Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 ✝ Jóhanna Valdi-marsdóttir fæddist í Hval- látrum á Breiða- firði 14. febrúar 1930. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 9. janúar 2014. For- eldrar hennar voru Fjóla Borgfjörð Oddsdóttir frá Reykjavík, f. 2. júlí 1911, d. 6. október 1985 og Valdimar Ólafsson frá Hval- látrum, skipasmiður og útvegs- bóndi, f. 20. febrúar 1906, d. 28. maí 1939. Systkini Jóhönnu sam- feðra: Sigurjón, f. 3. janúar 1932, Ásta Sigurdís, f. 25. maí 1933, Kristján Guðmundur, f. 31. ágúst 1934, d. 27. júlí 1961, Ólafur Valdimar, f. 28. september 1935, Anna, f. 16. nóvember 1936, Að- alsteinn, f. 29. mars 1938, d. 24. nóvember 2013. Systir Jóhönnu sammæðra: Valgerður Ás- mundsdóttir, f. 8. ágúst 1944. Jó- hanna giftist 10. október 1948 Yngva Magnúsi Zophoníassyni, f. 2. ágúst. 1924, þau skildu. Sambýlismaður hennar frá 1988 var Sigtryggur Jónsson, f. 22. mars 1930. 14. apríl 1959. Dætur þeirra: a. Sólrún Droplaug, f. 26. júní 1985, gift Ólafi Má Jónssyni, f. 19. mars 1985. Börn þeirra: Jón Þór, Súsan Klara og Sonja Lillý Ólafsdóttir. b. Bryndís Lillian, f. 4. september 1990, gift Sverri Kristjánssyni f. 4. ágúst 1987. Jóhanna var í barnaskóla í Breiðafirði og barna- og ungl- ingaskóla í Borgarfirði. Hún stundaði nám í Húsmæðraskól- anum á Varmalandi, hjá kjóla- meistara í Reykjavík og tók námskeið í Iðnskólanum í Reykjavík. Hún sótti nám í vefn- aði og ýmsum listgreinum. Jó- hanna vann við kjólasaum, var með sjálfstæðan rekstur eða í samstarfi við aðra. Hún kenndi fatasaum út um allt land, í at- vinnuátaki stjórnvalda og hún kenndi grunnskólabörnum handmennt. Hún starfaði sem fatahönnuður og verkstjóri hjá fataframleiðendum á innan- landsmarkaði og erlendis. Jó- hanna var virk í félagsstörfum og stjórnmálum. Hún skrifaði um þjóðmál og jafnréttismál í blöð og tímarit. Jóhanna bjó í Hvallátrum fyrstu 10 æviárin, fluttist þá í Borgarfjörð og síðan til Reykjavíkur. Hún bjó á höf- uðborgarsvæðinu, lengst af í Kópavogi, þangað til hún flutti til Eyjafjarðar, bjó fyrst í Sam- komugerði 2 og síðan á Ak- ureyri. Útförin fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 21. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. Jóhanna og Yngvi eignuðust fjögur börn: 1. Guð- rún Björt, f. 13. maí 1948, gift Jóni Bjarna Þorsteins- syni, f. 30. sept- ember 1948. Börn þeirra: a. Þorsteinn Yngvi, f. 4. júní 1975, kvæntur Gerði Guðmunds- dóttur, f. 6. apríl 1971. Dóttir þeirra: Telma Guð- rún. Dætur Gerðar: Aðalheiður Ósk Magnúsdóttir og Viktoría Ósk Arnardóttir. b. Ingibjörg Hanna, f. 3. desember 1976. Syn- ir hennar og Emils Þórs Vigfús- sonar: Tómas Nói og Jón Bjarni. 2. Valdimar Borgþór, f. 26. jan- úar 1952, d. 29. ágúst 1953. 3. Borgþór, f. 3. mars 1955, kvænt- ur Svanhildi Sigurðardóttur, f. 2. desember 1957. Synir þeirra: a. Yngvi Magnús, f. 26. mars 1975, og b. Ólafur Jóhann, f. 15. júní 1981, sambýliskona Guð- björg Sigríður Hauksdóttir, f. 8. des 1980. Sonur þeirra: Sig- tryggur Örn. Sonur Sigríðar: Arnór Orri Guðbergsson. 