Morgunblaðið - 29.01.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.01.2014, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Efnamóttakan hf. í samstarfi við Gámaþjónustuna hf. býður fyrirtækjum og stofnunum með skrifstofurekstur að annast þjónustu sem tryggir öryggi og hámarksendurvinnslu ýmissa endurvinnsluefna sem falla til á skrifstofum. Fyrirtækin veita ráðgjöf, útvega réttu ílátin og sjá um trygga losun þeirra. Trúnaðarskjöl Trúnaðarskjölum má safna í sérstök læst ílát. Gögnin eru síðan tætt og fyllsta trúnaðar og öryggis er gætt. Tættur pappírinn fer að því loknu til endurvinnslu. Rafhlöður og lítil raftæki Útvegum hentug ílát fyrir rafhlöður sem ekki mega blandast öðrum úrgangi. Í sömu ílát má einnig safna litlum raftækjum svo sem símum og myndavélum. Stór raftæki Sækjum stór raftæki og tryggjum að þau komist til öruggrar endurvinnslu. Öllum trúnaðargögnum á tölvum er eytt með tryggilegum hætti. Prenthylki Notuðum heilum prenthylkjum er hentugt og hagkvæmt að safna í sérstök ílát. Með því móti er endurnýting þeirra tryggð. Umhverfislausnir fyrir skrifstofur Sími 559 2200 • soludeild@efnamottakan.is www.efnamottakan.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst ég í raun ekki vera búinn að loka hringnum fyrr en ég hef sjálf- ur stjórnað eigin verki. Mér finnst því mjög gaman að fá tækifæri til þess núna,“ segir Daníel Bjarnason tón- skáld sem stjórnar Íslandsfrumflutn- ingi á verki sínu The Isle is Full of Noises á opnunartónleikum Myrkra músíkdaga í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld kl. 19.30. Á sömu tón- leikum stjórnar Daníel einnig frum- flutningi á nýju verki eftir Þuríði Jónsdóttur sem nefnist Miss Reykja- vík Rita, auk þess sem flutt verða Í sjöunda himni eftir Hauk Tómasson og Three Movements eftir Steve Reich. Auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands taka Hamrahlíðarkórar Þorgerðar Ingólfsdóttur þátt í flutningnum á The Isle is Full of Noises, en verkið samdi Daníel fyrir Barnakór Los Angeles og Ungsinfóníusveit Banda- ríkjanna sem frumflutti verkið undir stjórn James Conlons í Los Angeles fyrir tæpum tveimur árum. „Ég hef alltaf vitað að ef ég myndi flytja verkið hérlendis þá myndi ég vilja gera það með Hamrahlíðar- kórnum þar sem hann passar verkinu vel með sínum ungu röddum,“ segir Daníel og tekur fram að hann hafi engu að síður þurft að umskrifa verk- ið þar sem upphaflega hafi verið gert ráð fyrir barnakór. „Breytingin kem- ur hins vegar mjög vel út og kórinn er auðvitað frábær. Það er einstaklega skemmtilegt að vinna með honum og Þorgerði.“ Hátíðin nær eyrum fleiri Daníel hlaut sem kunnugt er Ís- lensku tónlistarverðlaunin sem tón- skáld ársins fyrir verkin The Isle is Full of Noises og Over Light Earth. Spurður nánar um tilurð fyrrnefnda verksins segist Daníel sækja sér inn- blástur í Ofviðri Shakespeares. „Enda er leikritið mjög músíkalskt. Það er því engin tilviljun að mörg tón- skáld hafi valið að semja tónverk inn- blásin af þessu leikriti. Töfraeyjan er uppfull af skringilegum hljóðum og hefur yfir sér dulúðlega og yfir- náttúrulega stemningu,“ segir Daníel sem notast við búta úr þremur eintöl- um þeirra Miröndu, Kalíbans og Prosperós í tónverki sínu. Aðspurður segist Daníel hlakka til að takast á við verk annarra tón- skálda kvöldsins. „Þarna verður í fyrsta sinn, eftir því sem ég best veit, flutt hérlendis þetta verk eftir Steve Reich sem