Morgunblaðið - 29.01.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rektorar Háskólans á Bifröst og
Landbúnaðarháskóla Íslands undir-
rituðu í gær rammasamning um
samstarf skólanna. Felur það í sér
m.a. samstarf vegna nýrrar náms-
brautar í grunnnámi í matvæla-
rekstrarfræði á Bifröst.
„Námið byrjar sem grunnnám.
Við erum ekki komin svo langt í
skipulagningu að sjá fyrir okkur
meistaralínur,“ segir Vilhjálmur Eg-
ilsson, rektor Háskólans á Bifröst.
Spurður um markmiðið segir
Vilhjálmur að hugsunin sé fyrst og
fremst sú að auka gæði og fag-
mennsku við vinnslu, sölu og dreif-
ingu matvæla. Horft sé til tækifæra í
rannsóknum og vöruþróun og til að
ná fram meiri virðisauka með auk-
inni hagkvæmni í virðiskeðjunni.
Ferskleikinn mikilvægur
„Þá er ég ekki aðeins að tala um
framleiðsluna, heldur dreifingu og
flutninga. Þetta snýst um aukna
hagkvæmni og m.a. að halda vörunni
ferskri í gegnum alla keðjuna. Það
er mikill vandi að stýra vörum með
takmarkaðan líftíma þannig að sóun
sé sem minnst. Þetta er líka spurn-
ing um gæðakerfi og rekjanleika,
hvernig upplýsingatæknin er nýtt til
að stýra vöruflæðinu í kerfinu öllu.
Markmiðið er að vera í fremstu
röð. Ísland er mikið matvælafram-
leiðsluland og kemur til með að vera
það. Matvælageirinn verður ein af
sterkustu stoðum atvinnulífsins um
fyrirsjáanlega framtíð. Við sjáum
því mikil tækifæri í að styrkja okkar
samkeppnishæfni á öllum sviðum
sem snúa að matvælum.“
Bæði Vilhjálmur og Ágúst Sig-
urðsson, rektor á Hvanneyri, sögðu
samstarfið ekki mundu hafa nein
áhrif á hugmyndir um sameiningu
Landbúnaðarháskólans og Háskóla
Íslands. Verði af sameiningu eigi
það ekki að hafa áhrif á samstarfið.
Ýta úr vör námsbraut í
matvælarekstrarfræði
Ljósmynd/Björn Stefánsson
Rektorar Ágúst og Vilhjálmur
handsala samkomulagið.
LBHÍ og Bifröst
hefja samstarf
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Fólk breytist í smákónga á stórum
bílastæðum eins og við Korputorg.
Það laðar fram það versta í öku-
mönnum. Þeir sýna óæskilega hegð-
un; keyra upp á gangstétt, þó að
næg bílastæði
séu laus. Því
stærri bílaplön
þeim mun verri
verður hegð-
unin,“ segir
Hulda Dagmar
Magnúsdóttir um
hegðun fólks á
bílaplönum.
Þetta var
rannsóknarefni
hennar í
meistaraprófsritgerð í umhverfis-
og auðlindafræði við Háskóla Ís-
lands.
Hulda Dagmar sat og vaktaði
fjögur bílaplön í margar klukku-
stundir og skráði niður það sem
fyrir augu bar. Þá lagði hún einnig
fyrir spurningakönnun til að rýna
betur í hegðun ökumanna.
Bílastæðaplönin voru við Korpu-
torg, Háskóla Íslands, í Skeifunni
og Spönginni í Grafarvogi. Sýnu
verst var hegðun ökumanna á
Korputorgi.
Var svín í umferðinni
Svörum úr spurningakönnun og
hegðun á bílaplaninu bar ekki sam-
an; fólk hagaði sér verr en það við-
urkenndi. „Það hefur eflaust verið
ómeðvitað. Ég skil þessa hegðun al-
veg sjálf því ég var algjört svín áð-
ur en ég fór að velta fyrir mér
akstri á bílaplönum,“ segir Hulda
Dagmar.