4. Haf- þór Yngvason, f. 8. maí 1957, kvæntur Söruh Brownsberger, f. Nú kveð ég mömmu, minn besta vin og fyrirmynd. Ævistarf hennar var glæsilegt, hún var metnaðar- gjörn, kröfuhörð, vandvirk og heið- arleg. Við fengum agað uppeldi og mikla ást. Hún lagði áherslu á heil- brigt líf, hollan mat, gildi menning- ar og verndun náttúru. Hún gaf okkur gott veganesti. Ég var stolt af glæsilegu mömmu minni, vel klæddri og vel upplýstri. Ung byrjaði hún að vinna við kjólasaum. Hún hannaði og seldi föt og fylgihluti og stund- um mátti ég hjálpa til. Tíu ára fékk ég saumavél, mamma gaf mér efni til að sauma. Ég þurfti að finna út hvað var hægt að gera úr bútunum, þannig örvaði hún sköp- unarkraft minn. Hún hafði þörf fyrir að skapa og hafði mikinn fag- legan metnað. Henni fannst líka gaman að kenna. Ég var 12 ára þegar hún fór um landið til að kenna fatasaum, sem var hluti af atvinnuuppbyggingu stjórnvalda. Síðar á ævinni kenndi hún hand- mennt í grunnskóla og þá skrifaði hún um form og liti, aðferðir og efni, allt sem kom að gangi nem- endum eða kennurum. Mömmu fannst kennsla mjög gefandi, var alltaf tilbúin að miðla og aðstoða. Samband okkar var náið, hún umgekkst mig sem jafningja. Þeg- ar ég byrjaði að fara að út á kvöld- in, sagði hún mér ekki hvenær ég yrði að koma heim; við ræddum málin og hún lét mig setja mér skynsamleg mörk. Hún vakti ekki eftir mér, hún vissi að ég myndi vekja hana þegar heim kæmi. Hún sýndi mér fullkomið traust sem var gagnkvæmt. Við mamma gerðum margt saman. Þegar ég var unglingur bauð hún mér með sér á félagsmálanámskeið, en hún var að hasla sér völl í félagsmálum og pólitík. Við fórum saman á námskeið í myndlist, vefnaði o.fl. Við fórum saman í jarðarfarir, hún lagði ríka áherslu á að kveðja og sýna virðingu. Leikhúsferðir okk- ar voru tíðar frá því ég var lítil stelpa, þangað til hún var gömul kona. Það var mikið lesið, skáld- sögur, leikrit og ljóð. Mömmu tókst aldrei að smita mig af ljóða- áhuga og það tók hana langan tíma að smita mig af fjallaáhuga, en mikið varð hún glöð þegar ég fór að stunda fjallgöngur. Við fór- um saman til útlanda, hana lang- aði að sjá framandi menningu og stórbrotið landslag. Við fórum m.a. til Grænlands, Egyptalands, Álandseyja, Tyrklands og Austur- ríkis, auk Norðurlandanna og Englands. Mamma var alltaf að grúska og skrifa; lífið í Breiðafirði, galdrar á Vestfjöðrum, þjóðmál, jafnrétti, fátt var henni óviðkomandi. Hún lét mig lesa yfir greinar sem var mér lærdómsríkt. Hún skrifaði mest sjálfri sér til gamans, en líka til birtingar í blöðum og tímarit- um. Hún var oft á undan sinni samtíð og vakti athygli með skrif- um sínum. Mamma var Breiðfirðingur og var stolt af uppruna sínum. Hún var ættrækin og á heimilinu var alltaf nóg pláss fyrir alla. Foreldr- ar mínir skildu, þegar þau voru búin að mennta börnin sín og koma þeim úr hreiðrinu. Nokkr- um árum síðar flutti hún norður, þar sem hún kynntist góðum manni honum Sigtryggi. Þau áttu saman falleg ár og skemmtileg áhugamál, m.a. bókmenntir og skógrækt. Nú kveðjum við sterka konu, sem átti merkt lífsstarf og hafði djúp áhrif á mig, sem ég þakka fyrir. Guðrún Björt Yngvadóttir. Tvær blaðagreinar sem mamma skrifaði snemma á átt- unda áratugnum lýsa henni vel. Önnur var um sjósókn breið- firskra kvenna og byggðist á heimildum um konur sem reru á móti körlum. Þær voru fullgildir hásetar og stýrimenn og þótti það ekkert tiltökumál þótt konur sætu undir öllum árum. Hún vissi að sú verkaskipan sem hafði þróast í þjóðfélaginu væri ekki algild og hún hvatti konur til að