Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 11
Landmannalaugar LandmannahellirÁfangagil Leirubakki Rjúpnavellir Loftmyndir ehf. Hellismannaleið (81 km) Torfajökull Þjórsá Hekla Búrfell Þórisvatn 16,5 km 22,5 km 25 km 18,5 km (Laugavegur) krók til að komast að fallegum stað. Það eru nokkrir staðir á leið- inni sem okkur finnst nauðsynlegt að fólk skoði og njóti. Eftir að við lukum við að stika þessa leið og eftir að hafa gengið þetta svona oft, þá finnst mér heildin svo áhugaverð, það er skemmtilegt að ganga í gegnum jarðsöguna, Ís- landssöguna, útilegumannasögur, þjóðsögurnar og sögur úr smala- mennskum. Ég legg mig fram um að varpa ljósi á það allt saman í þessum ferðum mínum. Það er gaman að fá að kynnast gömlu fólki sem bjó þarna, eldgömlum eldgosum og ísöldinni,“ segir Guðni og bætir við að til standi að gefa út göngubækling um þetta svæði, fyrir Ferðamannafélag ís- lands.. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Bættu LGG + við daglegan morgunverð fjölskyldunnar og styrktu ónæmiskerfið. Nú fylgja frítt með Þú getur lesið meira um LGG+ á ms.is/lgg + stuðlar að vellíðan + styrkir varnir líkamans + bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana + eykur mótstöðuafl + hentar fólki á öllum aldri + er bragðgóð næring Eiginleikar LGG+ H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA - 12 -0 01 4 A H Ú SI Ð /S ÍA -- 12 -0 01 4 Fyrir fulla virkni Ein á dag 2 Þegar spurt er í hverju heilbrigði fel- ist er ekki hlaupið að því að svara. Á vefsíðunni www.hamingjulindin.is eða á Facebooksíðu hennar er að finna ýmiss konar fróðleik og vanga- veltur um það í hverju heilbrigði fel- ist. Fjallað er um streitu, sykursýki og fleira sem getur haft áhrif á heil- brigði fólks og ráð til að bæta heils- una ef kvillar eru til staðar. Vefsíðan www.facebook.com/liljapetra Morgunblaðið/RAX Vatn Það er skoðun margra að vatnið hreinsi auk þess að hafa heilunarmátt. Heilsu- og hamingjulind Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Vefsíðan hlaup.is stendur fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvega- hlaupum eða annarri keppni í lang- hlaupum. Á síðunni kemur fram að afrek geti verið afstætt, það getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvaðeina sem hægt er að meta til viðurkenningar. Að þessu sinni eru 7 konur og 7 karlar sem mynda lista hlaupara sem kjósa á um: Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Ebba Særún Brynjarsdóttir, Elísabet Mar- geirsdóttir, Helen Ólafsdóttir, María Kristín Gröndal, Martha Ernstsdóttir, Signý Einarsdóttir, Arnar Pétursson, Ármann Eydal Albertsson, Friðleifur K. Friðleifsson, Kári Steinn Karlsson, Stefán Gíslason, Stefán Guðmunds- son og Þorbergur Ingi Jónsson. Hægt verður að kjósa til kl. 24 mið- vikudaginn 22. janúar og verðlauna- afhending verður næsta laugardag. Endilega... ...kjósið lang- hlaupara ársins Morgunblaðið/Ómar Tilnefnd Arndís Ýr Hafþórsdóttir. Skessan hljóp út í Þjórsá og þá varð til fossinn Tröllkonuhlaup Óárennileg Brian Pilkington hefur teiknað íslensk tröll manna best. Tröllskessan vildi éta Gissur bónda Guðni segir að ein þekktasta þjóðsagan af þessu svæði sé af Gissuri á Lækjarbotnum, bónda í Landsveitinni. „Ég segi alltaf þessa sögu þegar við göngum á milli Búrfells og Bjólfells á Hellismannaleiðinni. Þar bjuggu tröllskessur og sú sem bjó í Búr- felli vildi éta Gissur bónda, og kallaði hún í systur sína í Bjól- felli: „Systir góð, viltu lána mér pott?