Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Það var glaðbeittur hópur ung- menna, sem settist í 1. bekk Barnaskólans á Ísafirði haustið 1958, púkar úr neðribæ, Krókn- um og efribæ. Að vísu höfðum við aðeins kynnst í þriggja vikna vor- skóla fyrr á árinu. Þarna um haustið mynduðust ný vinabönd og eldri styrktust. Í dag getum við sagt já lengi býr að fyrstu gerð. Það er með ólíkindum hvað Kristján Bjarni Guðmundsson ✝ Kristján BjarniGuðmundsson fæddist á Ísafirði 6. september 1951. Hann lést á krabba- meinslækn- ingadeild Landspít- alans 16. desember 2013. Útför Kristjáns fór fram frá Bessa- staðakirkju 23. des- ember 2013. þessi hópur, árgang- ur 1951, hefur verið samstilltur í gegn- um tíðina. Við hitt- umst reglulega, rifj- um upp gömul bernskubrek, en fyrst og síðast end- urnýjum við gömul kynni og treystum vináttuböndin. Mað- urinn með ljáinn hefur ekki hlíft okk- ar hópi, nú síðast kvaddi hann burt kæran félaga, Kristján B. Guðmundsson, sem eftir baráttu við illvígan sjúkdóm varð undan að láta. Á slíkum tímamótum leit- ar hugurinn til baka, til áhyggju- lausu æskuáranna, til kennar- anna, sem lögðu sig í framkróka við að gera okkur að nýtum sam- félagsþegnum. Kitti Bjarni, eins og Kristján var venjulega kallað- ur, naut þeirrar sérstöðu fram yf- ir flest okkar hinna skólasystkin- anna að eiga afa og ömmu, sem voru bændur og bjuggu meira að segja á Kirkjubæ í Skutulsfirði. Þar kynntist hann ungur að árum umgengni við ferfætlinga og umönnun þeirra. Kannski hefði Kitti Bjarni viljað verða bóndi, en löngun hans og þrá eftir nýrri vitneskju og reynslu komið í veg fyrir það. Í skóla var Kitti Bjarni eins og við hin, lærði það sem fyr- ir var sett og skilaði þeim verk- efnum sem til var ætlast. Snemma bar á því að hann hafði góða stærðfræðigáfu og velti hlut- unum fyrir sér, oft frá öðru sjón- arhorni en okkur hafði verið kennt. Hann sat við sinn keip og oftar en ekki þurftu kennarar að láta undan þrákelkni hans, Kitti Bjarni hafði nefnilega oftar en ekki rétt fyrir sér. Kannski voru það þessi eigindi í fari Kitta Bjarna sem réðu því að hann lærði rafvirkjun og vann við þá iðn alla tíð. Máltækið segir snemma beygist krókurinn. Kitti Bjarni gerðist ungur skáti og varð síðar einn af öflugustu mönnum í Hjálparsveit skáta á Ísafirði. Hann var frumkvöðull í að þjálfa hunda til að leita að fólki í fönn og lagði á sig og fjölskylduna ómælda vinnu við þjálfun þeirra. Í fyrstu hafði fólk ekki mikla trú á þessu, en sem fyrr fylgdi Kitti Bjarni sannfæringu sinni. Við hin hræðilegu snjóflóð hér á svæðinu sönnuðu hundarnir gildi sitt og fólki varð ljóst mikilvægi þeirra við slíkar aðstæður. Öll tilheyrum við einhverjum hópi og finnst það sjálfsagt, hvað alls ekki er, nema við leggjum okkur fram til þess að styrkja hópinn. Kitti Bjarni var ekki þeirrar gerðar að vera bara þiggjandi. Nei hann lagði ætíð sitt af mörkum, hvað hann sýndi svo glögglega er hann kom á árgangs- hitting okkar í lok ágúst sl., þá með langt genginn sjúkdóm. Hann kom þar miklu fremur af vilja en mætti, hann kom til þess að styrkja hópinn. Með brott- hvarfi Kitta Bjarna er skarð fyrir skildi. Við þökkum honum sam- fylgdina. Helgu eiginkonu, börn- um, tengdabörnum og ættingjum öllum sendum við okkar hjartan- legustu samúðarkveðjur. Minn- ing góðs manns lifir. F.h. árgangs 1951 á Ísafirði, Guðríður, Smári og Þorsteinn. Horfin er á braut mín elskulega systir og vinkona. Brynhildur var einstök kona, sjálfri sér samkvæm og fórnfús. Hún hafði einstaka lífs- sýn og voru ráðleggingar henn- ar sjaldan af verri endanum. Margar minningar koma upp í huga mér þegar ég hugsa til systur minnar hennar Brynhild- ar. Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til að ferðast með henni til Ítalíu sumarið 2001. Brynhildur Maack Pétursdóttir ✝ Brynhildur Ma-ack Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 18. sept- ember 1945. Hún lést 7. desember 2013. Útför hennar fór fram frá Fossvogs- kirkju 20. desem- ber 2013. Einn daginn fórum við í verslunarferð og keyptum okkur hnífapör, en þegar við komum á hót- elið sem við dvöld- um á kom í ljós að ekki höfðu allir hlutir skilað sér sem við höfðum keypt. Brynhildur vildi strax fara til baka og gera kröfu um að fá þá hluti sem við höfð- um keypt, sem og við gerðum, og sá hún um að fá hlutina til baka. Brynhildur hafði árin áð- ur stundað enskunám og nýtti hún kunnáttu sína vel í þessari ferð. Brynhildur var mér góð syst- ir. Hún kenndi mér margt og hlustaði alltaf á það sem ég hafði að segja. Ég er afar þakk- lát fyrir þau fjölmörgu ár sem ég átti í samvistum við hana og mun ég hafa lífssýn hennar mér að leiðarljósi. María systir. Hinn 7. desember síðastliðinn lést Brynhildur Maack Péturs- dóttir, kær frænka mín. Bryn- hildur var öðru fremur góð- hjörtuð og full kærleiks; hún var ávallt tilbúin til að aðstoða og styðja aðra. Brynhildur var ekki eingöngu góðhjörtuð manneskja heldur jafnframt skynsöm, vitur og dugleg, enda leituðu margir ráða hennar þeg- ar á þurfti. Fljótlega eftir að ég fór að velta fyrir mér minningum mín- um um Brynhildi varð mér ljóst að ég ætti eingöngu góðar og jákvæðar minningar um hana. Aldrei minnist ég þess að Bryn- hildur hafi hallmælt öðrum eða sýnt af sér fjandskap í garð annarra. Úr mörgum minning- um er að taka og á ég margt Brynhildi að þakka. Sú minning sem mig langar að rifja upp lýs- ir henni ekki endilega sem best en hún hefur þó ákveðna þýð- ingu fyrir mig. Minningin snert- ir ekki gjörðir eða visku Bryn- hildar heldur hennar eigin drauma. Mér er ómögulegt að muna í hvaða tilefni eða sam- hengi hún tjáði mér þessa drauma en eflaust var það í tengslum við það þegar ég hóf störf sem afleysingamaður í lögreglunni á Suðurnesjum. Með bros á vör og af mikilli ein- lægni tjáði hún mér lágum rómi, inni á skrifstofu sinni í Rauðahjallanum, að oft hefði hana dreymt um að fást við lausn ráðgátna og dularfullra morðmála. Eflaust hefur áhugi hennar á spennusögum haft áhrif á þessa drauma hennar. Þótt hún hafi ekki fengist við slík störf má vafalaust segja að Brynhildur hafi leyst margar ráðgáturnar og lyft hulunni af mörgum vandamálum sinna nánustu í gegnum tíðina. Er það ósk mín og von að ég geti lifað lífi mínu af eins mikl- um kærleik og góðvild og Bryn- hildur. Líf, heilræði og viska Brynhildar mun án efa verða afkomendum hennar og öðrum sem hana þekktu leiðarvísir um gott og kærleiksríkt líf. Mun Brynhildur þannig lifa með af- komendum sínum og ættingjum um ókomin ár; þar sem við sem eftir erum hljótum lærdóm af visku, heilráðum og lífi hennar sem áhrif hefur á hugsun okkar og gjörðir. Daði Heiðar. Brynhildur frænka mín sýndi mér ætíð hlýju, góðsemi og virðingu, sama hvernig aðstæð- ur mínar voru. Á ákveðnu tíma- bili í æsku minni eyddum við systkinin sérstaklega tíma með Brynhildi og Ægi, og gerðu þau með okkur ýmsa skemmtilega hluti. Þau fóru með okkur í sumarbústaðinn sinn, í bíó og fleira. Einna helst man ég eftir því að þegar ég var á tólfta ald- ursári fórum við Brynhildur saman í Kringluna að versla. Í einni verslun