takast á við hver þau verkefni sem hugur þeirra stóð til. Þannig hvatti hún okkur líka, syni sína og dóttur. Og þannig vona ég að ég hafi hvatt dætur mínar áfram. Mamma hvatti okkur og studdi og ekki síst með fordæmi sínu. Hún tókst ófeimin á við ný og erfið verkefni, hellti sér í kvennabaráttuna og stjórnmálin og hafði mannaforráð mestallan vinnuferil sinn. Hin blaðagreinin var um konur og bæjarmál. Þar hvatti hún kon- ur til að skipta sér ekki bara af heilbrigðis-, skóla- og félagsmál- um, heldur gatnagerð, vatns- og hitaveitu, skipulagi bæjarins og atvinnumálum. „Þessi mál eru sannarlega ekki einkamál karl- manna.“ Þau snerta alla og ekki síst þá sem vinna heima, eins og svo margar konur gerðu. Konur, skrifaði hún, hafa áhuga á um- hverfi sínu, kaupstaðnum sjálfum, og það sem þar gerist kemur þeim við. Hún hélt því fram að bestu stjórnmálaumræðurnar heyrði maður á heimilunum, en ekki hjá þeim fáu sem gefa kost á sér í kosningum. Þannig heimili vildi hún skapa okkur. Það voru alltaf eldhúsborðsumræður heima, kappræður um allt sem máli skipti. Við börnin áttum að hafa skoðanir á hlutunum og geta rök- stutt þær. Allt átti að koma okkur við og alltaf gaf hún sér tíma til að tala um við okkur. Mamma vildi að ég menntaði mig. Menntun var ekki bara mátt- ur heldur menning. Ljóðalestur, leikhúsferðir og heimsóknir á list- sýningar eru ofarlega í minningu minni um mömmu. Þetta var bæði menntun og skemmtun sem hún og systkini hennar stunduðu sam- an af lífi og sál. Hún tók okkur krakkana með því að listar ættu allir að njóta. List er ekki frekar en stjórnmál ætluð fáum útvöld- um. Sjálfstæði mömmu kom skýrt í ljós þegar hún tók sig upp vel á sextugsaldri og réð sig sem ráðs- kona, fyrst á Halldórsstaði og svo á Samkomugerði í Eyjafirði. Fé- lagsmálamanneskjan sem hún var kvaddi borgarlífið upp úr þurru. Hún elskaði sveitina og hafði alltaf gert. Í hennar huga var íslenska menningu að finna í sveitum landsins, þar sem hún hafði þróast meðal sjálfmenntaðra bænda kyn- slóð eftir kynslóð. Hún vildi vera hluti af þeim háskóla. Í Samkomu- gerði kynntist mamma miklum öðlingsmanni, Sigtryggi Jónssyni bónda, og áttu þau mörg góð ár saman. Hlýjan og virðingin sem ríkti milli þeirra var djúp og sönn. Ég þakka honum og samhryggist. Hafþór Yngvason. Hún var vör um sig og gaf sér tíma til að hugsa, þessi stillta og spekingslega kona. Samt hló hún glaðbeitt og fylltist aðdáun yfir minnstu skaparans snilld, falleg- um steinum eða föllnu laufi, hvað þá barnabrosum. Ég kynntist henni 1981. Þá var hún nýfráskilin og búin að kaupa sér íbúð í Hamraborg. Einn góðan dag stakk kærasti minn upp á að rölta heim til mömmu sinnar í sunnudagssteik. Gerðum lítið úr þessu en þegar við komum, úfin og rjóð eftir langa göngu, í ilmandi íbúð hennar fylltist ég spennu, ekki bara vegna þess hve rannsak- andi augnaráð Jóhönnu var held- ur líka vegna þess að hér var sterk, klár, og skemmtileg kona, tilvalin til að ala upp eiginmann, en sonum sínum hafði hún kennt að virða konur sem jafningja inn- an heimilis sem utan. Hún var sposk og naut þess hvað lífið gat verið skondið en var- færni hennar og næmi fyrir líðan annarra gaf til kynna að lífsspeki hennar hefði líka mótast af erfiði og sárum missi. Hún hafði lifað miklar breytingar, kunni að kemba ull og matreiða