Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Side 23
Þar sem ég borða mikið af ávöxtum og grænmeti dagsdaglega þáskiptir úrval og gæði slíkra matvæla mig miklu máli. Staðreyndin erhins vegar sú að oft má finna leifar af skordýraeitri, sveppagróðri
og jarðvegi í slíkum matvörum. Einnig má þar finna bakteríur því fjöldi
fólks tínir, pakkar og flytur ávexti og grænmeti. Af þessum ástæðum fyll-
ist ég alltaf ákveðnum efasemdum þegar ég sé epli uppi í búðarhillu sem
skín bjartara en jólastjarnan í Betlehem. Sumir hlutir eru einfaldlega of
góðir til að vera sannir.
Eftir að ég las greinar um að stutt skolun með vatni hefur lítil áhrif á
magn skordýraeiturs utan á ávextinum áttaði ég mig á að fæstir hreinsa
þessi matvæli nægilega vel. Sjálfur hef ég oft dottið í þá freistni að nudda
eplinu upp við gallabuxurnar áður en ég legg mér það til munns og ég er
viss um að flestir kannast við slíkar „hreins-
unaraðgerðir“ í dagsins önn. Óhætt er að segja
að slíkar aðferðir skila engum árangri fyrir utan
það að róa samvisku neytandans með sjálfsblekk-
ingu og afneitun.
Til að kóróna ástandið þá telja ýmsir sérfræð-
ingar að ekki sé nægilega gott að afhýða ávöxtinn.
Hnífurinn kemst nefnilega í beina snertingu við
bæði hýðið og ávöxtinn sjálfan og getur þannig
borið óæskileg efni inn í ávöxtinn. Þá segja margir
sérfræðingar að hýðið sé einmitt einn hollasti
hluti ávaxtarins og því er ekki mælt með því að
fólk sleppi ávallt við að leggja sér það til munns.
Besta leiðin til að sefa ofsóknaræðið er að
sjálfsögðu að kaupa lífrænar vörur. Lífrænir ávextir og grænmeti eru
mjög góðir kostir fyrir þá sem vilja hugsa um heilsuna en raunveruleikinn
er því miður sá að þetta er hræðilegur kostur fyrir þá sem þykir einnig
vænt um peningana sína. Því er eðlilegt að spyrja hvort heilsuþenkjandi
einstaklingar úr millistétt samfélagsins séu dæmdir til að borða skor-
dýraeitur, sveppagróður, bakteríur og jarðveg til eilífðarnóns?
Svarið er sem betur fer „nei“. Það eru til auðveldar leiðir til að hreinsa
bæði ávexti og grænmeti með fullnægjandi hætti. Slíkar hreinsunar-
aðferðir krefjast þess að blandaður sé sérstakur „elixir“ sem er látinn
liggja á matvörunni í 5-10 mínútur áður en varan er skoluð vandlega upp
úr köldu vatni. Dæmi um slíka uppskrift er t.d. 1 matskeið af sítrónusafa,
1 matskeið af hvítu ediki og einn bolli af vatni. Hægt er að úða þessari
blöndu á matvöruna eða láta hana liggja í þessu í eldhúsvaskinum. Með
þessum hætti er hægt að úða í sig ávöxtum og grænmeti með góðri sam-
visku án þess að lýsa sig gjaldþrota.
TIL BJARGAR
MILLISTÉTTINNI
Heilbrigt líf
JÓN HEIÐAR
GUNNARSSON
5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Í
þróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson kann
ekki eingöngu að brúka míkrófóninn í sjónvarps-
fréttum Ríkisútvarpsins því hann kann einnig að
kasta bolta. Hann var fyrr á árum afreksmaður í
handbolta bæði hér heima og í Þýskalandi og lék með
íslenska landsliðinu um árabil.
Gælunafn: Veggurinn. Það kemur víst til vegna
fótboltahæfileika minna eða skorts á þeim. Einhver
hafði á orði að það væri eins og að sparka í vegg að
senda boltann á mig. Ég er því ósammála!
Hversu oft æfir þú á viku? Núorðið aldrei, en þeg-
ar mest var 8-10 sinnum að viðbættum leikjum.
Hvernig æfir þú? Ég fæ fanta-æfingu fyrir fing-
urna við tölvuskjáinn!
Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað?
