Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Trjáklippingar. NÚ ER TÍMINN TIL AÐ KLIPPA TRÉ OG RUNNA. Síðla vetrar og á vorin er góður tími til að klippa allflestar tegundir trjágróðurs því þá er greinabygging gróðursins best sýnileg. Einnig er þetta góður tími til þess að móta trjágróður. TRAUST ÞJÓNUSTA Í YFIR 20 ÁR Frá því Garðlist ehf. var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðkiptum við unandarin ár, á saman tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru svo þér takist að ljúka við þau verk- efni sem fyrir liggja. Hafðu þetta í huga þegar þú velur þér verkefni. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki gefast upp á því að leggja góðum málstað lið þótt baráttan sé hörð og þér finn- ist lítið miða áfram. En þú ert hátt yfir það hafin/n. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú gætir tekið upp á því að setja einhvern á stall í dag og ganga óraunsæinu á hönd. Notaðu daginn til þess að reyna fyrir þér sem byrjandi á einhverju sviði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í dag skaltu halda hlutunum fyrir þig og ekki láta neitt uppi. Gefðu þér nú tíma til þess að fara í gegnum hlutina og afgreiða þá einn af öðrum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að endurskoða skilgreiningu þína á raunveruleikanum. Innileg tengsl ein- kennast af mýkt og blíðu. Líttu á þau sem slík í stað þess að láta samskiptareglurnar slá þig út af laginu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Breytingar breytinganna vegna hafa sjaldnast nokkuð upp á sig. Gerðu það upp við þig hvað þú vilt og stattu svo fast á þínu. Stundum þarf hörku. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fjölskyldumál krefst athygli þinnar og þú mátt ekki bregðast. Reyndu að minnsta kosti að vinna í þægilegu umhverfi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ósiður að þurfa alltaf að fá fyrirfram. Leyfðu öðrum að njóta hlutanna með þér; það er miklu skemmtilegra og svo gleður það vini þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hvað sem þú ert að gera, ekki hætta. Athyglin sem þú veitir samskipta- reglum fer ekki framhjá fólki með raunveru- legan stíl. 22. des. - 19. janúar Steingeit Forvitni þín leiðir þig á ókunnar slóðir þar sem óvænt verkefni bíða þín. Kynntu þér reglur laganna og hvort allt er eins og það á að vera. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú verður þú að láta heilsu þína ganga fyrir öllu öðru. Einbeittu þér að því að grynnka á, í stað þess að bæta við og ástand- ið batnar til muna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Erfiðir einstaklingar hafa sínar sterku hliðar, annars væru þeir ekki hluti af þínu lífi. Láttu gott af þér leiða, þannig öðlast líf þitt fyllingu. Ragnar Ingi Aðalsteinsson fagn-aði sjötugsafmæli sínu 15. jan- úar. Hann velti fyrir sér hvernig best væri að haga sér í ellinni og leitaði ráða hjá Bjarka Karlssyni. Hann lá ekki á hollráðunum, frekar en fyrri daginn: Fornari en frumlífsöld, fúllyndari en heimsstyrjöld og héraðsplága hundraðföld hyggst ég verða um ævikvöld … – og mér til gamans grænu að snýta í gluggatjöld. En Bjarki var ekki hættur og bætti við: Öldnum er það einna skást í iðjuleysi og fölva; rymja, korra, kveina, þjást kvarta, nöldra, bölva. Ragnar vildi líka vita hvað mönn- um fyndist um kennarastéttina sem hann tilheyrði svo áratugum skipti. Bjarki sagði því auðsvarað: Kennarans ævistarf? Svo að svara, sumir kynnu: – Af hverju fer þetta fólk ekki bara og fær sér vinnu? Jón