Morgunblaðið - 03.01.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 03.01.2014, Síða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ dag að keppa í maraþonum.“ Hlaupahópurinn hittist á þriðju- dögum, fimmtudögum og laug- ardögum og ólíkar áherslur í hvert skiptið. „Þriðjudagsæfingarnar ein- blína á hraðaþjálfun og styrktaræf- ingar á meðan fimmtudagar eru helgaðir millilöngum hlaupum á jöfnum hraða. Á laugardögum för- um við svo í langt og rólegt skokk. Við skiptum okkur upp í þrjá hópa á hverri æfingu, eftir getustigi, svo allir eiga að geta fengið þá þjálfun og hreyfingu sem þeim hentar.“ Meðlimir hlaupahópsins æfa eftir úthugsuðu kerfi sem miðar að því að þeir taki stöðugum framförum. Markmiðið er að byrjendur geti a.m.k. tekið þátt í stuttu keppn- ishlaupi að sumri ef þeir byrja að æfa um miðjan vetur. „Við endum árleg nýliðanámskeiðin okkar á mið- næturhlaupi í Reykjavík þar sem fólk getur valið þá vegalengd sem því hugnast best, hvort heldur að hlaupið er 5 km, 10 km eða hálf- maraþon. Aðalatriðið í öllu starfi haupahópsins er þó að hafa gaman af því sem við erum að gera.“ Hófstillt gjöld Að stunda hlaup er ódýr íþrótt og líka skemmtileg að sögn Péturs. Á skömmum tíma hefur myndast stór og öflugur hlaupahópur í Hafn- arfirði, Hlaupahópur FH. Í dag eru virkir meðlimir um hundrað talsins og mikið líf og fjör á æfingum. „Við höfum hist þrjá daga í viku frá stofnun hópsins í árs- byrjun 2010 og æfingar aldrei fallið niður, ekki einu sinni vegna veðurs,“ segir Pétur Smári Sigurgeirsson, einn af þjálfurum hópsis. Hlaupahópurinn er fjölbreyttur og má þar finna fólk á aldrinum frá 18 til 65 ára, jafnt byrjendur sem lengra komna. „Hópurinn verður til sem félagsskapur áhugamanna og margir þeir sem voru með okkur á allra fyrstu æfingunum gátu þá vart hlaupið á milli ljósastaura en eru í Æfingagjöldin hjá hlaupahópnum eru ekki nema 1.000 kr. á mánuði, og rukkað fyrir hálft ár í senn. Hann segir að það að hlaupa með öðru fólki geri þessa íþrótt skemmtilegri enda er maður manns gaman. Það veiti fólki líka gott að- hald að hlaupa með öðrum og vita að þess er vænst á æfingum. „Við lífgum enn frekar upp á starf hlaupahópsins með því að skipu- leggja hlaupaferðir bæði út fyrir bæjarmörkin og út í heim. Höfum við m.a. lagt leið okkar til Kölnar og á þessu ári skellti stór hópur fólks sér til Amsterdam til að keppa í maraþoni eftir 16-20 vikna und- irbúningstímabil. Við skipuleggjum líka jólahlaup ár hvert og höldum utan um hlaupaseríu Actavis. Ut- anvegahlaup úti á landi eru reglu- lega á dagskrá og vitaskuld má ekki gleyma fjörugri árshátíð hlaupa- hópsins.“ Gaman er að hlaupa í góðum fé- lagsskap og ef þrekið og hraðinn leyfir má oft spjalla um daginn og veginn við hlaupafélagana á meðan. „Við göntumst oft með það á æfing- um að ef menn geta talað saman á hraðahlaupsdögum þá eru þeir ekki að reyna nógu mikið á sig, og ef þeir geta ekki talað í rólegu hlaupunum hlaupa þeir of hratt,“ segir Pétur glettinn. „Að æfa með hlaupurum sem eru betri en maður sjálfur er líka örugg leið til að bæta sig og til þess fallið að maður reynir meira á sig en ella. Hópurinn hefur líka á að skipa reyndum þjáfurum sem hjálpa bæði við að byggja upp þolið á fyrstu æf- ingunum og leiðbeina eins og þörf er á um hlaupastíl og útbúnað. Tvisvar á ári höldum við síðan við ít- arlega fræðslufundi þar sem farið er í fræðin á bak við hlaupaíþróttina.“ Bakterían breiðir úr sér Pétur segir greinilegt að hlaupa- áhugi Íslendinga hafi tekið mikinn kipp á síðustu árum. Sjálfur fékk hann bakteríuna árið 2009 og hefur síðan þá keppt í sjö maraþon- hlaupum. „Mér virðist að á árunum 2008-2010 hafi orðið mikil fjölgun í röðum hlaupafólks og hlaupahópar víða sprottið upp. Þróunin er ekki bara bundin við Ísland heldur á sér stað um allan heim og er t.d. svo komið að aðsóknin í mörg af stærri maraþonhlaupum heims er svo mikil að þátttakendur þurfa að skrá sig í happdrætti til að eiga möguleika á að komast að,“ segir hann. „Margt má tína til sem gæti skýrt þróunina hér á landi, s.s. hin fræga nýjunga- girni Íslendinga og þörf á að spreyta sig á nýrri tegund hreyf- ingar. Mikil heilsuvakning hefur líka orðið hja þjóðinni síðustu árin og þá auðveldara að byrja að hlaupa en að komast inn í margar aðrar íþróttir. Svo er þetta ekki dýr íþrótt að stunda á krepputímum og íþrótt sem allir geta stundað óháð aldri, þreki og holdafari. Ekki skemmir heldur fyrir að sá sem hleypur þrisvar í viku getur nánast látið það eftir sér að borða hvað sem er enda brennslan mikil.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Golli Skemmtilegast að hlaupa í góðum félagsskap Öflugur hlaupahópur hefur orðið til hjá FH á síðustu árum. Æfingar fara fram í þremur hópum sem skiptast eftir getustigi. Að hlaupa með öðrum veitir aðhald og knýr fólk til að taka stöðugum framförum. Sprettur „Við lífgum enn frekar upp á starf hlaupahópsins með því að skipuleggja hlaupa- ferðir bæði út fyrir bæjarmörkin og út í heim. Höfum við m.a. lagt leið okkar til Kölnar og á þessu ári skellti stór hópur fólks sér til Amsterdam til að keppa í maraþoni eftir 16-20 vikna undirbúningstímabil,“ segir Pétur (t.h.) sem stillir sér hér upp með hluta af hlaupahópnum. NÁMSKEIÐ: Losun á innri líffærum; VISCERALMANIPULATION haldið á Akureyri 24.-27. janúar 2014. Kennari er Rita Benamor, DO, CST-D, BI-D, túlkað á Íslensku. Kennt er að losa um líffæri, himnur og liðbönd kviðarhols.VM vinnur með ójafnvægi í líkamanum. Samspil og hreyfingar á milli líffæra, himna, bandvefs og liðbanda eru metnar og meðhöndlaðar. Losar um verki, vanstarfsemi og lagar lélega líkamsstöðu. Upplýsingar og skráning hjá Erlu Ólafsdóttur sjúkraþjálfara, CST Sími: 863 0610 Netfang: erla@upledger.is www.upledger.is Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution AKUREYRARAPÓTEK, Kaupangi - LYFJAVER, Suðurlandsbraut 22 LYFJABORG, Borgartúni 28 -GARÐSAPÓTEK, Sogavegi 108 URÐARAPÓTEK, Grafarholti - ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 115 APÓTEK GARÐABÆJAR, Litlatúni 3 - REYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2, APÓTEK HAFNARFJARÐAR, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.