sel en gat jöfnum höndum bjargað sér í borgarpólitík. Hún notaði viskuna sem þessi breiða reynsla veitti henni til góðs í samfélaginu og til styrktar öllum þeim sem fengu að þekkja hana. Hún hélt röð og reglu með miklum aga en gat líka brugðið á vit ævintýra, frá bókalestri og leikhúsi til utanlandsferða. Við eigum frábærar minningar úr tveimur útilegum með henni. Fór- um um Snæfellsnes í fimm daga látlausri rigningu; þá kenndi hún mér að finna sólskinsstundir í öll- um veðrum. Svo tjölduðum nokkr- ar nætur á Cape Cod, við hjónin, Jóhanna og Sólrún, þriggja ára, í tveggja manna tjaldi. Fáar tengdamömmur þola slíka raun, en Jóhanna gladdist yfir öllu, sér- staklega mannhæðarháu blá- berjarunnunum sem ekki þurfti að krjúpa til að tína af. En fleiri voru yndislegu stundirnar heima hjá henni og við rausnarlega borð- ið þeirra Sigtryggs í Samkomu- gerði, enda vildi Jóhanna helst að allir borðuðu „dálítið vel“ áður en þeir héldu af stað út í lífið frá hennar dyrum. Sarah M. Brownsberger. Í dag kveðjum við Jóhönnu Valdimarsdóttur. Það er erfitt að kveðja góðan vin með fáum orð- um. Ég átti því láni að fagna að kynnast Jóhönnu vel sem heim- alningur á heimili þeirra hjóna er ég kynnist dóttur hennar. Eigin- leikum Jóhönnu vil ég lýsa þannig: Hún var vandvirk, hófsöm og með fágaða framkomu. Stjórnmála- skoðanir okkar fóru oft saman um dagleg málefni, eins og jafnrétti og virðing fyrir samferðafólkinu, en ekki er mér kunnugt um að við höfum nokkurn tímann kosið sama stjórnmálaflokk. Bæði gát- um við verið föst fyrir, en skildum ætíð sem miklir vinir. Hún var einstök í öllu sam- starfi, glettin og lagði flestum gott til. Eitt var það, sem ég mat um- fram aðra þætti, en það var sterk og rökföst réttlætiskennd. Hún kunni sig vel og gerði ekki manna- mun. Jóhanna átti auðvelt með að koma frásagnarlistinni til skila. Allmargar greinar liggja eftir hana, en þeim flíkaði hún ekki. Hún hafði næman skilning á ís- lensku máli og vönduðu málfari. Hún vann að fatahönnun meiri- hluta ævinnar, hæfni hennar til að leysa það starf af hendi var mér lærdómur. Dóttir hennar naut góðs af hönnuninni, var oft til- raunadýr og klæddist flottum föt- um. Dóttir og dótturdóttir hafa erft þessa hæfileika frá Jóhönnu og ófáar flíkurnar og hluti hafa þær hannað. Gaman var að horfa á þær saman við þessa iðju. Börn mín minnast ferðar henn- ar og Yngva afa er þau komu í heimsókn til okkar til Skövde í Svíþjóð, þar sem ég stundaði nám í heimilislækningum. Við nutum sólar, fórum í siglingu, ókum um og nutum fegurðarinnar á sænskri grund. Margs er að minnast, ferðir hérlendis og ferðirnar til útlanda, þar á meðal á skíði og ferðalag til Egyptalands. Hún naut sín í skíðaferð með okkur í Lech þó hún færi ekki á skíði sjálf. Hún fór ein í skíðalyftuna og hitti okkur á mismunandi veitingastöðum í há- deginu og naut samveru með barnabörnum sínum. Hún fór ein í skoðunarferðir um bæinn og sagði okkur frá ýmsu sem við höfðum aldrei tekið eftir. Það þurfti oft lít- ið að gera fyrir hana til að gleðja hana. Síðastliðin ár voru Jóhönnu minni oft erfið. Hún sinnti matar- gerð af dugnaði og festu og reyndi eftir megni að lifa sem eðlilegustu lífi. Þar naut hún fjölskyldu sinnar. En mest þó vináttu Sigtryggs sem var hennar sambýlismaður yfir tvo áratugi. Samband þeirra