Morgunblaðið - 29.01.2014, Side 10

Morgunblaðið - 29.01.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Malín Brand malin@mbl.is Við Uummannaq-fjörð áNorðaustur-Grænlandi,tæpum 600 kílómetrumnorðan við heimskauts- baug, búa um 3.200 manns. Flestir búa í bænum Uummannaq sem í raun er sjálft hjarta fjarðarins. Íbúar eru tæp- lega 1.300 og ger- ir það bæinn að þeim ellefta stærsta á Græn- landi. Jón Viðar Sigurðsson hefur ferðast vítt og breitt um Græn- land síðustu þrjá áratugina. „Ég fór fyrst til Græn- lands átján ára gamall árið 1984. Þá fór ég um Austur-Grænland, Kulu- suk og það svæði. Eins og flestir sem fara til Grænlands fellur maður fyrir landinu og ferðirnar eru orðnar um fimmtíu núna,“ segir Jón Viðar. Nokkrar ferðanna hafa tengst jarðfræðirannsóknum Jóns Viðars sem hefur einnig farið sem leið- sögumaður með gönguhópa sem og í fjölda leiðangra sem fyrirlesari. „Síðan hef ég nýtt sumarfríin til að ferðast um Grænland með fjöl- skyldu og vinum til að kynnast land- inu sem best,“ segir hann um land næstu nágranna okkar. Djúpir firðir og háir tindar Jón Viðar á sér nokkra eftirlæt- isstaði á Grænlandi og þar á meðal er Uummannaq sem hann segir æði Gestir frá Íslandi og utan úr geimnum Þar sem fjöllin eru hæst og firðirnir dýpstir stafar ævintýraljóma af afskekktum bæ. Uummannaq á Grænlandi hefur laðað að ótrúlegasta ævintýrafólk og jafnvel verur úr geimnum. Jarðfræðingurinn Jón Viðar Sigurðsson hefur á síðustu þrjá- tíu árum farið í tugi ferða til Grænlands og er Uummannaq með eftirminnileg- ustu stöðunum. Þar lifir fólk í sátt og samlyndi við náttúruna sem það gjörþekkir. Loftslagsbreytingar Jón Viðar segist sjá mikinn mun á því hvernig hafið leggur í Uummannaq-firðinum og hefur lífið breyst töluvert í bænum. Tengsl Íslendingar komu með íslenska hesta þegar landkönnuðurinn Alfred Wegener reisti veðurathugunarstöð við jökulröndina í Uummannaq 1930. Jón Viðar Sigurðsson Stundum hefur krydd verið kallað gull, enda margt krydd verðmætt og munaðarvara ef út í það er farið. Af kryddi vilja flestir hafa pass- lega mikið, ekki of lítið og alls ekki of mikið. Geymsluaðferðir krydds eru ólíkar eftir tegundum og á vefsíðunni www.foodsubs.com/spices er að finna ýmsar góðar upplýsingar. Hvernig á að geyma þau, hvaðan þau koma, hvernig þau líta út og hvernig er best að nota þau. Til dæmis má nefna að séu krydd, ber eða fræ keypt ómöluð geymast þau lengur því best er að mala kryddið rétt áður en það er notað. Einnig segir að ná megi fram enn ríkara bragði með því að rista krydd- ið á pönnu á lágum hita í örstutta stund. Þetta og fjölmargt fleira um krydd á þessari áhugaverðu og ein- földu síðu. Vefsíðan www.foodsubs.com/Spice EPA Krydd Ferskleiki krydds getur haldist mun lengur sé það meðhöndlað rétt. Krydd frá öllum heimshornum Opnun myndlistarsýningar- innar outer place verður í dag á milli 17 og 19 í hús- næði Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16. Einnig verður opið á morgun frá klukkan 10 – 15:30. Sýningin er alþjóðleg samsýning tíu listamanna sem hafa ólíkan bakgrunn og vinna með ólíkan efnivið. Listamennirnir eru frá Bretlandi, Danmörku, Grikklandi, Sviss, Þýska- landi og Ástralíu. Endilega ... ... skoðið myndlist Morgunblaðið/Þorkell SÍM Sýningin er í húsi við Hafnarstræti 16. Farandsýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum frá árinu 2013 stendur nú yfir í Gerðubergi og stendur til 30. mars. Þetta er í tólfta skiptið sem sýn- ingin er haldin og er hún orðin fast- ur liður í starfsemi menningar- miðstöðvarinnar. Sýningunni hefur verið sköpuð skemmtileg og barn- væn umgjörð á efri hæð Gerðu- bergs. Þar verða sýndar myndir eftir 26 myndskreyta. Í samvinnu við Borgarbókasafnið verður öllum átta ára skólabörnum í Reykjavík boðið að skoða sýninguna. Krakkar utan höfuðborgarsvæðisins fá líka tækifæri til að njóta mynd- anna og bókanna því Þetta vilja börnin sjá! er farandsýning sem leggur land undir fót þegar sýning- artímanum í Gerðubergi lýkur. Myndskreytingarnar hafa vakið athygli utan sýningarinnar og hafa myndir ársins 2012 verið sýndar á sex stöðum utan Reykjavíkur og þegar liggja fyrir pantanir frá áhugasömum sýningaraðilum víða um land vegna nýju sýningarinnar. Myndskreytingar íslenskra barnabóka til sýnis Þetta er það sem börnin vilja sjá! Sýning í Gerðubergi Sýningin Umgjörðin er skemmtileg fyrir unga sem aldna. Myndin er frá 2012. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. ÞJÓÐLEG ÞORRAHLAÐBORÐ FRÁVEISLULIST Súrmatur Hrútspungar, súr sviðasulta, lun- dabaggar, bringukollar, lifrapylsa og blóðmör. Þorrakonfekt Hákarl, harðfiskur, hvalrengi, mari- neruð síld og kryddsíld. Kjötmeti og nýmeti Hangikjöt, pressuð svið, lifrapylsa og blóðmör. Heitir réttir Sviðakjammi, saltkjöt, rófu- stappa, kartöflur og jafningur. Meðlæti Rúgbrauð, flatbrauð, smjör, grænmetissalat, grænar baunir og grænmeti Fari fjöldi yfir 40 manns bjóðum við Stroganoff pottrétt með hrís- grjónum og steiktum kartöflum, sé þess óskað. Matreislumenn fylgja veislu eftir fari fjöldi yfir 60 manns. www.veislulist.is 3.000.- Verð f rá fyrir s tærri hópa 3.500.- Verð f rá fyrir s tærri h ópa í (heim ahús/ sali.) Allt um þorramatinn, verð, veislur og veislusal á heimasíðu okkarHólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is ÞORRAMATUR Í LOKJANÚARBLÓTUMVIÐÞORRANNEINSO GSÖNNUM ÍSLENDINGUMSÆMIR. Súrmatinn útbúum v ið sjálfir frá grunni og byrjar undirbúningur þessa skemmtileg a tíma strax að hausti. Þorramatinn er hægt að fá senda í s ali, heimahús og panta í veislusal okkar. Skútan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.