Prófa sem flest og aldrei láta neitt draga úr sér
kjark, annars kemst maður aldrei að því hvort eitt-
hvað er rétt fyrir mann eða ekki.
Hver er lykillinn að góðum árangri? Aukaæf-
ingin! Æfingin er fín en aukaæfingin skapar meist-
arann.
Hvað er það lengsta sem þú hef-
ur hlaupið? Alltof langt. Einn þjálf-
ari hjá mér var rosahrifinn af 16
kílómetra hlaupum á undirbúnings-
tímabilinu ... sem voru 8 vikur.
Hvað ráðleggurðu fólki
sem vill hreyfa sig
meira? Upp úr stólnum,
það er ekkert til sem
heitir að hafa ekki tíma!
Líður þér illa ef þú
færð ekki reglulega útrás
fyrir hreyfiþörfina? Nei,
merkilega lítið. Samviskan læt-
ur í sér heyra.
Hvernig væri líf án æfinga?
Dauflegt.
Hvað er það lengsta sem hef-
ur liðið á milli æfinga hjá þér?
Eftir að hnéð á mér fór á haugana
er ansi langt síðan ég hef æft nokk-
uð. Fótbolti af og til telst ekki alveg
með.
Ertu almennt meðvitaður um
matarræðið? Já, en það tekst ekki allt-
af að fylgja eigin meðvitund eftir.
Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir?
Nammi hefur verið minn stóri akkilesarhæll
í gegnum tíðina, sérstaklega íslenskt nammi
þegar ég bjó í útlöndum.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mat-
aræðið? Að leita upplýsinga hjá réttum aðilum. Það
eru margir til í að veita ráðleggingar en hagsmunir
fólks eru mismunandi. Næringarfræðingar geta oft
gefið góð ráð sem mér finnst yfirleitt vera á þá leið
að borða fjölbreytta og holla fæðu, engar skyndi-
lausnir.
Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir
þig? Það er alveg merkilegt hvað manni líður einfald-
lega vel eftir góða hreyfingu, bæði á líkama og sál.
Heilinn hjálpar manni með skammti af hormónum og
samviskunni líður betur.
Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið
fyrir? Eiginlega þau sem ég á í núna, handónýtt hné
sem á aldrei eftir að lagast. Hljómar kannski pínu
dómsdagslega.
Hversu lengi varstu að ná þér aftur á strik?
Fyrst þegar ég lenti í hnémeiðslum var ég frá í mán-
uð, svo einn og hálfan og nú er því lokið...
Hver eru heimskulegustu
meiðslin sem þú hefur
orðið fyrir? Ég tognaði á
pínulitlum vöðva á milli
rifja við að reyna eitt-
hvert trix eftir æfingu. Það
kostaði mig þrjár vikur af pínu.
Hver er erfiðasti mótherjinn á
ferlinum? Helví... hann Guðjón Valur
Sigurðsson.
Hver er besti samherjinn? Helví... hann
Guðjón Valur Sigurðsson.
Hver er fyrirmynd þín? Frændi minn Júlíus
Jónasson átti stærstan þátt í að ég fór í handbolta.
Ég vildi alltaf vera eins og Júlli... bara örvhentur.
Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Ætli
það sé ekki bara Michael Jordan. Fyrirmynd-
aríþróttamaður í alla staði. Óhugnanlega
hæfileikaríkur en líka með heilann og
hugarfarið á réttum stað og hafði
sennilega víðtækari áhrif en
hægt er að mæla, a.m.k. á
mína kynslóð. Af íslensk-
um íþróttamönnum er
Óli Stef náttúrulega á
toppnum.
Skilaboð að lok-
um? Lífið er
of stutt
til að
taka því
alvarlega!
ÍÞRÓTTAMAÐUR DAGSINS EINAR ÖRN JÓNSSON
Vildi vera eins
og Júlli frændi
Epli góð fyrir hjartað
Vísindamenn við Oxford-háskólann á Englandi segja epli vera
jafn öflug og hefðbundin hjartalyf til að viðhalda og efla heil-
brigði hjartans. Helsti kosturinn við epli umfram hjartalyf er
að þau hafa engar slæmar aukaverkanir.
„Við erum vanafastar verur. Við erum það
sem við gerum, aftur og aftur. Að skara
fram úr er því ekki athöfn, heldur vani.“
Aristóteles