Morgunblaðið - 03.01.2014, Qupperneq 28
’Annars er andlegaformið einna mik-ilvægast.
Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður
„Ég reyni að hreyfa mig eitthvað
alla daga. Hef undanfarið stundað
jóga tvisvar til þrisvar sinnum í viku
og farið í fótbolta og ræktina hina dag-
ana. Svo er ég aftur byrjaður í jap-
önskum skylmingum, sem ég hef æft
og kennt í mörg ár. Mér finnst líka frá-
bært að ganga á fjöll þegar viðrar til
þess, eða bara fara í góðan göngutúr.
Annars er andlega formið einna
mikilvægast og þar koma inn hlutir
eins og öndunaræfingar, hugleiðsla
og fleira. Ég er aðeins byrjaður en
stefni að því að leggja mun meiri
áherslu á andlega þáttinn.“
Ísklifur og útivist
Ertu nýjungagjarn þegar líkams-
ræktin er annars vegar?
„Mér finnst mjög gaman að prófa
nýja hluti og fór t.d. fyrir stuttu í ís-
klifur í fyrsta sinn. Undanfarin ár hef
ég verið duglegur að fara í ræktina en í
fyrra reyndi ég að einblína meira á
„functional“ hreyfingu, þar sem maður
notar allan líkamann, s.s. í skylming-
unum. Á síðasta ári byrjaði ég líka að
stunda hot yoga af miklum krafti og er
mjög ánægður með það. Það er á dag-
skránni að prófa ýmislegt fleira enda
fæ ég reglulega æði fyrir einhverju
nýju.“
Stundaðu útivist?
„Á sumrin er ég mun meira úti. Þá
reyni ég að fara sem oftast út í körfu-
bolta, stunda fjallgöngur og fleira. Ann-
ars er ekkert mál að hreyfa sig úti á
veturna líka, maður þarf bara að klæða
sig eftir veðri. Það stendur allt til bóta.“
Hvaða tími dagsins hentar þér
best til heilsueflingar?
„Ég er alveg ómögulegur á tóman
maga þannig að ég hreyfi mig yfir-
leitt síðdegis eða í hádeginu.“
Sykur undir álagi
Hvað með mataræðið?
„Ég er með nokkuð góða þekkingu
þegar kemur að næringu; tók næring-
arfræðikúrs sem val í háskólanum en
fer ekki alltaf eftir því sem ég veit að er
best fyrir mig, eins og gengur. Almennt
reyni ég samt að borða sem náttúru-
legasta fæðu. Grænmeti, ávexti, hnet-
ur, fræ, kjöt og fisk. Undir miklu vinnu-
álagi dett ég gríðarlega oft í sykurát, en
á meðan fæðan er sirka 80% næring-
arrík og 20% drasl er ég í lagi.“
Best fyrir æfingu?
„Ég fann að ég gat æft af töluvert
meiri krafti þegar ég fór að venja mig á
að borða litla máltíð skömmu fyrir æf-
ingu. Flókin kolvetni 30-45 mínútum
fyrir æfingu gera það að verkum að
maður er enn á fullu gasi þegar líður á
æfinguna. Bara skál af haframjöli eða
banani og lúka af hnetum til dæmis.
Alvöru máltíð
Svo reyni ég að borða almennilega
máltíð eins fljótt og hægt er að lokinni
æfingu. Ef maður tekur vel á því er
líkaminn í þannig ástandi eftir æfingu
að góð fæða er nauðsynleg til að við-
halda orkunni og fá eitthvað út úr æf-
ingunni. Ef tíminn er knappur fæ ég
mér gott próteinbúst en helst vil ég fá
alvöru máltíð; kjöt eða fisk, grænmeti
og kartöflur eða brún grjón.“
Hugleiðsla með hot yoga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tækni „Svo er ég aftur byrjaður í
japönskum skylmingum, sem ég
hef æft og kennt í mörg ár,“ segir
Sölvi Tryggvason.
’Mér finnst alltafgaman að prófa eitthvað nýtt.
