Morgunblaðið - 29.01.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014
ALLT
á einum stað!
Lágmarks biðtími www.bilaattan.is
Dekkjaverkstæði
Varahlutir
Bílaverkstæði
Smurstöð
Ragnar Arnalds, fyrrverandifjármálaráðherra, fjallar á
Vinstri vaktinni um skrítluna um að
ljúka beri „samningaviðræðum“
sem ekki hafa farið fram og minnir
á vafningalaus svör Sigrúnar
Magnúsdóttur þingflokksformanns
við spurningu um almannakosn-
ingu um skrítluna:
Við sögðum aðvið myndum
aldrei ganga í Evr-
ópusambandið
nema að undan-
genginni kosningu
og við ætlum ekkert
að ganga í Evrópu-
sambandið. Þannig
að það þarf enga
kosningu.“
„Ég sé ekki
ástæðu til þess,“
svaraði Sigrún þeg-
ar spurt var hvort
efna skyldi til þjóðaratkvæða-
greiðslu um framhald aðildar-
viðræðna við Evrópusambandið.
Hitt er svo allt annað mál að nú-verandi stjórnarflokkar hétu
því að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu ef til þess kæmi að stjórnin
vildi endurvekja viðræðurnar við
ESB.
En það stendur sem sagt ekki tilí bráð.
Dapurleg reynsla VG á liðnu
kjörtímabili verður öðrum flokkum
lærdómsrík í framtíðinni og kennir
þeim að enginn stjórnmálaflokkur,
sem er andvígur ESB-aðild, má láta
hafa sig til að sækja um inngöngu
með þeirri afsökun að flokkurinn
ætli svo að fella fyrirhugaðan
samning sem hann bæri þó aug-
ljóslega ábyrgð á að gerður yrði við
ESB.
Það var og er og verður mótsögnog tvöfeldni sem kemur við-
komandi flokki í koll fyrr en síðar,
eins og reyndin hefur orðið hjá VG.“
Sigrún
Magnúsdóttir
Þetta er ekki flókið
STAKSTEINAR
Ragnar Arnalds
Veður víða um heim 28.1., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík 2 skýjað
Akureyri 1 snjókoma
Nuuk -3 léttskýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló -2 snjókoma
Kaupmannahöfn -1 skýjað
Stokkhólmur -1 heiðskírt
Helsinki -7 skýjað
Lúxemborg 2 léttskýjað
Brussel 5 skúrir
Dublin 5 skúrir
Glasgow 6 skýjað
London 7 léttskýjað
París 6 alskýjað
Amsterdam 6 skúrir
Hamborg 0 skýjað
Berlín -2 þoka
Vín 0 þoka
Moskva -16 heiðskírt
Algarve 13 skýjað
Madríd 7 skýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 8 léttskýjað
Aþena 8 alskýjað
Winnipeg -27 alskýjað
Montreal -16 léttskýjað
New York -10 heiðskírt
Chicago -20 heiðskírt
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:17 17:06
ÍSAFJÖRÐUR 10:40 16:53
SIGLUFJÖRÐUR 10:24 16:35
DJÚPIVOGUR 9:51 16:30
Allir sakborningar í máli lögreglu-
stjórans í Reykjavík gegn níu
Hraunavinum neituðu sök við þing-
festingu málsins í gærmorgun. Fólk-
inu er gefið að sök að hafa brotið
gegn 19. grein lögreglulaga, þegar
það fór ekki að „ítrekuðum fyrir-
mælum lögreglu um að flytja sig um
set,“ líkt og fram kemur í einni ákær-
unni.
Umrædd brot áttu sér stað 21.
október síðastliðinn. „Þetta er allt
fólk sem var handtekið tvívegis
þennan sama dag,“ segir Karl Ingi
Vilbergsson aðstoðarsaksóknari.
„Það voru handtökur þarna um
morguninn og fólk var flutt á lög-
reglustöð, og það fór svo aftur á vett-
vang og lét handtaka sig öðru sinni,“
segir hann. Karl Ingi segir að fleiri
einstaklingar hafi verið handteknir
þennan sama dag en ákvörðun hafi
ekki verið tekin um ákærur í þeim
málum.
Frestur til að skila greinargerðum
í máli níumenninganna rennur út 24.
febrúar næstkomandi.
holmfridur@mbl.is
Öll handtekin tvisvar sama daginn
Morgunblaðið/Þórður
Hraunavinir Viðurlög við brotum gegn 19. grein lögreglulaga eru sektir.
Skúli Bjarnason hæstaréttar-
lögmaður fer með mál fjög-
urra af níu ákærðu. Hann
gagnrýnir framgang lögreglu á
vettvangi og ákvörðunina um
að ákæra.
„Það segir sig sjálft að í
þessu tilviki hefði verið al-
gjörlega nægjanlegt að
„stugga“ við fólkinu, þannig
að þessi ágæta jarðýta kæm-
ist áfram, sem og hún gerði,“
segir hann. „Ef maður skoðar
þetta allt í samhengi sé ég
ekki betur en að Vegagerðin
hafi náð öllu sínu fram með
aðstoð lögreglu, þannig að
fara að ákæra virðulega eldri
borgara og fólk sem má ekki
vamm sitt vita; allir með
hreint sakarvottorð og al-
mennt fyrirmyndarfólk, er
náttúrlega dálítið langt gengið
að mínu mati,“ segir hann.
Skúli segir ákærðu hug-
sjónafólk, sem hafi talið sig
vera í rétti við að standa vörð
um náttúru landsins, og segir
að þegar hafi verið rætt innan
hópsins að skjóta málinu til
Mannréttindadómstóls Evrópu
ef niðurstaðan verður fólkinu
ekki hagfelld. Hann segir
framgöngu yfirvalda í málinu
hafa verið úr öllu hófi.
Vammlausir
náttúrusinnar
ÚR ÖLLU HÓFI