Spurð hvort veðrið hafi haft áhrif
á hegðunina, svarar hún því til að
þurft hefði að rannsaka það yfir
lengri tíma til að fá marktækar nið-
urstöður.
„Niðurstöðurnar undirstrika að
hanna þurfi bílastæði vel og leggja
metnað í þau. Mörg hver eru vel
hönnuð en önnur eru aðeins stór
malbikaður flötur,“ segir Hulda.
Hún bendir einnig á að tiltölulega
auðvelt sé að fá bílastæði á Íslandi
en offramboð af þeim ýti undir að
þau missi gildi sitt. Fólk beri ekki
virðingu fyrir þeim og leggi eins ná-
lægt verslunum og það mögulega
geti. Hún bendir á að mikilvægt sé
að finna milliveginn til að stýra
hegðun fólks á bílaplönum.
„Huga þarf einnig að gangandi
vegfarendum. Í Skeifunni er lítið
pláss fyrir þá. Þar keyra allir á milli
staða, vegalengdir sem hægt er að
ganga ef þær væru vel tengdar.“
Spöngin kom vel út og bílastæðið
þar þjónar þeim tilgangi sem það
var hannað fyrir. Háskólasvæðið
kom einnig vel út. Þar eru bílastæði
af skornum skammti og virðing bor-
in fyrir þeim.
Bílastæðin ekki ókeypis
Hulda Dagmar segir að þegar
skoðað sé viðhorf Íslendinga til
bílastæða, eins og það birtist í blöð-
um og tímaritum frá 1950, komi í
ljós að sú hugsun sé rótgróin að hér
séu næg og ókeypis bílastæði.
Nauðsynlegt sé að upplýsa fólk um
að bílastæði séu í raun ekki ókeypis
heldur þurfi að greiða fyrir þau
með einum eða öðrum hætti.
„Við tökum land undir þau auk
þess ýta þau ekki undir fallegan
borgarbrag,“ segir Hulda.
Breytast í smá-
kónga á stórum
bílastæðum
Stór bílaplön ýta undir óæskilega
hegðun ökumanna Korputorg verst
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Korputorg Ökumenn sýna óæski-
lega hegðun á stórum bílaplönum.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þingsályktunartillagan um fullgild-
ingu fríverslunarsamnings Íslands
og Kína, verður að öllum líkindum
afgreidd frá Alþingi í dag. Þó að
samningurinn sé umdeildur, ekki
síst vegna stöðu mannréttindamála í
Kína, hefur að mestu verið breið
samstaða meðal þingmanna um að
Alþingi heimili fullgildingu hans.
Samningurinn kveður á um niður-
fellingu tolla á öllum helstu útflutn-
ingsafurðum Íslendinga og nær
einnig til þjónustuviðskipta á borð
við ferðaþjónustu og sjóflutninga.
Fulltrúar samtaka í atvinnulífinu
hafa hvatt mjög til þess að samning-
urinn verði fullgiltur sem fyrst enda
séu miklir hagsmunir undir og stór
sóknarfæri bæði í innflutningi og út-
flutningi. Niðurfelling tolla á sjávar-
afurðum skipti gríðarlegu máli en
sjávarafurðir eru um 90% alls vöru-
útflutnings til Kína. Samtök versl-
unar og þjónustu segja í umsögn til
þingsins að allt bendi til þess að gild-
istaka hans muni leiða til stóraukins
innflutnings á vörum frá Kína.
Samningurinn nær aðallega til
vöruviðskipta en opnar ekki á frek-
ari fjárfestingarheimildir eða á
frjálst flæði vinnuafls milli landanna.