“ En hún vildi það ekki af því hún vildi hafa Gissur á lífi og hafa af honum önnur afnot. Bóndinn heyrði þegar skessan kom hlaupandi pottlaus í átt til hans, hún hljóp yfir Þjórsá og þar varð til Tröllkonuhlaup, foss í ánni. Hún kastaði grjóti út í ána til að geta stiklað yfir. Hún elti síðan Gissur niður í Landsveit, al- veg niður í Klofa, en hann reið hesti, því hann var að koma úr Veiðivötnum með fullar klyfjar af fiski. Hann reið í fleng til að komast undan flagðinu og karl- arnir í Klofa sáu til hans og hlupu út í kirkju og hringdu kirkjuklukkunum til varnar. Í þann mund sem Gissur ríður inn fyrir kirkjugarðinn þá kastaði skessan öxi á eftir honum en hún kom í lærið á hestinum sem datt niður dauður. Gissur náði að bjarga sér inn í kirkju og slapp við skrekkinn. Skessan hljóp til baka, upp í Tröllkonugil, sem einnig er gengið á Hellismanna- leiðinni, en þar sprakk hún. Og þar er hún steingerð enn í dag.“ Systir hennar í Bjólfelli sem eftir lifði var full af harmi við fráfall systur sinnar, hún flutti úr Bjól- felli og settist að í helli í Tröll- konugili. Þetta var góð skessa sem gaf ferðamönnum sem áttu leið um ævinlega hafragraut.“ Torfi í Klofa flúði til fjalla Sagan af höfðingjanum Torfa í Klofa, er sönn saga, en hann var uppi á fimmtándu öld og flúði til fjalla með allt sitt fólk þegar Svarti dauði geisaði. Sögur herma að hann hafi flutt í grös- uga dali inn af Landmannalaug- um, rétt hjá Torfajökli, sem fékk nafn sitt einmitt frá þessum bónda. Bændur þekktu þessa sögu og þegar plágan var liðin hjá fluttu flestir aftur til byggða, en sumir urði eftir innfrá. Fyrir vikið trúðu menn því í margar aldir að á þessu svæði væru útilegumenn. Bændur voru svo hræddir við þessa útilegumenn að þeir smöl- uðu ekki þetta svæði í margar aldir, ekki fyrr en um 1850. Þá fundust kindabein um allt, enda varð féð úti sem ekki var smalað heim.“ Guðni verður með leiðsögn og farar- stjórn í gönguferð um Hellismanna- leiðina í sumar, snemma í ágúst. Allt að 20 manns geta komist í ferðina, sem er kjörin fyrir íslenskan göngu- hóp eða nokkra smærri hópa. Gengið verður frá Leirubakka í Landmannalaugar á fjórum dögum og fimmta daginn er aukadagur hugs- aður í göngu að Fjallabaki nálægt Landmannahelli. Gist verður í góðum skálum á Rjúpnavöllum, Áfangagili og þrjár nætur í Landmannahelli. Laugardagur 2. ágúst: Keyrt að Heklusetrinu á Leirubakka í Landsveit, 110 km frá Reykjavík. Hægt að byrja á kaffi á Leirubakka með skoðun á Heklusetri. Gengið að Rjúpnavöllum og gist þar í góðum skála með raf- magni. 25. km. Sunnudagur 3. ágúst: Gengið í Áfangagil. Gist þar í upp- byggðum gangnamannakofa. 18,5 km. Mánudagur 4. ágúst: Gengið í Landmannahelli, gist í Höfða. 22 km. Þriðjudagur 5. ágúst: Gengið í Land- mannalaugar. Bað í lauginni eftir göngu. Skutl til baka í Höfða við Land- mannahelli. 16,5. km. Miðvikudagur 6. ágúst: Hvíldardagur/göngudagur að fjallabaki. Skipt liði. Hægt að veiða silung í vötnum, ganga á Löðmund eða ganga á vit ævintýra í nágrenninu. Gist í Höfða. Fimmtudagur 7. ágúst: Heimferð. Áhugasamir geta sent Guðna skilaboð á netfanginu: gudni.olgeirsson@gmail.com. HELLISMANNALEIÐ Gengið í sumar með Guðna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.