Morgunblaðið - 29.01.2014, Síða 32

Morgunblaðið - 29.01.2014, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 0 kr. útborgun Langtímaleiga Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Á R N A S Y N IR MÚSÍK Í LJÓSVAKA Guðmundur Emilsson ge224@simnet.is Sýnishorn tónbókmennta frá 874 til 2014. Höfundur lýsir aðdáun á músík í netheimum. Sveitasæla (pastoral) er fornt hugtak sem á rætur a.m.k í Hómer – og var þrástef í bókmenntum og tón- bókmenntum í aldir áður en það tengdist 6. Sinfóníu Beethovens – t.d. í litúrgískum helgileik fyrri mið- alda (sb. Lúkas og Betlehems- vellir); þá madri- gölum og fyrstu óperum á 17. ald- ar – og áfram. En svona er íslensk sveitasæla í huga undirritaðs: Áin rennur með hæg- um niði hjá tún- garðinum. Hafið skínandi bjart – séð úr glænýjum Land Rover. Við lögðum á spegil- slétt djúp Úlfljótsvatns í kænu fyrir allar aldir að huga að netum; vatn lögsögumanns, Guðmundar héraðs- höfðingja og Tómasar borgarskálds. Kannski var Guðmundur Guð- mundsson „afi“ – enda áttu sumir ekki afa og ekki ömmur. Þá voru sporðaköst í Úlfljótsvatni og nægðu tuttugu boltar í hádegismat á stór- býli. Síðsumars hétu fiskarnir murt- ur og þá var háfað – alveg í haugum. Nafnarnir, eldri og yngri, vorum eiginlega staddir í annál úr koti og margt gáfulegt brýnt fyrir barninu. Við heimkomu, fyrir árdegismjaltir, var fugl á garðstaurnum að kroppa sig. Arnheiður, fjalladrottning amma mín, er grunuð um ítök í þessu silungamáli, því nóg var af strákum. Annars var barnið haft inní bæ til að spila fyrir sístritandi hús- freyju og aðstoða hana; að skræla kartöflur. Svo voru hestar, kýr, kindur, svín og hænsn og afkvæmi þeirra. Þannig var, að þegar afi bað ömmu setti hún tvö skilyrði. Í fyrsta lagi: Hún ætlaði sér til Reykjavíkur að læra að spila. Í öðru lagi: Ef bið- illinn væri enn á buxum ætti hann að sækja hana að vori og kaupa harm- óníum. Bóndinn að Efri-Brú hugsaði sig ekki um tvisvar og var þetta handsalað með blessun Böðvars á Laugarvatni – og gekk eftir með hækkandi sól. Arnheiður var sótt – og fjölradda stofuhljóðfæri í eftir- dragi. Svo var hökt yfir Hellisheiði – urð og grjót, upp í mót – loks í Grímsnes – og efnt til brúðkaups. Þessi orgelkaup þóttu merkileg inn- an sveitar – og úr varð króníka. Svo komu barneignir. Fyrir Arnheiði var orgelið ónotað hljómflutningstæki. Hún setti nótnahefti fyrir barnið og bað það spila. Þá voru sumir skyndi- lega í atómstöð og kunnu ekkert á takka og lítið á nótur. Lyngdalsheiði smöluð. Fjallkóngur hundblautur. Fjárhirðar gættu hjarðarinnar. Hrafnaþing á hundaþúfu – á efstu tó. Löðursveittir hestar hafðir á hinu túninu. Tíkur í ástandi. Kettir og fuglar í felum. Nú blika við sólarlag – sungið í bæ. Taktu almennilega á pelanum, bóndi minn – sagði einhvur frændi af Búrfelli eða Syðri-Brú. Skál! Hjarðsöngur og sinfóníur YouTube slóðir:  Hjarðsöngur Handels 1743 (strengja- sveit) 3:39 mín.  Sjötta sinfónía Beethoven (1806) um 42 mín. Þeir sem vilja getið rekið eyrun í 6/8 – sem er takttegund sem á rætur að rekja til sveitasæludansa og alþýðu – og hjarðpípna (sjá Stafróf tónfræð- innar eftir Jón Þórarinsson). Hér að neðan er Handel í 6/8 alveg í gegn - og líka Beethoven (td. í 3. þætti – hefst 23:48).  George Frederick Handel – Pastoral Symphony from „The Messiah“  Beethoven: Symphony No.6, Pasto- rale; Jarvi. Hundaþúfan og hafið Kirkjan við vatnið. „Við lögðum á spegilslétt djúp Úlfljótsvatns í kænu fyrir allar aldir að huga að netum; vatn lögsögumanns, Guð- mundar héraðshöfðingja og Tómasar borgar- skálds.“ Matthías Johannes- sen ritaði fágætar bækur um þá Tómas Guðmundsson, Hall- dór Laxness og Pál Ísólfsson. Samþykktur til ættleiðingarbyggist á frásögn lista-mannsins Jungs eins og húnbirtist í teiknimyndafrásögn hans í tveimur bókum þar sem hann segir frá æsku sinni og uppvexti. Jung fæddist í Seúl í Suður-Kóreu í desember, en var síðan ættleiddur til Belgíu fimm ára gamall 1971 og fékk þá nafnið Jung Henin. Eins og fram kemur í myndinni missti fjöldi kóreskra barna foreldra sína í Kóreustríðinu, en líka áttu börn kóreskra kvenna og erlendra her- manna erfitt uppdráttar, þar sem kóreskt ríkisfang byggðist á faðerni og börn sem áttu erlendan föður því í raun ríkisfangslaus. Af stað fór al- þjóðlegt