Allir nefndarmenn í utanríkismála-
nefnd, skrifuðu undir nefndarálit og
mæltu með samþykkt tillögunnar að
Guðlaugi Þór Þórðarsyni frátöldum
sem var fjarverandi við afgreiðslu
málsins. Árni Þór Sigurðsson og Ótt-
arr Proppé skrifuðu undir með fyr-
irvara um að samkomulag Íslands og
Kína um samstarf á sviði vinnumála
verði einnig formlega samþykkt.
Gagnrýnir andvaraleysi
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pí-
rata, er áheyrnarfulltrúi í utanrík-
ismálanefnd. Hún er algerlega and-
víg fríverslunarsamningnum, ekki
síst vegna mannréttindabrota í Kína,
kúgunar kínverskra stjórnvalda á
Tíbetum, nauðungarvinnu fanga og
skerts tjáningarfrelsis. Birgitta seg-
ist í samtali einnig óttast að afleið-
ingarnar yrðu mjög slæmar fyrir ís-
lenskt samfélag. Þess hafi t.d. gætt í
löndum sem hafi gert nánast alveg
eins orðaða samninga við Kína, að
kínversk fyrirtæki hafi náð undir-
tökunum í t.d. stórum verkum í út-
boðum og innlendu fyrirtækin ekki
átt nokkra möguleika á að keppa við
þau. Segist hún ekki síður hafa
áhyggjur af afleiðingum fríverslun-
arsamkomulagsins í tengslum við ol-
íuleitina á Drekasvæðinu og sérleyfi
til kínversks orkufyrirtækis. „Mér
finnst andvaraleysi stjórnmála-
manna mjög mikið. Ég óttast að fólk
skilji ekki alveg hvaða þýðingu þetta
getur haft til lengri tíma litið,“ segir
hún. Í nefndaráliti utanríkismála-
nefndar kemur fram að nefndin
fjallaði ítarlega um stöðu mannrétt-
indamála í Kína og hvaða áhrif
samningar um frjáls viðskipti hefðu.
,,Að sjálfsögðu hafa við meðferð
málsins í utanríkismálanefnd komið
fram margvíslegar áhyggjur af stöðu
mannréttindamála í Kína og það
endurspeglast í nefndarálitinu,“ seg-
ir Birgir Ármannsson, formaður ut-
anríkismálanefndar.
„Athugasemdirnar snúast ekki
um samninginn sjálfan eða um efna-
hagslegar afleiðingar hans heldur
miklu frekar um hvort það sé yfir
höfuð rétt og siðlegt að gera við-
skiptasamning við land sem hefur
stjórnarfar eins og Kína. Allir nefnd-
armenn veltu þeirri spurningu mikið
fyrir sér,“ segir hann. Niðurstaðan
hafi orðið sú að það væri líklegra til
árangurs við að koma sjónarmiðum í
mannréttinda málum á framfæri við
kínversk stjórnvöld að auka frekar
samskipti landanna en að draga úr
þeim.
Óttarr Proppé segir mjög mikil-
vægt að samkomulagið um samstarf
á sviði vinnumála verði staðfest þar
sem Kínverjar skrifi upp á og skuld-
bindi sig til að virða grunnatriði
vinnumarkaðssáttmála Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar. Hann
segir þingmenn Bjartar framtíðar
styðja samninginn en með fyrirvör-
um og séu á varðbergi vegna fregna
af mannréttindamálum í Kína. ,,Al-
mennt séð styðjum við frjáls við-
skipti og teljum ekki að í þessum
samningi felist raunbreyting á sam-
skiptum ríkjanna,“ segir hann.
Morgunblaðið/Golli
Alþingi Í nefndaráliti utanríkismálanefndar segir að búist sé við að Kína taki við sessi Bandaríkjanna sem stærsta
hagkerfi heims innan 10 ára og mikil tækifæri felist því í fríverslunarsamningi Íslands og Kína.
Greiða atkvæði um
umdeildan samning
Miklir hagsmunir en á varðbergi vegna mannréttindamála
Hulda Dagmar
Magnúsdóttir
Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800
Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is
Öðruvísi flísar