Morgunblaðið - 29.01.2014, Qupperneq 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014
Allianz • Nýi ökuskólinn • Prentlausnir
SÉRSTÖK STYRKTARSÝNING
SÉRSTÖK STYRKTARSÝNING
Í kvöld miðvikudaginn 29. janúar kl. 20.00 í Laugarásbíó.
Allur ágóði sýningarinnar rennur til líknarmála.
ÞÖKKUM STUÐNINGINN
LIONS KLÚBBURINN
EIR REYKJAVÍK Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Ísland
www.rafstjorn.is
Virkni loftræstikerfa
er okkar fag!
Þúsundir manna söfnuðust í fyrra-
kvöld saman á torginu fyrir framan
hið kunna óperuhús La Scala í Míl-
anóborg og minntust hins kunna
stjórnanda Claudios Abbados sem
lést í liðinni viku áttræður að aldri.
Hans er minnst sem eins merkasta
og áhrifamesta hljómsveitastjóra
síðustu áratuga.
Gamall vinur og samstarfsmaður
Abbados í áratugi, Daniel Baren-
boim, stjórnaði þá á táknrænan hátt
Fílharmóníuhljómsveit Scala fyrir
mannlausum sal; öll hin rauðu
flauelsklæddu sæti voru tóm en tón-
listinni varpað út til þöguls mann-
fjöldans. Hljómsveitin lék útfarar-
mars Beethovens úr þriðju sinfóníu
hans sem þekkt er sem Eroica-
sinfónían.
Abbado var um langt árabil list-
rænn stjórnandi Scala-óperunnar,
þar sem hann hóf störf árið 1960.
Hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit
Lundúna á árabilinu 1979 til 1988 og
var listrænn stjórnandi Staatsoper í
Vín á árunum 1986 til 1991. Fyrir-
hugað var að Abbado kæmi hingað
til lands og stjórnaði tónleikum Moz-
art-hljómsveitarinnar í Hörpu.
AFP
Minningarathöfn Þögull mannfjöldinn hlýðir á hljómsveitina leika útfararmars Beethovens fyrir utan Scala.
Mílanóbúar kvöddu meistarann
Samtök kvikmyndahúsaeigenda í
Bandaríkjunum, The National
Association of Theater Owners,
hafa óskað eftir því að stiklur úr
væntanlegum kvikmyndum verði
ekki lengri en tvær mínútur, þ.e.
um 30 sekúndum styttri en þær eru
vanalega. Þá vilja samtökin einnig
að stiklur verði ekki sýndar fyrr en
í fyrsta lagi fimm mánuðum fyrir
frumsýningu og að kynningarefni
tengt myndunum verði ekki að
finna í kvikmyndahúsum fyrr en í
fyrsta lagi fjórum mánuðum fyrir
frumsýningu. Eiga þessar reglur að
gilda frá og með 1. október nk.
Samtökin vilja með þessu hafa
meira um það að segja hvernig
kvikmyndir eru kynntar í kvik-
myndahúsum og segir í frétt á vef
Hollywood Reporter að kvik-
myndahúsaeigendum hafi borist
kvartanir frá bíógestum hvað stikl-
ur varðar. Gestum þyki þær of
langar og gefa of mikið upp um
söguþræði. Hvort kvikmynda-
framleiðendur í Hollywood verða
við þessu á eftir að koma í ljós en
þeir hafa lengi haldið því fram að
tveggja og hálfrar mínútu langar
stiklur séu alls ekki of langar, að
því er segir í Hollywood Reporter.
Þar segir einnig að algengt sé í
kvikmyndahúsum vestra að leiknar
séu sjö eða átta stiklur á undan
kvikmynd sem þýði allt að 20 mín.
bið fyrir gesti eftir því að myndin
sem þeir greiddu fyrir hefjist.
Væntanleg Úr Spider-Man 2, Jamie
Foxx í hlutverki óþokkans Electro.
Óska eftir
því að stiklur
verði styttar
Vefritið Kjarn-
inn greinir frá
því að svo virðist
sem leikarinn
Ólafur Darri
Ólafsson hafi
verið klipptur út
úr sjónvarps-
þáttaröðinni
True Detective
sem bandarísku
Hollywood-
stjörnurnar Matthew McConaug-
hey og Woody Harrelson fara með
aðalhlutverk í. Stikla úr þáttunum
þar sem Ólafur Darri kemur við
sögu var sett á netið fyrir nokkrum
vikum en Kjarninn bendir réttilega
á að nafn Ólafs Darra sé nú hvergi
að finna á lista yfir leikara þátta-
raðarinnar á vefnum IMDb og að
búið sé að breyta stiklum þáttanna.
Ólafur Darri
klipptur út?
Ólafur Darri
Ólafsson
Bandaríski kvik-
myndaleikstjór-
inn Quentin Tar-
antino hefur
höfðað mál á
hendur stjórn-
endum vefjarins
Gawker fyrir
brot á höfundar-
rétti. Vefurinn
birti handrit að
kvikmyndinni The Hateful Eight
sem Tarantino hugðist leikstýra en
hætti við eftir að handritinu var
lekið á netið.
Tarantino
höfðar mál
Quentin Tarantino