átak til að bjarga börnum bandarískra hermanna sem mæður barnanna höfðu yfirgefið og um tíma varð það einskonar tíska að ættleiða kóreskt barn, eins og því er lýst í myndinni. Kjörforeldrar hans áttu fjögur börn fyrir og hann elst því upp í systkinahópi sem virðist hafa tekið honum vel, en þau eru öll á áþekku reki. Að því sögðu þá er erfitt fyrir barn að aðlagast nýjum aðstæðum, ekki síst ef það er allt öðruvísi útlits, húðin ekki bleik heldur hunangslit, eins og upprunalegt heiti myndar- innar vísar til. Æska Jungs virðist hafa verið ánægjuleg að mestu, eða svo er látið í myndinni í það minnsta þó sitthvað sé gefið í skyn. Kjörmóðir hans virðist þó hafa átt afskaplega erfitt með að tjá tilfinningar sem skapaði tog- streitu og erfiðleika sem ekki er leyst úr fyrr en Jung hefur flust að heiman. Refsingar þær sem hún beitti, að berja börnin með svipu, eru svo svakalegar að manni stendur ekki á sama, en í myndinni verður það nán- ast farsakennt þegar hún eltir dreng- inn með svipuna á lofti sem dregur úr hryllingnum. Átakanlegar tilraunir Jungs til að finna sér stað í samfélaginu eru líka sýndar í skoplegu ljósi og hörmuleg örlög margra landa hans, sem einnig voru kóresk tökubörn, eru nefnd nán- ast í framhjáhlaupi. Fyrir vikið skort- ir tilfinningalega dýpt í myndina, þó það sé kostur í sjálfu sér hve Jung er lagið að búa erfiðan sannleik í þægi- legan búning. Þessi efnistök gefa til kynna að Jung sé ekki sjálfur sáttur við fortíð sína, það séu í henni góðir þættir, en líka margt sem hann veigr- ar sér við að skoða nánar. Það hefði þannig verið forvitnilegt að fá skýrari mynd af samskiptum kóresku barnanna sem ættleidd voru um svipað leyti og bjuggu í heimabæ Jungs, en fram kemur í myndinni að milli þeirra voru litlir kærleikar – rétt eins og það að til séu önnur kóresk börn á sama reki undirstriki fyrir þeim hve illa þeim gekk að samlagast belgísku samfélagi. Inn í myndina er fléttað gömlum fréttamyndum og myndskeiðum sem tengja teiknimyndapersónurnar vel við raunveruleikann. Einnig eru myndskeið af því er Jung hélt til Kór- eu kominn á fimmtugsaldur í leit að uppruna sínum. Þau myndskot bæta litlu við söguna, nema þá því helst að hann er löngu orðinn útlendingur í ættlandi sínu. Háskólabíó Samþykktur til ættleiðingar bbbnn Samþykktur til ættleiðingar /Couleur de peau: Miel. Leikstjórar og handrits- höfundar Laurent Boileau og Jung. Byggt á bókum eftir Jung. 70 mín. 2012. ÁRNI MATTHÍASSON KVIKMYNDIR Tökubarn Í leit að uppruna sínum ímyndar drengurinn Jung sér að hann sé japanskur, ekki kóreskur. Útlendingur í ættlandinu Þau Kristján Karl Bragason píanó- leikari og Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari koma fram á Háskóla- tónleikum í Hátíðarsal Háskóla Ís- lands í hádeginu í dag, miðvikudag, og hefjast þeir kl. 12.30. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Claude Debussy, Edison Den- isov, Þorkel Sigurbjörnsson og Gabriel Fauré. Kristján Karl nam píanóleik við Tónlistarskólann á Akureyri en síð- ar við Tónlistarskólann í Reykjavík, í Frakklandi og í Hollandi. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir leik sinn. Hafdís Vigfúsdóttir lauk burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskóla Kópavogs og BA- prófi frá Listaháskóla Íslands. Þá nam hún í Hollandi og Noregi. Aðgangseyrir er enginn og allir velkomnir. Kristján Karl Bragason og Hafdís Vigfúsdóttir leika á Háskólatónleikum Flytjendurnir Kristján Karl Bragason og Hafdís Vigfúsdóttir koma fram í dag. Viktoría Guðnadóttir myndlistar- kona sýnir um þessar mundir í sýn- ingarsölum Háskólans í Enschede í Hollandi. Þar sýnir hún meðal ann- ars mínútulangar kvikmyndir á sjö skjáum, en hún hefur undanfarin ár sýnt mörg slík verk og unnið til verð- launa í þeirri grein. Einnig sýnir hún lengra myndbandsverk, innsetningu með málverkum og texta og ljós- myndir. Viktoría er fædd 1969. Hún hefur að miklu leyti sótt menntun sína til Hollands þar sem hún lauk meistaraprófi árið 2002. Verk hennar hafa síð- an verið sýnd víða um lönd. Hún býr og starfar í Hollandi. Sýning Viktoríu Guðnadóttur í sölum Háskólans í Enschede í Hollandi Mínútumyndir Frá sýningu Viktoríu Guðnadóttur í Enschede í Hollandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.