Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Gamlir bekkjarfélagar nutu saman og snæddu dásamlegt andabringusalat í Vesturbænum »32
N
anna Teitsdóttir er matarbloggari með gráðu í
heimspeki og sagnfræði. Hún er nýflutt heim til
Íslands en hún bjó bæði í Skotlandi og Banda-
ríkjunum en þegar hún dvaldi í Bandaríkjunum
byrjaði hún með blogg sem er nú orðið mjög vinsælt,
www.eldadivesturheimi.is. „Ég bjó í New York, þar sem mað-
urinn minn var í doktorsnámi, þegar ég byrjaði að blogga.
Ég var nýútskrifuð frá Háskólanum í Edinborg og var ekki
að vinna svo mér var farið að leiðast. Ég var byrjuð að prófa
mig áfram í eldhúsinu og ákvað að skrifa inn á netið tilraunir
mínar í eldamennsku ásamt því að veita fólki smá innsýn í líf
okkar í stórborginni. Ég bjóst aldrei við því að aðrir en fjöl-
skylda og vinir myndu lesa vefsíðuna en annað kom síðan á
daginn,“ segir Nanna. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því
að borða mat. Ég var þó aldrei stórtæk í eldhúsinu sjálf og
það var ekki fyrr en við fluttum til Bandaríkjanna sem ég
fór að leggja mikinn metnað í matreiðslu, en það að borða og
pæla í mat hefur alltaf verið mér ofarlega í huga.“
Nanna segist vera mikill sælkeri og er bláskel nú sér-
staklega í uppáhaldi hjá henni. „Við hjónin kaupum reglulega
íslenska bláskel í Melabúðinni og eldum saman. Svo er ég
mjög veik fyrir hægelduðum pottréttum með góðu kjöti.“
Hún segir þó að sér þyki skemmtilegast að prófa að elda
nýja og krefjandi rétti og hefur hún undanfarið verið að
prófa sig áfram með klassíska franska rétti og haft gaman
af.
Morgunblaðið/Kristinn
MATARBLOGGARI MEÐ MEIRU
Bláskelin í uppáhaldi
MATGÆÐINGURINN NANNA TEITSDÓTTIR HELDUR ÚTI VINSÆLLI BLOGGSÍÐU ÞAR
SEM HÚN DEILIR REYNSLU SINNI ÚR ELDHÚSINU. ÍSLENSK BLÁSKEL ER Í MIKLU UPPÁHALDI
EN SKEMMTILEGAST ÞYKIR HENNI AÐ PRÓFA NÝJA OG KREFJANDI RÉTTI.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Nanna byrjaði að blogga um reynslu sína í eldhúsinu í Banda-
ríkjunum og hefur vefsíðan vaxið að vinsældum síðan þá.
Skelin:
160 g hveiti
1 msk. sykur
½ tsk. salt
100 g smjör, kalt og skorið í teninga
4 msk. ískalt vatn
Aðferð:
Hrærið hveiti, sykur og salt saman í stórri skál.
Nuddið smjörinu saman við hveitiblönduna með
fingurgómunum þar til blandan líkist grófu mjöli.
Bætið vatninu saman við og hnoðið deiginu
saman í kúlu, fletjið með lófunum og vefjið í
plastfilmu. Geymið inni í ísskáp í hálftíma.
Hitið ofninn í 190°C.
Fletjið deigið út í hring sem er ca. 30 cm að
þvermáli. Flytjið yfir í 22 cm hringlaga bökuform
og látið deigið hanga yfir barminn. Skerið aðeins
til og búið til brún með því að klípa deigið á milli
fingra með reglulegu millibili. Geymið í kæli á
meðan fyllingin er búin til.
Fylling:
3 egg
100 g púðursykur
200 g gyllt síróp (t.d. Lyle’s)
½ tsk salt
1 msk. viskí eða bourbon (má sleppa)
30 g brætt smjör
100 g súkkulaði, saxað
200 g pekanhnetur, ristaðar og saxaðar
(geymið nokkrar heilar ef þið viljið
skreyta með hnetum)
Aðferð:
Hrærið saman eggjum, púðursykri, sírópi, salti,
viskíi og smjöri þar til allt hefur blandast vel sam-
an. Hærið pekanhnetum og súkkulaði saman við.
Takið skelina út úr kælinum og hellið fylling-
unni ofan í. Skreytið með heilum pekanhnetum
ef þið viljið. Bakið í miðjum ofni í 30-35 mínútur
eða þar til fyllingin lyftir sér en er samt fremur
blaut í miðjunni.
Leyfið að kólna alveg áður en hún er borin
fram.
Pekanbaka
með súkkulaði
og bourbon