Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. J A N Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  24. tölublað  102. árgangur  FJÖLBREYTT OG FRAMSÆKIN DAGSKRÁ HÆSTU FJÖLL OG DÝPSTU FIRÐIR MYNDBANDS- VERK AÐ NÆTUR- LAGI Á RÚV SÖGUR OG MYNDIR FRÁ GRÆNLANDI 10 YFIR 30 HÖFUNDAR 31MYRKIR MÚSÍKDAGAR 10 Áheyrendur hylltu bandaríska tónskáldið Philipp Glass og meðleikara hans, þau Víking Heiðar Ólafs- son og Maki Namekawa, ákaft í lok tónleika þeirra í Hörpu í gærkvöldi. Þau fluttu 20 etýður Glass sem eru flokkur píanóverka sem hann hefur samið á rúmlega tveimur áratugum. Glass, sem er eitt virt- asta tónskáld síðustu áratuga, lék sjálfur sjö etýð- anna, Namekawa sjö og Víkingur Heiðar sex. Túlk- uðu þau verkin hvert með ólíkum hætti. Þau endurtaka flutninginn í Gautaborg á fimmtudag. Morgunblaðið/Kristinn Glæsilegur flutningur á verkum tónskáldsins Philips Glass í Hörpu Glass og meðleikarar ákaft hylltir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er óheppilegt skref af hálfu Mariu Damanaki og hefur slæm áhrif á samninga- ferlið,“ sagði Jacob Vestergaard, sjávar- útvegsráðherra Færeyja, við Morgunblaðið í gærkvöldi, í tilefni af þeim ummælum sjávarútvegsstjóra ESB að Íslend- ingar og Fær- eyingar hafi frest út vikuna til að ná samkomulagi í makríldeilunni. Annars muni ESB semja beint við Norðmenn. Þá muni ESB beita Færeyjar og Ísland refsiaðgerðum ná- ist samningar ekki. Damanaki lýsti þessu yf- ir í samtali við þýska tímaritið Der Spiegel, en úrslitatilraun er nú gerð í Bergen til að ná samkomulagi í deilunni. Munu gefa út makrílkvóta einhliða Vestergaard segir ESB ekki geta beitt Færeyjar frekari refsiaðgerðum umfram nú- verandi refsiaðgerðir vegna síldveiða Fær- eyinga. Slitni upp úr viðræðum muni Fær- eyingar gefa út einhliða makrílkvóta. Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samn- inganefndar Íslands í deilunni, sagði engin tíðindi af fundinum í Bergen. Hann myndi að svo stöddu ekki tjá sig um ummælin. Øystein Hage, ritstjóri norska útvegs- blaðsins Fiskeribladet Fiskaren, hafði eftir norskum samningamönnum að þeir væntu þess að samningar næðust í dag. Þeir krefj- ist 1,2-1,3 milljóna heildarkvóta. Samkvæmt Der Spiegel neitar Damanaki að fara upp fyrir 890.000 tonn og virðist deilan því í hnút. Hótar refsiað- gerðum  ESB gefur Íslandi lokafrest í makríldeilu Tjá sig ekki » Hvorugur tals- manna Daman- aki svaraði ósk um viðtal. » Í síðustu viku hafði Morgun- blaðið eftir heimildum hjá ESB að Noregur væri að einangr- ast í deilunni.  „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að tryggja staðsetningu verksmiðjunnar hér á landi. Samn- ingurinn felur í sér afslætti af gjöldum og sköttum. Fyrir vikið verður miklu einfaldara og hag- felldara að reisa verksmiðjuna hér,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, í tilefni af undirritun fjár- festingarsamnings um byggingu verksmiðju á Ásbrú á Reykjanesi sem framleiða mun örþörunga. Að hans sögn komu aðrir staðir til greina þar sem orkuverð er lægra. Fjárfestirinn er norska fyrirtækið Nutraq en það fram- leiðir fæðubótarefni. Fyrirtækið nýtir sér fjárfestingarleið Seðla- bankans en verksmiðjan kostar 2 milljarða. baldura@mbl.is »16 Ívilnanir tryggðu staðsetninguna Ljósmynd/Iðnaðarráðuneytið Tilraunir Skarphéðinn og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðaráðherra á Ásbrú í gær.  „Það er þörf fyrir fjölbreytt- ara vöruúrval fyrir þá sem vilja lifa eðlilegu lífi með óþol,“ segir Jón von Tetzchner sem fjárfesti í mjólk- urvinnslunni Örnu í Bolung- arvík fyrir áramót. Hún sérhæfir sig í mjólkurvörum fyrir þá sem eru með mjólkuróþol. Hann segir að markaðurinn hér á landi sé nógu stór, enda sé Arna lítið fyrir- tæki. „Fyrirtækið á möguleika á að sækja út fyrir landsteinana,“ segir Jón. »16 Fjárfesti í Örnu í Bolungarvík Jón von Tetzchner Guðmundur Magnússon Baldur Arnarson Meirihluti Samfylkingar, Framsókn- arflokks og óháðra og Vinstri grænna í bæjarstjórn Akraness er fallinn samkvæmt nýrri könnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands fyrir Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn bætir miklu við sig frá kosningunum 2010, fer úr 25,2% í 34,1% í könnuninni. Samfylk- ingin tapar hins vegar miklu fylgi, fer úr 34,8% árið 2010 í 23,4%. Framsóknarflokkurinn tapar líka fylgi, samkvæmt könnuninni, fer úr 23,8% fylgi í 16,8%. Jafnframt minnkar stuðningur við VG, þar fer fylgið úr 16,3% í 10,2% nú. Björt framtíð mælist fjórði stærsti flokkurinn með 12% fylgi og er því mitt á milli Framsóknar og VG. Núverandi meirihluti fengi fjóra fulltrúa í bæjarstjórn í stað þeirra sjö sem hann hefur núna, verði úrslit kosninganna 31. maí nk. í samræmi við könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Meirihlutinn á Akranesi er fallinn  Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Fylgi flokka í bæjarstjórn Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 15.-23. janúar 2014. Sjálfstæðisflokkurinn 34,1% Samfylkingin 23,4% Framsóknarflokkurinn 16,8% Björt framtíð 12,0% Vinstri - grænir 10,2% Píratar 3,6% Aðrir 0,0% 34,1% 23,4% 16,8% 12,0% 10,2% 3,6% MSkoðanakönnun »14-15  Börn á grunn- skólaaldri geta þurft að bíða í yf- ir tólf mánuði eftir að komast að hjá Grein- ingar- og ráð- gjafarstöð ríkis- ins, en þó er reynt að sinna yngri börnum fyrr. Tilvísunum er forgangsraðað á grundvelli frumgreiningar. „En við önnum ekki nærri því öllu sem er leitað til okkar með,“ segir Stefán J. Hreið- arsson, barnalæknir og for- stöðumaður stöðvarinnar. Um leið og frumgreining liggi fyrir eigi að byrja að veita börnum aðstoð í samræmi við hana. »12 „Við önnum ekki nærri því öllu“ Stefán J. Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.