langaði mig í ákveðinn bol en hún lét mig velja annan þar sem hinn var of fleginn. Hún var fáguð og virðu- leg í klæðnaði og tel ég það hafa haft áhrif á orð hennar. Ég hitti Brynhildi í síðasta skiptið rúmlega viku fyrir and- lát hennar. Hún var bjartari yf- irlits en hún hafði verið und- anfarin ár og ég fann fyrir von í orðum hennar. Ég sagði við hana að ég myndi hugsa til hennar, hún svaraði og sagðist einnig hugsa til mín. Þetta voru síðustu orðin sem við skiptumst á og veit ég að þau munu alltaf gilda. Brynhildur mun ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mínu og mun ég aldrei gleyma öllu því sem hún kenndi mér. Aðalheiður Helga Kristinsdóttir. HINSTA KVEÐJA Brynhildur frænka reyndist mér einstaklega góð þegar ég veiktist fyrir nokkrum árum. Hún og Ægir hugsuðu vel um mig á meðan mamma var í út- löndum og er ég sérstak- lega þakklátur henni fyrir það sem og hlýjuna sem hún sýndi mér. Bryngeir Ari Elskuleg systur- dóttir okkar, sem lést af slysförum, var bor- in til grafar föstudag- inn 10. janúar. Á augabragði er lífið breytt, Dagný Ösp farin. Það geislaði af henni Dagnýju okkar frá fyrstu tíð. Hún hafði svo lifandi og einlæga framkomu. Hlúði alltaf að öllum, mönnum og málleysingjum. Hún vildi alltaf hafa fullt af fólki í kringum sig, ekki síst fjölskylduna. Hún var alltaf alsæl í faðmi fjölskyldunnar, með foreldrum sínum og systkin- um, skemmti sér svo vel með þeim og var svo innilega stolt af þeim öllum. Það hefur verið yndislegt frá fyrstu tíð að fylgjast með systrakærleikanum hjá Dagnýju og Thelmu Rún, einstakt og ógleymanlegt. Litlu munaði að hún Dagný væri frá okkur tekin þegar hún var sex ára, er hún fékk bráða heilahimnubólgu og var hætt komin. Síðan þá höfum við fengið að Dagný Ösp Runólfsdóttir ✝ Dagný Ösp Run-ólfsdóttir fædd- ist 20. janúar 1992. Hún lést 30. desem- ber 2013. Útför Dag- nýjar Aspar fór fram 10. janúar 2014. njóta hennar í ynd- isleg 15 ár. En lífið var rétt að byrja hjá þessari elsku. Vorið 2012 lauk hún stúdents- prófi frá Mennta- skólanum á Laug- arvatni, þar sem hún var fjóra vetur og eignaðist mikið af góðum vinum. Að því loknu ákvað hún að vinna í eitt ár og íhuga hvert halda skyldi. Nú í haust var svo ákvörðun tekin og hóf hún nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Haustönnina keyrði hún á milli Hveragerðis og Reykjavíkur flesta daga, en nú skyldi verða breyting á, því hún fékk óvænt íbúð á stúdentagörðum. Nýir og spennandi tímar blöstu við henni. Ferðin, eða flutningurinn til Reykjavíkur hinn 29. desember sl., fór öðruvísi en til stóð. Hún flutti annað og lengra. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér að ávallt geymi þig Guð í hendi sér (Írsk blessun. Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Við kveðjum elsku Dagnýju með söknuði og biðjum góðan guð að styrkja Guðrúnu Hönnu systur okkar, Runólf mág okkar, systkini Dagnýjar og ömmur og afa í þess- ari miklu sorg. Hvíli hún í friði. Hafdís Ósk og Halla. Yndisleg stúlka og vinkona mín, Dagný Ösp, er farin frá okk- ur. Langar mig að kveðja hana með fáeinum orðum í þakklætis- og minningarskyni. Við Dagný hittumst fyrst að- eins nokkurra vikna gamlar, árið 1992, en við erum báðar fæddar í janúar það ár, með tíu daga milli- bili. Mínar fyrstu minningar um Dagnýju eru í kringum fimm til sex ára aldurinn, Dagný með stutt og hrokkið hárið. Við bjuggum báðar í Heiðarbrúninni á þessum tíma. Ég man þegar fjölskylda hennar var að flytja úr Heiðar- brún 9 í annað hús í Heiðarbrún- inni, rétt um 100 