Morgunblaðið - 29.01.2014, Page 33

Morgunblaðið - 29.01.2014, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Bandaríski þjóðlagasöngvarinn og baráttumaðurinn Pete Seeger er látinn, 94 ára að aldri. Seeger naut um áratuga skeið gríðarlegrar hylli í Bandaríkjunum og var áberandi í baráttunni fyrir mannréttindum og umhverfisvernd. Meðal kunnustu laga sem hann flutti má nefna „Turn! Turn! Turn!“, „Where Have All The Flowers Gone“ og „If I Had A Hammer“. Seeger varð fyrst þekktur sem meðlimur The Weavers, sveitar sem var stofnuð árið 1948, og kom hann fram og söng opinberlega í um sex áratugi. Síðustu þrjátíu ár fór þó minna fyrir honum á þeim vettvangi en þá lét hann hinsvegar meira til sín taka í umhverfis- málum. Það vakti mikla athygli þegar hann kom fram við embættis- töku Obama forseta ásamt vini sín- um og miklum aðdáanda, Bruce Springsteen. Seeger hafði barist fyrir mannréttindum við hlið Mart- ins Luthers King og fagnaði þeim merka árangri að hörundsdökkur maður hafði verið kosinn forseti Bandaríkjanna. Bill Clinton forseti hyllti Seeger við það tækifæri sem mann sem hikaði aldrei við að syngja um hlutina eins og hann upplifði þá. Seeger háði langa baráttu við stjórnvöld í heimalandinu sem settu hann á svartan lista á sjötta ára- tugnum, sökum róttækni sinnar og mótmælasöngvanna sem ungt fólk hreifst af. Tónlist hans var þá bönn- uð í ljósvakamiðlum en Seeger brá þá á það ráð að ferðast milli há- skóla landsins og halda tónleika, sem fólk þyrptist á og söng með honum hjartnæma baráttusöngv- ana. Fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur hljóðritað lög eftir Seeger. AFP Hylltur Pete Seeger var fagnað á tónleikum í New York á níræðisafmælinu. Söngvarinn Pete Seeger látinn  Merkur talsmaður mannréttinda Kammerhópurinn Ísafoldarbrass kemur fram á tónleikum í Laugar- neskirkju í kvöld, miðvikudag, og hefjast þeir klukkan 20. Á tónleik- unum mun hópurinn flytja umrit- anir á verkum eftir merka meistara endurreisnar- og barokktímabil- anna; meðal annars þá Vivaldi, J.S. Bach, Orlando di Lasso og William Byrd. Sex blásarar skipa Ísafoldarbrass að þessu sinni en það eru trompet- leikararnir Vilhjálmur Ingi Sigurð- arson, Óðinn Melsteð og Elísa Guð- marsdóttir, hornleikarinn Guð- mundur Andri Ólafsson, básúnu- leikarinn Carlos Caro Aguilera og túbuleikarinn Nimrod Ron. Um list- ræna stjórn sér Ari Hróðmarsson. Ungur heiðursgestur kemur fram með sveitinni á tónleikunum, hinn þrettán ára gamli básúnuleikari Breki Sigurðsson. Að sögn Ara hef- ur Breki náð undraverðri færni á þetta krefjandi hljóðfæri, þrátt fyrir ungan aldur, og segja þau gaman að bjóða honum að koma fram með hópnum. Mun Breki leika sónötu eftir Benedetto Marcello fyrir túbu og píanó ásamt píanóleikaranum Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur. Markmiðið með starfsemi Ísa- foldarbrass er að sögn Ara að „breiða út fagnaðarerindi málm- blásturs til breiðs hóps áheyrenda með áherslu á líflegan flutning og gott samband við áheyrendur. Með áherslu á að ná til breiðs hóp áheyr- enda verður ókeypis fyrir 18 ára og yngri.“ Breiða út fagnaðar- erindi málmblásturs Heiðursgestur Hinn 13 ára gamli Breki Sigurðsson leikur á túbu. Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is EGILSHÖLLÁLFABAKKA JACKRYAN KL.5:40-8-10:20 JACKRYANVIP KL.8-10:20 LASTVEGAS KL.5:40-8-10:20 12YEARSASLAVE KL.5:30-8:20 AMERICANHUSTLE KL.8:20 AMERICANHUSTLEVIP KL.5:20 WOLFOFWALLSTREET KL.8:20 SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM2 ÍSLTAL2DKL.6 FROSINN ÍSLTAL2D KL.6 KRINGLUNNI LASTVEGAS KL. 6 -9 12YEARSASLAVE KL. 6 -9 WOLFOFWALL STREET KL. 5:40 -9:10 JACKRYAN KL. 8 -10:20 LASTVEGAS KL. 8 -10:20 JACK RYAN KL. 5:40 - 8 - 10:20 LAST VEGAS KL. 5:40 - 8 - 10:20 12 YEARS A SLAVE KL. 5:10 AMERICAN HUSTLE KL. 8 - 10:45 WOLF OFWALL STREET KL.5:10-8:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍKAKUREYRI JACK RYAN KL. 8 - 10:20 LAST VEGAS KL. 5:20 - 10:20 12 YEARS A SLAVE KL. 7:30 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5:40 SÝND Í 2D OG 3DMEÐ ÍSLENSKU TALI USA TODAY  FRÁ TOM CLANCY HÖFUNDI PATRIOT GAMES OG THE HUNT FOR RED OCTOBER HÖRKUSPENNANDI MYND MEÐCHRISPINEOGKEVINCOSTNERÍAÐALHLUTVERKUM IT’S GOING TO BE LEGENDARY “ONE OF THE FUNNIEST, FRESHEST, MOST ENTERTAINING MOVIES OF THE YEAR!” PETE HAMMONDMOVIELINE 12 12 12 L 7 16 Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa. Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins. Mynd sem allir eru að tala um! 31.000 GESTIR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA ÍSL TAL Ævintýrið heldur áfram Sýnd í 3D 48 ramma -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar JACK RYAN:SHADOW RECRUIT Sýnd kl. 8 47 RONIN 3D Sýnd kl. 10:20 THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 7 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 2D Sýnd kl. 6 LONE SURVIVOR Sýnd kl. 10: LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 5:30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.