Völundur Snær Völundarson
veitingamaður
„Ég er mikill morgunhani, mæti
alla morgna í sundlaugina og reyni
með því að halda mér í andlega góðu
formi. Í gufunni hugleiði ég og í heita
pottinum teygi ég lúna vöðva, sem
eru stirðir eftir 12 til 16 tíma hlaup í
vinnunni. Ég hef reyndar íhugað það
af fúlustu alvöru að henda mér í
djúpu laugina við tækifæri og fá mér
sundsprett.“
Hvað með líkamlega formið?
„Ég hreyfi ég mig daglega í
vinnunni enda á sífelldum hlaupum. Á
Borg Restaurant er mikið um rang-
hala og stiga, snarpar u-beygjur og
hlaup með mismunandi þyngd, þann-
ig að ég get sjálfsagt fært rök fyrir því
að ég iðki daglega langhlaup innan-
húss. Vinnugallinn er því eiginlega
íþróttagallinn minn, sérstaklega í des-
embermánuði. Ég hef ekki sett á mig
göngumæli en giska á að ég gangi
nokkra kílómetra á dag innandyra.“
Bretti og skautar
Stundarðu útivist?
„Ég er vanur snjóbrettamaður.
Sonurinn fékk svo snjóbretti í jóla-
gjöf í fyrra og við fjölskyldan
stefnum að því að stunda sportið
nokkuð grimmt í vetur. Við fórum
líka saman á skauta síðasta vetur og
stefnum að því að endurtaka leikinn.“
Sumaríþróttin?
„Á sumrin finnst mér skemmtileg-
ast að hjóla, sem fer jafnframt betur
með hnén á mér en allt hitt. Síðast-
liðið sumar og haust reyndi ég að
komast út að hjóla hvenær sem tæki-
færi gafst, sem varð ekki eins oft og
ég hefði viljað. Mig skortir því þolið
þar en mun væntanlega bæta mig í
sumar.“
Auðvelt að léttast
Hefurðu alltaf hugsað vel um heils-
una?
„Já, nánast alla tíð. Ég tek þó
skipulagðar æfingar í skorpum en ég
á auðvelt með að þyngjast og af-
skaplega auðvelt með að léttast. Ég
er samt stöðugt á hreyfingu, fer fót-
gangandi í og úr vinnu og stoppa
sjaldan lengi á sama stað. Ég stefndi
að því á unga aldri að verða íþrótta-
kennari en skipti svo um skoðun.
Mér finnst alltaf gaman að prófa
eitthvað nýtt, sl. sumar var það
longboard-hjólabretti. Ég var viss
um ég yrði nokkur góður þar sem ég
er snjóbrettamaður en svo var ekki,
fyrsta tilraun endaði með ósköpum.
Ég prófa það ekki aftur nema fjár-
festa fyrst í almennilegum hlífð-
arbúnaði.“
Í góðu jafnvægi
Hollur matur í fyrirrúmi?
„Já, án nokkurs vafa, ef frá er tal-
inn desember. Ellefu mánuði ársins
borða ég mjög hollan og trefjaríkan
mat. Ég elska fisk og grænmeti, tek
mín vítamín og reyni að halda lík-
amanum í eins góðu jafnvægi og kost-
ur er.
Fyrir æfingu finnst mér best að
borða ávexti og drekka næring-
arríkan safa en á eftir fæ ég mér
trefja- og próteinríkari mat.“
Langhlaup í vinnunni
Hreyfingin Völundur Snær Völund-
arson er á þeytingi í vinnunni frá
morgni til kvölds og segist því í raun
vera í íþróttagallanum allan daginn.
28 | MORGUNBLAÐIÐ
Tímapantanir í síma 445 4404
Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur
Guðmundur Þór
Brynjólfsson sjúkraþjálfari
hefur hafið störf hjá
Klínik Sjúkraþjálfun.
Sérgrein:
Manual Therapy (MT).
Guðmundur hefur áralanga
reynslu í skoðun og meðferð
á einkennum frá stoðkerfi.
’Danshugleiðslunaþróaði ég sjálf, enhún er sambland af hreyf-ingu, öndun og íhugun.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hreysti Tristan Gribbin segir ótrúlega spennandi að synda í sjónum að
vetrarlagi, þegar kalt er og jafnvel snjór.