metra frá. Við stöllur vorum að leik og var okkur treyst til að flytja ýmislegt smádót í poka yfir í nýja húsið, auk heima- símans. Eitthvað var þó dótið lengi á leiðinni því við tylltum okk- ur á gangstéttina á miðri leið og lékum okkur með heimasímann (sem þá voru yfirleitt stórir og miklir, með tóli á snúru). Það var svo ekki fyrr en síðustu árin í grunnskóla, eftir að Dagný flutti aftur heim frá Reykjavík, sem við urðum nánar vinkonur. Við vorum saman í körfuboltanum og áttum við svo ótrúlegan einka- húmor saman. Mér eru minnis- stæðar morgunæfingarnar hjá Daða Steini, það sem við gátum hlegið saman, bara við tvær, klukkan sjö að morgni. Allar keppnisferðirnar, skólaferðalögin, utanlandsferðirnar til Danmerkur og Serbíu, skólaböllin, vinkon- uhittingar og fleira; minnist ég alls sem hlæjandi með Dagnýju mér við hlið. Hún var með svo smitandi hlátur, og sá alltaf það fyndna út úr öllu. Fjórtán ára héldum við einnig sameiginlegt af- mælispartí á Pizza, enda bara nokkrir dagar á milli afmælanna okkar. Fyrir skólaböllin, árshátíð- arnar og útskriftina hittumst við vinkonurnar, fimm talsins, alltaf heima hjá Dagnýju til að mála okkur og gera okkur til. Ó, hvað þetta var skemmtilegur tími. Eftir grunnskóla dvínaði aðeins okkar samband, þar sem við fór- um hvor í sinn framhaldsskólann. Dagný fór á Laugavatn og eign- aðist þar fullt af vinum. Alltaf hitti maður hana samt annað slagið úti á lífinu eða á körfuboltaleikjum. Auk þess hittumst við mikið á sumrin, þá var hún í Hveragerði. Ég var líka svo heppin að vinna með Dagnýju á Hótel Örk núna í seinni tíð. Þá einkenndust vaktirn- ar yfirleitt af hlátri, djóki og slúðri, þegar tími gafst. Elsku Dagný mín, ég kveð þig nú í hinsta sinn á afmælisdaginn minn. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar í gegnum árin. Minn- ingarnar frá grunnskólaárunum geymi ég vel. Ég man þinn hlátur, ég man þitt bros. Jenný Harðardóttir. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við fráfall og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, stjúpmóður, ömmu, systur og mágkonu, HALLDÓRU BERGÞÓRSDÓTTUR, Litlahjalla 1. Andrés Andrésson, Andrés Andrésson, Íris Andrésdóttir, Anna Rut Guðmundsdóttir, Bergþór Andrésson, Erla Björk Tryggvadóttir, Jón Þór Andrésson, Erla Erlendsdóttir, Eyjólfur Bergþórsson, Nanna Bergþórsdóttir, Ólafur Kjartansson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og bróðir, GUNNAR R. JÓSEFSSON FELZMANN, lést miðvikudaginn 15. janúar á líknardeild Landspítala, Kópavogi. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 22. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. Hrafnhildur B. Sigurðardóttir, Anna María F. Gunnarsdóttir, Friðrik G. Friðriksson, Styrmir Friðriksson, Hilda Björk Friðriksdóttir, Sigrid Anna Jósefsdóttir, Yngvi Örn Guðmundsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæru JÓHÖNNU SIGRÚNAR ARNBJARNARDÓTTUR frá Selfossi. Arna Viktoría Kristjánsdóttir, Ingvar Berg Steinarsson, Ásgeir Ísak Kristjánsson, Kristján Bjarni Jóhannsson, Hrafnkell Flóki Kristjánsson. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, ÞORSTEINS JÓHANNESSONAR verkfræðings, Hverfisgötu 27, Siglufirði. Sérstakar þakkir til Friðbjörns Sigurðssonar læknis, Ingu Margrétar Skúladóttur hjúkrunarfræðings á FSA og starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar á Siglufirði fyrir hlýju og góða umönnun. Helga Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Elín Þorsteinsdóttir, Frosti Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.