Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 Græjur og tækni Við fyrstu sýn er Braun Master ansi lík GoPro-vél, en við nánari skoðun sést vel hversu ólíkar þær eru. Eins og margir þekkja þá er mikil áhersla lögð á einfaldleika í GoPro-vélunum og þannig er þeim stýrt með einum hnappi á framhlið sem haldið er inni í tiltekinn tíma til að skipta um ham og síðan þrýst á hnappinn eftir því hvaða tákn- mynd eða skammstöfun birtist á örlitlum skjá á vélinni. Á Braun Master er málum öðruvísi háttað því á framhliðinni er hnappa- og ljósafjöld. Ofan á vélinni er nokkuð stór LCD-skjár og þar eru eru líka gaumljós og hnappar, meðal annars hnappur til að smella af mynd og annar til að stoppa vélina. Sama má segja um bakstykki til að skoða myndir og myndskeið, þar á eru líka hnappar og svo má telja. Að þessu leyti má segja að Braun Master sé nær venjulegri myndavél en GoPro, sem menn telja ýmist kost eða löst, eftir því eftir hverju þeir leita. Þeir sem þekkja GoPro eru fljótir að átta sig á helstu atriðum vélarinnar, en óvanir eru væntanlega fljótir að átta sig líka. Það er svo misjafnt hve fljótir menn eru að læra að nota hnappana, en óneitanlega þægilegt að hafa gaumljósin og hnappafjöldina á Braun Master-vélinni samanborið við naumhyggjulegt viðmót GoPro. Það er óhætt að segja að GoPro-myndavélarnar hafi valdið straum- hvörfum í hreyfimyndatöku allt frá því fyrsta vélin kom á markað fyrir bráðum tíu árum. Hér er þó ekki GoPro til umfjöllunar heldur ný vél, Braun Master, frá þýska myndavélaframleiðandanum Braun Photo Technik. Því er GoPro getið í upphafi að þar er greinilega fyr- irmyndin, en Braun Master hefur líka sitt- hvað til síns ágætis sem GoPro býður ekki uppá. Braun Photo Technik hét áður Karl Braun KG, síðan Carl Braun Camera-Werke, svo Nuremberg Paximat Carl Braun Camera- Werk og loks Braun Photo Tec- hnik. Nafnabreytingarnar eru til marks um breyttar áherslur í starfsemi fyrirtækisins frá því að var stofnað til sjón- glerjaframleiðslu fyrir tæpum hundrað árum. Það framleiddi um tíma myndavélar en hefur lagt höf- uðáherslu á glæruvélar og myndskanna undanfarin ár. Braun Master-myndavélin sem kom á markað í nóvember sl. er til marks um breyttar áherslur í starfsem- inni, en einnig selur fyrirtækið Android-spjaldtölvur. GAUMLJÓS OG HNAPPAFJÖLD SMÁVÉLAR TIL HREYFIMYNDATÖKU HAFA NOTIÐ MIKILLA OG VAXANDI VINSÆLDA. ÞAR HEFUR EINN FRAMLEIÐ- ANDI HAFT YFIRBURÐI, EN AÐRIR SÆKJA Í SIG VEÐRIÐ SEM SÉST Á ÞÝSKU MYNDAVÉLINNI BRAUN MASTER. Græja vikunnar * Linsan er f/2.8 með155°gleiðhornssjónsviði. Myndflagan 16 MD, 4.608×3.456 dílar. Hún tek- ur HD myndskeið; 1080P, 1080i, 960P og 720P HD. Vélin kostar 49.900 kr. í Fotovali í Skipholti. * Á vélinni er Mini-HDMI-tengi og MiniUSB líka og rauf fyrir MicroSD- minniskort. Hægt er að fá fjarstýringu fyrir vélina, en líka smáforrit fyrir Android- eða iPhone-síma sem svín- virkar þó að viðmót þess sé luralegt. ÁRNI MATTHÍASSON * Í pakkanum með vél-inni er vatnshelt hulstur fyrir vél, vitanlega, skjár á bakið og vatnshelt hulstur fyrir hann til að hafa á vél- inni, tengi, snúrur, poki o.fl. Hægt er að fá óteljandi fylgihluti og festingar. Spáð í árið 2014 TÆKNIN HELDUR ÁFRAM AÐ ÞRÓAST Á FULLRI FERÐ. FLESTIR VITA AÐ IPHONE 6 KOMI OG KLUKKA FRÁ SAMA FRAMLEIÐANDA. LG MUN REYNA AÐ FYLGJA EFTIR SÍMA ÁRSINS 2013 MEÐ G3 OG SAMSUNG KEMUR MEÐ ENN STÆRRI SÍMA Í ENN MINNI KÁPU. EKKERT AF ÞESSUM TÆKJUM ER AÐ FARA BREYTA HEIMINUM. ÞÓ ERU NOKKRAR TÆKNINÝJUNGAR Á LEIÐINNI SEM GÆTU BREYTT ÞVÍ HVERNIG VIÐ HORFUM Á HEIMINN. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is 3-D prentara penni Hver skilur þrívíddarprentun? Þarna er verið að prenta hluti úr engu! Nú er búið að minnka prentarana niður í pennastærð. gStick heitir gripurinn og er penninn svo sem alveg eins og venjuleg- ur penni nema hann getur prentað út hluti og að sjálfsögðu líka skrifað á blað. Borgað þráðlaust Veskið fer nú að verða úrelt. Það er jú komið árið 2014. Enda er að koma forrit frá Square sem á að veita viðskiptavinum það frelsi að þurfa ekki að burðast með veskið inn í búðina, bara símann sinn. Og ekki einu sinni þurfa að taka hann upp úr vasanum. Reikningurinn er sendur með Bluetooth tækninni í símann og hann greiddur með PayPal appinu. Einfaldara verður það ekki. Square kom með kredit- kortalesara í símann á síðasta ári. Apple iÚrið Samsung og Sony eru bæði búin að koma með snjallúrin en þau þykja léleg og dýr. Apple hefur áður komið og bjargað hlutunum en þá var Steve Jobs enn á lífi og ekki má gleyma því að hönn- unardeild Apple hefur ekki komið með nýtt tæki í þó nokkur ár. Menn gera sér vonir um að Apple bjargi snjallúramarkaðnum en þó ekki alltof miklar vonir. Leikjaspilun upp á 10 Trúlega eru flestir leikjanördar landsins og jafnvel heimsins að bíða eftir þessu tæki. Oculus Rift er einn stór hræri- grautur af því þar sem leikjaspilun verður nánast að veruleika. Þetta eru gleraugu sem sett eru á og leikurinn birtist nánast lifandi fyrir framan þig. Klæðanleg tækni er yfirleitt blásin upp í væntingum en þetta gæti orðið eitt af stóru tækjunum á árinu. Geimferðir Virgin er nú þegar búið að selja í fyrstu ferðina upp í geiminn sem verður farin í ágúst. Geimferðir verða jafn algengar og flugferðir eftir nokkur ár en það byrjar allt á þessu ári.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.