var mjög ástríkt og samheldnin mikil. Sig- tryggur og Jóhanna báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og voru góð heim að sækja. Andlát hennar kom ekki á óvart og sennilega var hún hvíldinni feg- in. Ég kveð nú Jóhönnu tengda- móður mína með mikilli þökk fyrir vináttu hennar við mig, sem ungur að árum kom inn í fjölskyldu hennar. Árin munu ekki gleymast og minningin um hana skapa gleði hjá mér og fjölskyldu minni. Ég vona að góður guð styrki fjöl- skyldu hennar á erfiðum tímum og vil votta börnum hennar, barna- börnum og barnabarnabörnum samúð mína á þessum erfiða tíma. Ég er viss um að birtan sem staf- aði af nærveru Jóhönnu mun hjálpa okkur öllum við að komast yfir erfitt skilnaðartímabil. Minn- ing Jóhönnu mun lifa með mér um alla tíð. Jón Bjarni Þorsteinsson. Þegar ég var lítil fannst mér gott að vera hjá ömmu því mér fannst hún hafa svo mjúka og ljúfa rödd. En það var auðvitað ekki bara röddin, hún hafði svo góða nærveru, hún hafði raunverulegan áhuga á hvað maður var að fást við og skoðunum manns. Þegar ég eignaðist sjálf börn fannst mér af- skaplega gaman að fylgjast með henni spjalla við þau og umgang- ast á svipaðan hátt. Amma var sjálfstæð nútíma- kona sem fylgdi hjartanu. Ég hef alltaf dáðst að því hjá henni. Hún flutti í Eyjafjörð þegar ég var um 10 ára gömul og hitti ég hana því ekki eins oft og ég hefði viljað en í staðinn fór maður í heimsókn til hennar í sveitina og dvaldi í ein- hvern tíma og naut gæðastunda með henni og lék sér við hressu hundana á bænum. Þegar ég varð eldri og hún var flutt til Akureyrar breyttust ferðirnar í menningar- ferðir og var farið í leikhús og á listasýningar enda höfðum við báðar mikinn áhuga á því. Amma var alla tíð skapandi bæði í vinnu og leik. Hún vann við fatahönnun og hef ég heyrt margar sögur af því frá mömmu hversu mikið hún naut þess og að hún hefði verið ótrúlega smart ungling- ur. Þó að mamma gangi ekki leng- ur í fötum eftir ömmu er hún enn mjög vel klædd enda fékk hún góða skólun í þeim efnum frá byrjun. Amma hafði svo fallegan og skemmtilegan persónuleika. Þeg- ar hún var farin að missa minnið var hún samt ennþá með hnyttna frumlega húmorinn sinn og góðu nærveruna sem einkenndi hana ávallt. Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir. Stuttu fyrir áramót áttum við mamma einstakan dag með ömmu Jóhönnu. Amma var búin að vera slöpp dagana fyrir en þennan dag var hún án hita og vel upplögð þó að lúin væri. Það féll því í okkar skaut að upplýsa hana um okkar hagi og rifja upp góða tíma. Þær samræður kölluðu fram skemmti- legar minningar sem hafa átt sinn þátt í að móta mig og mína. Sem barni þótti mér mikið til matargerðar ömmu koma. Þrátt fyrir góða matarlyst taldi hún mig ávallt geta bætt við nokkrum munnbitum. Til hvatningar sagði hún „borðaðu nú aðeins meira svo þú verðir feitur og fallegur eins og amma“. Ég áttaði mig aldrei al- mennilega á þessari speki, því vissulega var hún falleg en feit var hún ekki. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér var „Framsóknarbrauðið“ hennar. Það var ekki fyrr en togn- aði úr mér að ég uppgötvaði að réttnefni kræsinganna væri „skúffukaka“. Nokkrum árum síð- ar rann upp fyrir mér að nafnið hefði jafnframt eitthvað með stjórnmálaafl að gera. Innan vébanda stjórnmálanna fékk hún tækifæri til að hafa áhrif á samfélag sitt og samferðamenn. Þegar hún hóf feril sinn gáfu fáar konur kost á sér til stjórnmálaum- svifa. Í grein sem birtist eftir ömmu 1970 taldi hún að mismunur á framhleypni kynjanna á opinber- um vettvangi stafaði fyrst og fremst af því að sjálfstraust karl- manna hefði margra alda uppörv- un. Konum hefði hins vegar verið sniðinn svo þröngur stakkur í þjóð- félaginu að þær þyrðu ekki að treysta á sjálfar sig eða kynsystur sínar, jafnvel ekki þær hugmynda- ríkustu og duglegustu. Í sömu grein lagði hún áherslu á að hags- munir kynjanna væru þeir sömu. Því hét hún að leggja hverju máli lið og breytti engu hvort um væri að ræða málefni ungra, aldraðra, karla eða kvenna. Sá tónn sem þarna var sleginn virðist hafa fylgt henni alla tíð, þá sérstaklega að fá kynsystur sínar til að treysta meira á sjálfar sig og minnka bilið milli kynjanna. Það kemur mér því ekki á óvart að hún hafi verið yf- irlýstur stuðningsmaður fyrstu konunnar til að gefa kost á sér til embættis forseta lýðveldisins. Í Kópavogi lagði hún meðal annars sitt á vogarskálarnar til að konur væru upplýstar um lögbundin rétt- indi sín. Þegar hún flutti í Eyja- fjarðasveit nýtti hún þekkingu sína í verkefni sem hvöttu konur til at- vinnusköpunar. Jafnframt skrifaði hún greinar í tímarit, t.a.m. um sjó- sókn breiðfirskra kvenna áður fyrr sem ýmist sátu undir öllum árum eða héldu um stýrið. Ég fyllist stolti þegar ég hugsa til þess sem amma stóð fyrir. Ég er þakklátur fyrir framlag hennar í þágu jafnréttis. Vænst þykir mér þó um að hafa átt hana sem ömmu. Fróða og víðsýna, hjartahlýja og einlæga ömmu. Allt eiginleikar sem ég legg mig fram við að veita komandi kynslóð. Ég kveð nú með sömu orðum og þegar ég kvaddi hana eftir ein- læga og ógleymanlega stund rétt fyrir áramótin, elsku amma, takk fyrir allt – og allt. Þorsteinn Yngvi Bjarnason. Þeim fækkar konunum sem stofnuðu Kvennadeild Barð- strendingafélagsins, en þar var Jóhanna fremst í flokki. Undir- búningsfundur Kvennadeildar var haldinn heima hjá Jóhönnu á Kársnesbraut og þar mættum við eitthvað innan við 20 konur úr Barðstrendingafélaginu til undir- búnings þessum félagsskap, sem stofnaður var með það að mark- miði að bjóða eldri Barðstrending- um í kaffi og skemmtidagskrá á skírdag ár hvert. Félagsskapur- inn hennar Jóhönnu gekk mjög vel og átti fljótlega meiri peninga en bara fyrir skírdagsskemmtun og bauð meðal annars eldra fólki úr Barðastrandarsýslu í dagsferð um Jónsmessuna. Formaðurinn Jóhanna var bæði dugleg og útsjónarsöm við fjáröfl- un Kvennadeildarinnar og dreif okkur hinar konurnar áfram. Við saumuðum meðal annars dúkkuföt sem Jóhanna sneið og seld voru á fjáröflunardaginn. Margir stofn- félagar Kvennadeildar hafa nú tek- ið á móti Jóhönnu í Sumarlandinu og átt með henni góðar og skemmtilegar stundir, eins og við áttum forðum á vinnufundunum. Ég vil með þessum fáu orðum þakka Jóhönnu góða og skemmti- lega samveru á fyrstu árum Kvennadeildar Barðstrendinga- félagsins og votta aðstandendum hennar samúð okkar sem með henni störfuðum. Guð geymi þig og varðveiti kæra Jóhanna. Ásta Jónsdóttir. Jóhanna Valdimarsdóttir HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig, elsku langamma. Arnór Orri og Sigtryggur Örn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.