Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 4ja rétta seðill Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56 2 0207 • perlan@perlan.is Verð aðeins 7.390 kr. Næg bílastæði Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri Misskipting gæða í heiminum er nú orðin slík að 85 ríkustu manneskjur í heiminum eiga jafnmikinn auð og 3,5 milljarðar fátækustu íbúa jarðar. Þetta kemur fram í skýrslu bresku hjálparsamtakanna Oxfam sem birt var í gær. Auðæfi þessara nokkurra tuga manneskja eru metin á um eina billjón [milljón milljónir] punda. Þegar litið er til ríkasta 1% af mannfjöldanum í heiminum, situr það á 60,88 billjónum punda. Það er um 65 sinnum meira en fátækari helmingur mannkyns á. Oxfam var- ar við að þessi samþjöppun auðs geti ógnað pólitískum stöðugleika í heiminum og magnað upp þjóð- félagslega spennu. „Það er ótrúlegt að á 21. öldinni eigi helmingur mannkyns, alls 3,5 milljarður manna, ekki meira en fá- menn elíta sem gæti auðveldlega komist fyrir í tveggja hæða stræt- isvagni,“ segir Winnie Byanyima, framkvæmdastjóri Oxfam, en hún verður viðstödd ársfund Al- þjóðaefnahagsþingsins (World Economic Forum) í Davos þar sem þjóðarleiðtogar og viðskiptafólk mun koma saman í þessari viku. BRETLAND 85 manna elíta á jafnmikið og helm- ingur mannkynsins Fátækt er enn út- breidd í heiminum. Greiðslukortaupplýsingum nærri helmings allra Suður-Kóreubúa var nýlega stolið og þær seldar til markaðssetningarfyrirtækja. Það var starfsmaður tölvufyrirtækis sem vann sem verktaki fyrir þrjú stærstu greiðslukortafyrirtæki landsins sem stal nöfnum, kennitöl- um og greiðslukortaupplýsingum tuttugu milljóna Suður-Kóreubúa með því að afrita gögnin á USB- lykil. Fjármálaeftirlit landsins segir að auðvelt hafi verið að stela gögn- unum þar sem þau hafi ekki verið dulkóðuð. Fyrirtækin vissu ekki að þeim hefði verið stolið fyrr en starfsmenn eftirlitsins tilkynntu þeim það. kjartan@mbl.is SUÐUR-KÓREA Stal kortaupplýs- ingum milljóna Auðmýkt Forstjórar kortafyrirtækj- anna biðjast sameiginlega afsökunar. Anna Lilja Þórisdóttir Kjartan Kjartansson Norsk lögregluyfirvöld sem rann- sökuðu eldsvoðann sem eyðilagði tugi húsa í bænum Lærdal í Sogn- firði á laugardagskvöld og aðfara- nótt sunnudags, gátu ekki sagt til um orsök hans í gær. Fyrsta tilkynningin um eld barst frá íbúum húss í Kirkjugötu í Lær- dal klukkan 22:54 á laugardags- kvöld. Lögreglan hefur yfirheyrt íbúana en hefur ekki viljað gefa upp hvort þeir hafi getað varpað frekara ljósi á upptök eldsins. „Við erum engu nær um að segja hver orsökin var á þessari stundu og við kærum okkur heldur ekki um að velta vöngum yfir því,“ sagði Åge Løseth, sýslumaður á staðnum, á blaðamannafundi í gær. Norska rannsóknarlögreglan, Kripos, hjálpar lögreglumönnum bæjarins að rannsaka brunann og komu fulltrúar hennar til bæjarins í gær. Sagði Løseth að ef nokkur kostur væri á að finna upptökina þá reikn- aði hann með að það tækist. Rann- sóknin gæti þó reynst tímafrek. Milljarða tjón Rafmagn var enn ekki komið á alls staðar í Lærdal í gær eftir að því hafði slegið út í brunanum. Íbú- ar voru beðnir um að fara sparlega með rafmagnið fyrst um sinn. Íbú- um var sagt í gærkvöldi að hluti þeirra gæti snúið aftur til heimila sinna á svæðinu. Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í brunanum um helgina. Alls brunnu 23 byggingar, þar af sextán íbúðar- hús. Þurftu 310 manns að flýja heimili sín af þeim sökum. Norsk tryggingafélög voru þegar í gær farin að áætla tjónið og sagði talsmaður If að það gæti numið meira en hundrað milljónum norskra króna, jafnvirði um 1,9 milljarða íslenskra króna. Hann taldi ólíklegt að nokkur þeirra sem lenti í brunanum væri ótryggður en brunatryggingar eru lögbundnar í Noregi. Óvíst er þó að hve miklu leyti innbú húsanna voru tryggð. Æskuheimilið brunnið til grunna Það var ekki fögur sjón sem blasti við John Magne Hiller þegar hann kom til Lærdal frá Osló í gær til að kanna ástand æskuheimilis síns eftir brunann. Húsið var frá 1919 og höfðu Hiller og kona hans lagt mikla vinnu í að gera það upp. Það hafði hins vegar brunnið til kaldra kola. „Mér þykir þetta ægilega dapur- legt. Þetta var æskuheimili mitt og hugmyndin var að þetta yrði bústað- urinn minn þegar ég kæmist á eft- irlaun. Nú er það allt horfið. Það er bara skorsteinninn sem stendur eft- ir,“ sagði Hiller við norska ríkisút- varpið NRK. Standa saman eftir áföll Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kom til Lærdal í gær ásamt fleiri ráðherrum úr ríkisstjórninni til að kynna sér aðstæður. Sagðist hún hrærð yfir því að hitta fólk sem hafði misst allt sitt. „Það er skelfilegt að hugsa um allt það sem brann hérna. En þegar öllum lífum er borgið, þá er mik- ilvægt að hafa í huga að þetta voru bara hlutir,“ sagði Solberg. Enginn fórst í eldsvoðanum en rúmlega fjögur hundruð manns þurftu að leita á sjúkrahús í kjölfarið, þar af um hundrað vegna reykeitrunar. Ríkisstjórnin hefur þegar heitið því að hún muni styðja við bakið á bæjaryfirvöldum við uppbyggingu bæjarins eftir áfallið þó að engar upphæðir hafi enn verið nefndar í því samhengi. „Það er mikilvægt að við komum innviðunum fljótt upp og að við end- urbyggjum þá hluta Lærdal sem urðu illa úti,“ sagði Anders Anund- sen, dómsmálaráðherra, sem heim- sótti Lærdal í gær með Solberg, og benti á að hefð væri fyrir því í Nor- egi að fólk hjálpaðist að þegar áföll dyndu yfir. Bæjarbúar hjálpa sér þó einnig sjálfir. Jan Geir Solheim, bæjar- stjóri Solheim, segir að fjöldi manna, bæði úr bænum og frá ná- grenninu, hafi boðið þeim sem þurftu að flýja heimili sín húsaskjól og geymslustað fyrir muni og komið með föt fyrir þá sem misstu allt í brunanum. Tímafrek rannsókn í Lærdal  Rannsóknarlögreglan rannsakar upptök eldsvoðans  Tjónið hleypur á milljörð- um íslenskra króna  Komi innviðunum aftur upp  Yfir 400 manns á sjúkrahús EPA Heimsókn Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs (f.m.), kynnti sér aðstæður eftir stórbrunann í Lærdal í gær ásamt Jan Geir Solheim, bæjarstjóra bæjarins (3. t.v.) og Anders Anundsen, dómsmálaráðherra (3. f.h.). Flestir skólar, leikskólar og aðrar þjónustustofnanir voru lokaðar í Lærdal í gær að sögn Jóhanns Halldórs Traustasonar sem búsettur er í Øvre Årdal skammt frá Lærdal. „Mér skilst að fólk fái að vitja eigna sinna undir eft- irliti lögreglu og slökkviliðs síðar [í gær],“ sagði Jó- hann Halldór í gær. Hann hefur búið í Noregi frá árinu 2008 og starfar í álveri Norsk Hydro. Hann segir eldsvoðann reiðarslag fyrir íbúa á svæðinu en þeir standi þétt saman. „Þetta hefur ekki bara áhrif á fólk í Lærdal, heldur okkur öll,“ segir Jóhann Halldór. Reiðarslag fyrir alla íbúana ÍSLENDINGUR Í ØVRE ÅRDAL, NÆRRI LÆRDAL Jóhann Halldór Traustason „Við erum búin að vera á sveitabæ fyrir utan bæinn hjá vinnufélaga mínum sem bauð okkur heimili sitt. Þau eru búin að vera yndisleg,“ segir Þuríður Valdimars- dóttir, sjúkraliði sem býr og starfar í Lærdal, í gær. Hún þurfti að yfirgefa heimili sitt ásamt fjölskyldu sinni aðfaranótt sunnudags. „Okkur var bara hent út um nóttina. Við stóðum þarna í eldglæringunum sem fuku yfir okkur í rokinu. Við horfðum á hús fjölskyldufólks sem maður þekkir brenna. Þetta var rosalegt,“ segir hún um upplifunina. Þuríður starfar á dvalarheimili fyrir aldraða í bæn- um og segir hún íbúa heimilisins sem og aðra bæjarbúa slegna yfir at- burðunum. Hús hennar slapp við skemmdir en nálæg hús eru hins veg- ar gjörónýt. Stóðu úti í eldglæringunum ÍSLENSKUR SJÚKRALIÐI SEM BÝR OG STARFAR Í LÆRDAL Þuríður Valdimarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.