Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Side 16
*Marteinn Briem ætlaði ekki að taka þátt í slagsmálahátíð í Perú en skjótt skipast veður í lofti »18Ferðalög og flakk Um 2,6 milljónir manna búa í Hanoi í Víetnam, sem er á Rauð- árbökkum. Upphafið er rakið til 1010 og æ síðan hefur Hanoi verið valdasetur. Um aldir var Víetnam nýlenduríki; fyrst Kín- verja og síðar Frakka. Með þrautseigju tókst Víetnömum að ná sjálfstæði – og lokaspretturinn var stríðið við Bandaríkjamenn sem stóð frá því um 1960 til 1975. Í stríðslok varð Hanoi höf- uðborg landsins alls, en hafði áður verið höfuðstaður norður- hluta landsins. Í rauðum ríkjum er leiðtogum gert hátt undir höfði. Ho Chi Minh sem leiddi þjóðina í áratugi er í guðatölu í Víetnam og grafhýsi hans í Hanoi er fjölsóttur staður í þessari borg sem er frumstæð, fólkið fátækt en mannlífið fallegt. Sigurður Bogi Sævarsson Móðir og barn á förnum vegi í Hanoi. Hver ætli sé framtíð fólksins í landinu? Rauða brúin yfir rauðu ána. Látinn leiðtogi í guðatölu Biðröð við grafhýsi Ho Chi Minh. PÓSTKORT F RÁ HANOI Stokkhólmur er sannkölluð barnaborg. Einnaf þeim stöðum sem sérstaklega gaman erað heimsækja ef börn eru með í för er hiðævintýralega safn Junibacken á Djurgården- eyju. Í göngufæri við Junibacken má líka finna Vasa- safnið og Norræna safnið (Nordiska Museet). Segja má að Junibacken sé á mörkum þess að vera safn og skemmtigarður. Einhvers konar æv- intýraveröld væri kannski mest lýsandi fyrir það sem þarna fer fram. Börn (og fullorðnir) ganga inn í nokkurs konar leikmyndir sem eru byggðar á bókum Astrid Lindgren og fleiri norrænna höf- unda. Gestir geta heimsótt Sjónarhól, hið víðfræga hús Línu Langsokks. Þar kennir ýmissa grasa og gaman fyrir forvitna krakka að skoða húsið hátt og lágt og fara svo nokkrar bunur í rennibrautinni sem liggur frá efri hæðinni og niður í ímyndaðan garð- inn. Hátt hús Múmínálfanna er líka á staðnum en þar inni er engu líkara en Múmínmanna hafi rétt lokið við að elda kvöldmatinn og krakkarnir geta jafnvel hrært í pottunum og átt saman dýrindis þykjustumáltíð í húsinu. Annars staðar er hægt að hringja bjöllunni til að spyrja eftir Einari Áskeli. Engar sögupersónur eða fígúrur eru á sveimi heldur er áhersla lögð á leik barnanna. Þau fá bara sviðið en verða svo að sjá um leikinn sjálf. Boðið er upp á ýmis leikrit og söngstundir í safninu líka, og engin ástæða til að missa af því þótt tungumálið vefjist stundum aðeins fyrir. Svifið um í stólalyftu undir lestri Lindgren sjálfrar Eftir hamaganginn er kærkomið að fara í „sögulestina“. Gestir setjast á nokkurs kon- ar bekk sem er reyndar meira í ætt við stólalyftu en lest og eru fluttir um stórkost- lega brúðuveröld þar sem Ronja ræningjadóttir, Emil í Kattholti, Jónatan og Karl úr Bróðir minn ljónshjarta og fleiri sögupersónur og bókum Lindgren koma við sögu. Astrid Lindgren sjálf hafði hönd í bagga með gerð brúðuheimsins, sem var vígður um leið og safnið í júní 1996. Rödd Lindgrein hljómar meira að segja í eyrum þegar gest- ir svífa yfir og fá ævintýrin beint í æð. JUNIBACKEN Í STOKKHÓLMI Með Astrid Lindgren í anda ÆVINTÝRAVERÖLDIN JUNIBACKEN ER LIFANDI SAFN ÞAR SEM BÖRN GETA DRUKKIÐ Í SIG ÆVINTÝRI EMILS Í KATTHOLTI, LEIKIÐ SÉR Á SJÓNARHÓLI OG FLOGIÐ YFIR STOKKHÓLM MEÐ KALLA Á ÞAKINU. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Einkunnarorð Junibacken eru viðeigandi fyrir stað sem hefur lífgað við helstu sögupersónur Astrid Lindgren: „där barn leker sig kloka“ sem líklega myndi útleggjast „þar sem börn vitkast í leik“ … Ævintýraveröldina heimsækja 400 þúsund manns árlega en safnið er opið allt árið. Að- gangseyrir eru 145 sænskar krónur fyrir fullorðna eða um 2.600 krónur og 125 sænskar krónur eða 2.200 krónur fyrir börn. Frítt fyrir börn undir tveggja ára aldri. Astrid Lindgren skapaði sögupers- ónur á borð við Línu langsokk sem munu lifa þótt hún sjálf sé fall- in frá. Á Junibacken má kynnast hugarheimi Lindgren gegnum leik. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.