Tristan Gribbin
danshugleiðslukennari
„Ég hef lengi iðkað jóga og geri
mínar æfingar aðallega heima. Svo
syndi ég mikið, bæði í sundlaugum
og í sjónum og þá fyrst og fremst í
Nauthólsvík. Ég elska að hjóla eða
fara fótgangandi í vinnuna og fylgja
börnunum í skólann. Uppáhalds-
hreyfingin mín er samt danshug-
leiðsla, sem ég stunda reglulega og
kenni.
Danshugleiðsluna þróaði ég fyrir
nokkrum árum en hún er sambland
af hreyfingu, öndun og íhugun. Ég
byrjaði sjálf að hugleiða árið 2000 og
aflaði mér svo kennsluréttinda í
Bandaríkjunum. Í framhaldinu
fæddist hugmyndin að danshug-
leiðslunni en hún er mjög áhrifarík
leið til að tengjast líkama sínum og
sál, virkja innri orku, kyrra hugann
og vinna gegn streitu. Danshug-
leiðsla veitir manni mikla frelsistil-
finningu og er frábært tækifæri til að
fá útrás fyrir hreyfiþörfina, við ým-
iss konar tónlist sem snertir hjart-
að.“
Áhrif frá Kaliforníu
Hefurðu alltaf hugsað vel um
heilsuna?
„Já, ég hef alltaf stundað líkams-
rækt og passað upp á mataræðið. Ég
er fædd og uppalin í Palo Alto í Kali-
forníu og þar lifir fólk mjög heilsu-
samlegu lífi. Ég var mikið í íþróttum
sem barn og hjólaði hvert sem ég fór.
Mér líður ekki vel nema ég hreyfi
mig og hlúi vel að andlegri heilsu
minni, það hefur áhrif á skapið ef ég
trassa það. Þannig hreyfi ég mig eitt-
hvað daglega þó að stundum sé það
ekki annað en að ganga eða hjóla.“
Setur íslenskt vetrarveður aldrei
strik í reikninginn?
„Nei, ég læt það aldrei stoppa mig.
Ég hjóla auðvitað meira á sumrin en
nota hjólið samt mikið á veturna, í
raun alltaf þegar fært er. Ég prófaði
fyrst sjósund ásamt manninum mín-
um í febrúar á síðasta ári og hef
stundað það reglulega síðan; það er
ótrúlega spennandi að synda yfir
veturinn, þegar kalt er og jafnvel
snjór.“
Djúpöndun og teygjur
Hefurðu þörf fyrir að breyta til?
„Já, ég er mjög nýjungagjörn. Það
á ekki vel við mig að vera alltaf í
sömu rútínunni, dag eftir dag, viku
eftir viku. Samt hef ég mikla þörf
fyrir ramma til að fylgja, um leið og
ég rækta líkama og sál. Þess vegna
hentar danshugleiðslan mér full-
komlega; dansinn er aldrei eins og
tónlistin er breytileg en þó fylgi ég
ákveðnum grunnhreyfingum.“
Hvaða tími dagsins hentar þér
best til æfinga?
„Mér er eiginlega sama hvort ég
æfi á morgnana eða kvöldin, það fer
allt eftir aðstæðum. Þegar ég syndi
finnst mér best að gera það á morgn-
ana fyrir vinnu, þegar börnin eru
farin í skólann. Dagurinn verður allt-
af miklu betri ef ég byrja hann á
góðri líkamsrækt. Undanfarið hef ég
byrjað daginn á djúpöndun, góðum
teygjum og hugleiðslu, það færir
mér mikla orku og ótrúlega vellíð-
an.“
Lágkolvetna-mataræði
Borðarðu hollan mat?
„Ég hef í mörg ár lagt áherslu á að
borða fyrst og fremst lífrænan mat
og forðast erfðabreytt matvæli eins
og heitan eldinn. Ég hef alltaf reynt
að borða hollt, kannski sérstaklega
núna því ég hef tileinkað mér lágkol-
vetna-mataræði til að sýna pabba
mínum stuðning en hann er með
krabbamein. Þannig borða ég bara
holla fitu, kókos- og ólífuolíu, græn-
meti og prótein en sneiði alveg hjá
kolvetnum, sykri og ávöxtum. Mér
líður frábærlega af þessu mataræði
en með því á að vera hægt að svelta
krabbamein og ég er sannfærð um
að það á sinn þátt í því að pabba
heilsast betur.“
Vetrarsund í sjónum
Efnið og
andinn