Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 20
TELMA KRISTÍN KOLFÉLL FYRIR JÓGA OG STUNDAR ÞAÐ Á HVERJUM MORGNI Beðin um að kenna jóga á Balí LÍKAMSIÐKUNIN JÓGA ER ÞEKKT UM ALLAN HEIM OG VERÐUR SÍFELLT VINSÆLLI HÉR Á LANDI. TELMA KRISTÍN LÆRÐI AÐ VERÐA JÓGAKENNARI Á BALÍ Í INDÓNESÍU Í HAUST EN NÁMIÐ ÞAR ER MJÖG EFTIRSÓTT. EFTIR NÁMIÐ VORU HÚN OG SKÓLA- FÉLAGI HENNAR BEÐIN UM AÐ KENNA JÓGA Á STRÖNDINNI OG ÁKVAÐ HÚN ÞVÍ AÐ FRAMLENGJA FERÐINA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is T elma Kristín Emilsdóttir er nýkomin heim frá eyjunni Balí í Indónesíu en þar stundaði hún jógakenn- aranám. Skólinn heitir Radiantly Alive og er í Ubud á Balí. Hún var búin að skoða jóganám lengi áð- ur en hún fann það sem hentaði en námið sem hún var í er mjög eftirsótt og ekki komast allir að. Umsækjendur eru beðnir um að svara spurningum og eru meðal annars valdir út frá því. „Mig langaði að fara á heitan stað og stóð valið á milli nokkurra staða en ákvað á endanum að þetta ætti best við mig. Námið sem ég valdi hafði fengið rosalega góð meðmæli frá öllum sem þar höfðu verið áður, en kennararnir sem þar kenna eru með þeim bestu í heimi,“ segir Telma Kristín en hana hefur einnig alltaf langað að koma til Balí. Þétt dagskrá á hverjum degi „Námið var mjög krefjandi og við tókum um 300 klukkustundir á einum mánuði í jóga. Einnig voru okkur sett fyrir verkefni, ýmist einstaklings- eða hópverkefni. Tímarnir hóf- ust klukkan fimm á morgnana og var dagskrá yfirleitt til 22 á kvöldin. Við fengum einn frídag í viku þar sem við gátum gert eitthvað skemmtilegt. En týpískur dagur hjá okkur var þannig að við vorum komin inn í Shala (jógasalinn) stuttu eftir klukk- an 5 á morgnana. Þar byrjuðum við á að teygja vel og gera okkar eigin æfing- ar. Næst tók við klukkutíma hugleiðsla sem var í zen-stíl, sem þýðir að við hreyfum okkur ekkert í klukkutíma, sitjum bein í baki og einbeitum okkur að andardrættinum. Þetta var ekkert alltaf auðvelt, sérstaklega ekki til að byrja með en varð auðveldara og auðveldara með tímanum. Eftir hug- leiðslu var tveggja stunda vinyasa-jógatími og klukkan 9 fengum við morgunmat. Eftir morgunmatinn var dagskráin misjöfn eftir dögum en fyrir utan jógaæfingar vorum við að læra t.d. jógalíffærafræði, jógaheimspeki og sóttum tíma þar sem við fórum yfir allskonar tækni og hvernig við hjálpum nemendum okkar.“ Á hráfæði allan tímann Meðan á náminu stóð voru nemendur í fullu fæði á vegum skólans sem var aðeins hráfæði. „Þarna voru kokkar sem útbjuggu hráfæðismat fyrir okkur frá morgni til kvölds og var mjög áhugavert að prófa að borða aðeins hráfæði í heilan mán- uð. Ég hugsa að ég myndi ekki gera það aftur. Margir eru ekki vanir svona mat og þurftu því að taka meltingarensím samhliða. Hins vegar tókum við alltaf einn dag í viku til að fasta og á þeim degi mátt- um við ekkert tala, skrifa, lesa, nota tölvur eða neitt slíkt held- ur aðeins vera í sjálfsíhugun.“ Námið var einn mánuður en dvaldi Telma Kristín þó í þrjá mánuði á Balí. „Ætlunin var að koma heim fljót- lega eftir námið en um helmingurinn af hópnum sem var þarna að læra, og þar á meðal ég, ákvað að dvelja þar lengur í nokkra daga. Við færðum okkur þó yfir á annað svæði og vorum þar á æðislegu gisti- heimili sem var alveg við ströndina með útsýni yfir hafið. Fyrst um sinn vöknuðum við alltaf snemma á morgnana og stunduðum jóga saman á ströndinni en svo fór fólk að tínast heim. Við urðum tvö eftir, ég og skólafélagi minn Jeff, og héldum áfram að gera jóga á ströndinni. Þá fóru gangandi vegfarendur að koma við og vildu fá að æfa með okkur sem endaði á því að við fórum að kenna jóga þarna á morgnana. Þetta var dásam- legt því þarna fékk maður tækifæri til að spreyta sig sem og kynnast fullt af fólki alls staðar að úr heiminum. Okkur var borgað fyrir að vera þarna lengur og því ákvað ég að lengja ferð- ina aðeins.“ Upplifunin ómetanleg Telma Kristín segist gríðarlega ánægð með námið og hefði ekki viljað fara neitt annað. „Ég náði að gera hluti þarna sem ég hef aldrei gert áður og lærði jógastellingar sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til.“ Hún segir að áhuginn á jóga hafi blundað í sér lengi en hún hefur æft jóga í nokkur ár. „Ætli áhugi minn á jóga hafi ekki kviknað þegar ég bjó í New York, þá tvítug. Ég fór að sækja jógatíma og fór mikið í bikram-jóga og jivamukti-jóga. Árið 2011 fór ég til Indlands og þar fór ég í Yoga Ashram í Rishikesh. Hér heima hef ég einnig verið að stunda mikið jóga og þá aðallega í World Class. Núna geri ég mínar eigin æfingar heima á morgnana. Ég hugsa þó að ég fari ekki að kenna jóga hérna heima strax. Ég er búin að hugsa mikið um að læra hefðbundnar kínverskar lækningar og nálastungur svo að á meðan ég er enn að ákveða mig vil ég ekki vera að binda mig hér heima. Þetta kemur allt í ljós. En reynslan eftir námið og upplifunin er ómetanleg.“ Morgunblaðið/RAX *Heilsa og hreyfingÁsgeir Jónsson rithöfundur hjálpar fólki að efna áramótaheitin með splunkunýju námskeiði »22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.