Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Íverkinu Óraunveruleikir erunnið með raunveruleikannog mörk ímyndunaraflsins.Myrkrað sviðið er autt en búningar flytjendanna eru í for- grunni. Dansararnir eru klæddir svörtum spandexbúningum sem hylja líkama þeirra frá toppi til táar. Önnur föt, hárkollur, taska og skór sem þeir klæðast yfir svarta bún- inginn eru lýst upp með ákveðinni tækni sem gerir áhorfendum erfitt fyrir að sjá líkama dansaranna. Með þessari aðferð leika flytjendur sér að því að búa til sjónhverfingar sem oft á tíðum eru mjög fyndnar og vel heppnaðar. Sérstaklega ber að hrósa Valdimar Jóhannssyni fyrir lýsingu verksins. Skór gengu mann- lausir um sviðið, höfuðið var tekið af búknum, líkami sem sveif um sviðið og þannig fram eftir götunum. Eins og gefur að skilja voru brellurnar þó misgóðar og það hefði verið hægt að ganga mun lengra með töfrana. Það kom þó ekki að sök, vegna þess að einfaldleikinn myndaði barns- legan húmor sem náði beint til áhorfenda af hlátrasköllunum að dæma. Upphaf verksins var ein- staklega vel úr garði gert og sló tóninn fyrir það sem á eftir kom, en í því spilaði hljóðheimurinn stórt hlutverk. Tónlist og hljóð voru einkar vel notuð til þess að skapa stemningu. Margir eftirminnilegir og góðir kaflar sitja fast í minni, þar ber að nefna dúett tveggja buxna og súrrealískan sóló Þyríar þar sem hún svífur úr skónum. Í fyrri hluta verksins komst hug- myndfræðin nokkuð vel til skila, en það var eins og að hún hefði gleymst í seinni hluta verksins. Urður gekk inn á sviðið og söng heilt lag. Dansararnir voru með henni á sviðinu en áhorfendur sáu einingis í hendur þeirra. Danssmíði þess atriðis var nokkuð fyrirsjáan- leg en mögnuð rödd Urðar bætti það þó upp. Allt sem gerðist á svið- inu eftir það var dálítið úr takt við það sem á undan hafði gengið. Mað- ur fékk á tilfinninguna að það hefði ekki verið eins mikil vinna lögð þann hluta og það vantaði rúsínuna í pylsuendann – endirinn gekk ekki upp. Í heild hefur verkið Óraunveru- leikir mikið skemmtanagildi og sterkan húmor þar sem töfrar leik- hússins eru dregnir fram á stefnu- móti ólíkra listamanna. Morgunblaðið/Ómar Höfundarnir Þær Urður Hákonardóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Þyri Huld Árnadóttir eru höfundar verksins og flytjendur. Rýnir segir Óraunveruleika hafa „mikið skemmtanagildi og sterkan húmor þar sem töfrar leikhússins eru dregnir fram á stefnumóti ólíkra listamanna“. Leikur með mörk raun- veruleika og ímyndunar Óraunveruleikir bbbmn Höfundar og flytjendur: Valgerður Rún- arsdóttir, Þyrí Huld Árnadóttir og Urður Hákonardóttir. Ljós og hljóð: Valdimar Jóhannsson. Frumflutt í Kassanum, Þjóðleikhúsinu, 16. janúar 2014. MARGRÉT ÁSKELSDÓTTIR DANS Ísland keppir á fyrra undan- úrslitakvöldi Eurovision þriðjudag- inn 6. maí nk. Þetta skýrðist í gær þegar dregið var í riðla í undan- úrslitum Eurovision 2014 við sér- staka athöfn í Kaupmannahöfn þar sem keppnin verður haldin. Seinni undanúrslitin fara fram fimmtu- daginn 8. maí og sjálf lokakeppnin laugardaginn 10. maí. Við sömu athöfn var jafnframt dregið um það hvort löndin myndu stíga á svið fyrri eða seinni helming kvöldsins sem þau drógust á og verður Ísland í fyrri hlutanum á sínu kvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef keppninnar (eurovision.tv) fer keppnin fram í B&W Hallerna á Amager í Kaupmannahöfn. Ísland keppir fyrra undanúrslitakvöldið Ljósmynd/Sander Hesterman Sjarmatröll Eyþór Ingi var fulltrúi Ís- lands í Eurovision í fyrra í Svíþjóð. Skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi við Eyjafjörð fæddist 21. janúar 1895. Í dag eru því liðin 119 ár frá fæðingu hans og í tilefni dagsins verður Davíðshús á Ak- ureyri opið milli kl. 20 og 22 í kvöld og aðgangur ókeypis. Heimili skáldsins, Davíðshús við Bjarkarstíg 6, hefur verið varðveitt sem safn eftir að Davíð féll frá, en þar er einnig fræðimannsíbúð. Húsakynnin bera smekkvísi hans glöggt merki, full af bókum, lista- verkum og persónulegum munum, eins og hann skildi við árið 1964, segir Haraldur Þór Egilsson, safn- stjóri Minjasafnsins á Akureyri; næstum eins og Davíðs sé að vænta innan skamms. Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, kom út árið 1919. Leikfélag Akureyrar frumsýndi nýja upp- færslu Gullna hliðsins eftir Davíð síðastliðinn föstudag. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tignarlegt Hús skáldsins Davíðs Stefánssonar við Bjarkarstíg á Akureyri. Opið hús hjá Davíð  119 ár í dag frá fæðingu skáldsins Skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fæddist 21. janúar Tillaga Helgu Þórsdóttur menning- arfræðings var valin sú besta í sam- keppni um haustsýningu Hafn- arborgar árið 2014. Í haust sem leið var í fjórða sinn kallað eftir áhugaverðum tillögum sýningarstjóra um sýningu að vinna inn í rými safnsins. Að þessu sinni bárust sextán tillögur sem uppfylltu sett skilyrði og valdi listráð Hafn- arborgar, ásamt gesti og forstöðu- manni menningarstofnunarinnar, fjórar tillögur til frekari skoðunar. Það voru tillögur Birtu Fróðadóttur arkitekts, Katrínar Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur myndlistarmanns, tillaga Vinnslunnar – listahóps þvert á listform, og tillaga Helgu Þórs- dóttur, menningarfræðings og myndlistarmanns. Bakgrunnur höf- unda tillagnanna liggur í ólíkum náms- og starfsgreinum en þau eiga öll sameiginlegt að eiga að baki fá sýningarstjórnarleg verkefni á sviði myndlistar og uppfylla þannig eitt af grunnmarkmiðum samkeppninnar, að veita tækifæri sýningarstjórum með skamman feril að baki. Tillögurnar þóttu allar mjög sterkar en tillaga Helgu varð fyrir valinu. Hún ber vinnuheitið Sam- hliða og þótti vel útfærð. Hyggst Helga tefla saman verkum áhuga- verðra listamanna sem þekktir eru fyrir að gera huglægri reynslu efn- isleg skil á áhrifaríkan hátt. Það eru þau Daníel Magnússon, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Ívar Brynj- ólfsson, Ívar Valgarðsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðar- dóttir. Helga Þórsdóttir hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga en sýn- ingin í Hafnarborg verður hennar fyrsta sjálfstæða sýningarstjórnar- verkefni. Verkum áhuga- verðra teflt saman Sýningarstjórinn Helga Þórsdóttir var valin til að stýra haustsýningu.  Helga Þórsdóttir stýrir haustsýningu Hafnarborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.