Ingvar Jónsson var fjarri góðu gamni en taldi víst að hann hefði ort svona: Ýmsir fá víst ekkasog, enda kárnar gaman þegar bæði aldur og útlit fara saman. Dagbjartur Dagbjartsson stóðst ekki mátið og orti í léttum dúr: Ýmsir misstu allan frið alveg má því flíka ef að kæmist innrætið inn í dæmið líka. Ingólfur Ómar Ármannsson kast- aði fram: Ragnar Ingi er hress og hýr halur býsna fróður, orðaslyngur skrambi skýr skáldmæringur góður. Sigurlín Hermannsdóttir yrkir: Ef þú vilt þér stytta stund stöku skaltu banga. Best er að hafa létta lund og lífsgleðina fanga. Hallmundur Kristinsson bregður á leik í limru: Þá var hann Ragnar á Rauðá ráðsnjall er jeppanum sauð á. Hann leitaði lags er lánaðist strax og húddinu bakaði brauð á. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af frumlífsöld, gluggatjöld- um og afmæli skáldmærings Í klípu LÍKLEGA VAR ÉG SLYS. EINU BARNA- MYNDIRNAR AF MÉR VORU TEKNAR AF MATSMANNI FRÁ TRYGGINGAFÉLAGI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „KALLAÐU MIG BARA SINNULAUSA! VITTU HVORT ÉG KÆRI MIG EKKI KOLLÓTTA!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að líta á björtu hliðarnar. HÉR MEÐ LÝKUR ÞÁ HEIMSÓKNINNI FRÁ VINALEGA SKATT- HEIMTUMANNINUM ... ... OG VIÐ ÞÖKKUM YKKUR FYRIR FRAMLAG YKKAR. ÞIÐ FÁIÐ SVO EYÐUBLAÐ Í PÓSTI ÞAR SEM ÞIÐ GETIÐ GEFIÐ UMSÖGN UM HEIMSÓKNINA. LÍKLEGA ER KOMINN TÍMI TIL AÐ ÞRÍFA ÍSSKÁPINN. ALLTAF ÞEGAR ÉG OPNA HANN ... ... HÆTTIR TÓNLISTIN. LITLA DISKÓKÚLAN ER FLOTT. Víkverji er endurnærður eftir aðhafa hlýtt á fyrirlestur Eddu Björgvins leikkonu um húmorinn og hamingjuna. Edda er sannur gleði- gjafi og hefur skemmt þjóðinni um árabil á leiksviði, í sjónvarpi, útvarpi og víðar. Nú hefur hún sökkt sér í fræðin á bak við húmorinn og miðlar þeirri þekkingu til landsmanna. Eft- ir því sem Víkverji kemst næst hefur hún varla undan í fyrirlestrahaldinu og er t.d. vinsæl hjá fyrirtækjum og stofnunum með fróðleik sinn. x x x Edda sýndi fram á í sínum fyrir-lestri hvernig húmor, jákvæðni og almenn lífsgleði geta verið heilsu- samleg, jafnt á líkama og sál. Hlátur kallar fram hormón í líkamanum á borð við endorfín, seratónín og dópa- mín, enda sagði Edda að húmorinn væri besta náttúrulega vímuefnið sem hægt væri að bjóða upp á. Þetta má gera með því að horfa á gaman- myndir, fjölskyldumyndbönd og al- búm, lesa brandarabækur, rifja upp skemmtileg og pínleg atvik í lífi sínu og ekki síst að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér. x x x Víkverji var meðal þeirra semfengu hláturskast undir fyrir- lestri Eddu og eftir þessa gleðistund urðu öll helgarverkin skemmtilegri og léttari, svo ekki sé nú talað um mannleg samskipti, sem geta tekið stakkaskiptum ef fólk temur sér já- kvæðni og almenna lífsgleði. Edda sýndi vel fram á hvernig neikvæðni og tuð yfir öllu og engu getur dregið úr líkamlegum þrótti, hugmynda- auðgi og hæfni til mannlegra sam- skipta. Neikvæðni getur nefnilega smitað út frá sér, alveg á sama hátt og jákvæðni og hlátur geta verið smitandi. x x x Edda tók lítið dæmi um atvik semkallar fram hlátur í upprifjun. Það var þegar hún kom inn á veit- ingastað og tók fljótlega eftir því hve gestir og starfsfólk voru vingjarnleg í hennar garð, um leið og þau brostu dálítið vandræðalega. Við nánari at- hugun kom í ljós að Edda hafði gleymt að taka rúllurnar úr hárinu er hún fór að heiman! víkverji@mbl.is Víkverji Verið miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur. (Lúkasarguðspjall 6:36)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.