20:00 12.sýn Fös 24/1 kl. 20:00 7.sýn Fim 30/1 kl. 20:00 9.sýn Fös 7/2 kl. 20:00 13.sýn Fös 24/1 kl. 22:30 Aukas. Fös 31/1 kl. 20:00 10.sýn Fös 7/2 kl. 22:30 14.sýn Lau 25/1 kl. 20:00 8.sýn Fös 31/1 kl. 22:30 11.sýn Lau 8/2 kl. 20:00 15.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Óraunveruleikir (Kassinn) Lau 25/1 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 20:00 To the bone - Inn að beini (Kassinn) Fös 24/1 kl. 19:30 Aukasýning Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Hamlet – „Mögnuð sýning“ – SA, tmm.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Mið 22/1 kl. 19:00 aukas Fim 30/1 kl. 19:00 Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Fös 24/1 kl. 19:00 Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Lau 25/1 kl. 13:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Sun 26/1 kl. 13:00 Mið 5/2 kl. 19:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Jeppi á Fjalli (Gamla bíó í janúar, Hof í febrúar) Lau 25/1 kl. 20:00 Lau 1/2 kl. 20:00 í Hofi Sun 26/1 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 í Hofi Sýnt í Gamla bíói í Janúar. Tvær sýningar í Hofi á Akureyri í Febrúar. Hamlet (Stóra sviðið) Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Sun 2/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Sun 9/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Fös 14/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Lau 15/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 frums Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Lau 1/3 kl. 20:00 Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Bláskjár (Litla sviðið) Lau 8/2 kl. 20:00 frums Sun 16/2 kl. 20:00 4.k Fös 28/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 20:00 2.k Fim 20/2 kl. 20:00 5.k Fim 13/2 kl. 20:00 3.k Sun 23/2 kl. 20:00 6.k Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mið 12/2 kl. 10:00 Fim 13/2 kl. 13:00 Þri 18/2 kl. 11:30 Mið 12/2 kl. 11:30 Mán 17/2 kl. 10:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 13:00 Mán 17/2 kl. 11:30 Sun 30/3 kl. 20:00 Fim 13/2 kl. 10:00 Mán 17/2 kl. 13:00 Fim 13/2 kl. 11:30 Þri 18/2 kl. 10:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.