er eitt merkilegasta núlif- andi tónskáld heims. Þetta verk er fyrir tvö píanó, tvær marímbur og tvo víbrafóna sem staðsett eru fremst á sviðinu, en hljómsveitin raðar sér í hálfhring fyrir aftan. Verkið býr til ákveðinn steríóeffekt. Þetta er rosa- lega flott verk sem ég er mjög spenntur fyrir að stjórna. Miss Reykjavík Rita er glænýtt verk sem Þuríður skrifaði sérstaklega fyrir þetta tilefni. Verkið er að sögn Þur- íðar portrett af dragdrottningu. Í sjö- unda himni eftir Hauk Tómasson var frumflutt við opnun Hörpu, en hefur ekki verið flutt síðan. Þetta er glæsi- legt verk sem samið var með hljóm- burð hússins í huga. Þetta eru því ólík verk, en mynda skemmtilega heild,“ segir Daníel. Spurður um þýðingu Myrkra mús- íkdaga í íslensku listalífi segir Daní- el hátíðina hafa mikið vægi. „Þetta er ein elsta nútímatón- listarhátíð á Norðurlöndum og hugsanlega víðar. Mér finnst mjög ánægjulegt að sjá hvernig hátíðin hefur verið að þróast og opnast á umliðnum árum, en hún virðist sífellt ná eyrum fleiri,“ segir Daníel og bendir sem dæmi á að erlenda press- an fylgist með hátíðinni auk þess sem hátíðin tengist núna einnig sjónrænni tónlistarhátíð. Hringnum loks lokað  Daníel Bjarnason tónskáld stjórnar opnunartónleikum Myrkra músíkdaga í Hörpu á morgun  Hann segir verkin fjögur sem flutt verða á tónleikum kvöldsins ólík en mynda skemmtilega heild Morgunblaðið/Styrmir Kári Tilhlökkun Daníel Bjarnason segist hlakka til að takast á við verkin sem flutt verða á opnunartónleikum Myrkra músíkdaga í Eldborgarsal Hörpu. Myrkir músíkdagar hefjast annað kvöld með tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og Hamrahlíð- arkóranna, undir stjórn Daníels Magnússonar. Stofnað var til þess- arar tónlistarhátíðar árið 1980, af tónskáldunum Atla Heimi Sveins- syni og Þorkeli Sigurbjörnssyni, sem þá voru forvígismenn Tón- skáldafélags Íslands. Síðan hef- ur hátíðin vaxið og dafnað, með þátttöku innlendra og erlendra tónlistar- manna, og er í dag einn af burðarásum í íslensku tónlistarlífi, með framsækni og frumsköpun í tónlist í fyrirrúmi. Tónleikar og hin- ar ýmsu uppá- komur Myrkra músíkdaga fara að þessu sinni að mestu fram í hinum ýmsu sölum í Hörpu, en einnig í Fríkirkjunni, í Bílakjallara Ríkisútvarpsins og í Listaháskóla Íslands. Þá á hátíðin í samstarfi við Reykjavík Visual Mus- ic-hátíðina, sem einnig er haldin í Hörpu. Meðal hinna ýmsu viðburða má nefna eftirfarandi: Fimmtudagur  19.30 Opnunartónleikar í Eld- borg – Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Daníels Bjarnasonar.  23.00 Portretttónleikar Berg- lindar Maríu Tómasdóttur í Kalda- lóni. Föstudagur  19.30 Caput í Norðurljósum.  21.00 Electroacoustic, Kaldalóni. Laugardagur  14.00 Nordic Affect í Norður- ljósum.  16.00 Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari í Norðurljósum.  18.00 Megumi Masaki á píanó, Kaldalóni.  20.00 Quatuor Bozzini í Norður- ljósum.  21.30 Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir messósópran í Kaldalóni. Sunnudagur  11.00 Barnadagskrá, Pamela de Sensi, Kaldalóni.  13.00 Tinna Þorsteinsdóttir pí- anóleikari, Norðurljósum.  17.00 Stockholm Saxophone Quartet, Kaldalóni.  21.00 Lokatónleikar, Kammer- sveit Reykjavíkur, Norðurljósum. Fjölbreytileg og framsækin dagskrá MYRKIR MÚSÍKDAGAR HEFJAST Á FIMMTUDAG OG STANDA FRAM Á SUNNUDAG Guðný Guð- mundsdóttir kemur fram á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.