Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 42
*Fjármál heimilannaÞað er ekki eintóm sæla að hreppa stórar fjárhæðir upp úr þurru Hildur Knútsdóttir er rithöfundur og MA- nemi í bókmenntafræði. Þessa dagana er hún að skrifa bók og njóta þess að lesa jólabæk- urnar. Hún, Kristín Svava Tómasdóttir og Salka Guðmundsdóttir stýra nefnilega saman námskeiði í Endurmenntun sem hefst í lok janúar og heitir Eftir jólabókaflóðið: Ynd- islestur í góðum hópi. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fjögur; Ég, Egill kærastinn minn, Rán, rúmlega eins árs gömul dóttir okkar og svo kötturinn Gerður. Mig grunar reyndar stundum að við höldum fleiri köttum í hverf- inu uppi, kattamaturinn er í það minnsta grunsamlega fljótur að hverfa og við höfum stundum gripið sökudólgana glóðvolga. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Safa, smjör og ost. Og svo er líka krukka af dijonaise sem er búin að vera þar mjög, mjög lengi. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Ég held að maturinn sé stærsti útgjaldalið- urinn, enda erum við dugleg að fara á kaffi- hús og út að borða. Ég hef bara aldrei tekið saman hvað það er mikið, því ef það er eitt- hvað sem ég sé ekki eftir peningum í þá er það góður matur. Og ég held að við eyðum mjög litlu í hreinlætisvörur. Hvar kaupirðu helst inn? Við gerum stórinnkaupin í Krónunni eða Nettó. Hlaupum svo út í Pétursbúð eftir dag- lega smotteríinu. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Ekki neitt. Mér leiðist að kaupa inn og mér finnst yfirleitt allt í matvörubúðum frekar óg- irnilegt, ábyggilega af því að það á eftir að elda það. Sem er kannski ástæðan fyrir því að mér finnst svona gaman að borða úti. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Ég borða ekki kjöt svo við kaupum það aldr- ei. Við reynum líka að kaupa bara akkúrat það sem við þurfum. Mér finnst nefnilega ekkert leiðinlegra en að henda mat svo mér líður alltaf eins og sigurvegara þegar mér tekst að elda eitthvað sniðugt úr afgöngum. Eyðir þú í sparnað? Þegar ég var í fastri vinnu var ég með aukalíf- eyrissparnað hjá einhverjum banka, en var með stöðugar áhyggjur af því að ég lifði í þeirri blekkingu að ég væri að leggja fyrir, en peningurinn var í alvörunni bara að renna í einhverja útrásarvíkingabónusa. Skothelt sparnaðarráð? Kaupa sér minna drasl. Mér finnst fólk al- mennt eiga alltof mikið af allskonar. Sér- staklega einhverju dýru drasli sem það notar svo kannski bara einu sinni eða tvisvar á ári. En ef maður verður endilega að kaupa sér eitthvað þá er fínt að kaupa bara notað. Það er ódýrara og miklu betra fyrir umhverfið. HILDUR KNÚTSDÓTTIR BÓKMENNTAGRÚSKARI Heldur uppi köttunum í hverfinu Hildur segist ekki sjá á eftir peningum sem fara í góðan mat. Morgunblaðið/Kristinn Nú er sá tími árs sem margir strengja þess heit að byrja að stunda íþróttir, koma líkamanum í form og losna við það umfram- spik sem hlóðst utan á kroppinn í desember. Aurapúkinn ráðleggur lesendum að vanda mjög valið þegar þeir leita að íþrótt til að uppfylla ára- mótaheitið og finna sér einhverja iðju sem þeim þykir skemmtileg. Það er til lítils að kaupa árskort í ræktina ef fólki þykir svo drep- leiðinlegt að svitna á hlaupabrett- inu að það fer fljótt að skrópa – en situr uppi með mánaðar- gjöldin. Annars er Púkinn á því að best sé hreinlega að reima á sig hlaupaskóna og taka smáskokk um hverfið nokkrum sinnum í viku. Að skokka er hin fínasta hreyfing og kallar ekki á nein út- gjöld að ráði nema kannski vand- aða hlaupaskó. púkinn Aura- Fjárfest í hreyfingu H ver hefur ekki heyrt sög- ur af venjulegu fólki sem vinnur risastóra fjárhæð í happdrætti en glutrar öllu niður á örstuttum tíma, til þess eins að vera á alla vegu verr statt en áður. Eftir stutt eyðslufyllirí stendur vinningshafinn uppi slyppur og snauður, búinn að missa sveitasetrið, ítalska sportbíl- inn, fæla frá sér maka, börn og vini og gott ef ekki ánetjast áfengi og fíkniefn- um í leiðinni. Að eignast óvænt stórar fjár- hæðir, s.s. í happdrætti eða í formi arfs, getur haft ýmsar hættur í för með sér. Miklu skiptir að ráðstafa peningunum skynsamlega, með langtímamarkmið að leiðarljósi. Sigrún Guðmundsdóttir, endur- skoðandi hjá BDO ehf., segir að munur geti verið á milli villtustu drauma fólks um auð og velllyst- ingar, og svo hvað raunverulega er hægt að gera við stóra vinninginn eða arfinn. BDO starfar með Ís- lenskri getspá og veitir happdrætt- isvinningshöfum fjármálaráðgjöf. Skuldirnar burt Sigrún segir ráðgjöfina taka mið af stöðu hvers og eins. „Vinningshafi sem er mjög skuldsettur fær ekki sömu ráðleggingar og hinn sem þegar stendur vel að vígi fjárhags- lega. Ef vinningshafinn er skuldug- ur er oft hyggilegast að nota vinn- inginn til að greiða upp dýrar skuldir, eins og yfirdráttarlán og greiðslukortalán. Að losna við skuldir sem bera háa vexti hefur þau áhrif að bæta fjárhagsstöðu heimilisins töluvert til lengri tíma,“ útskýrir hún. „Ef skuldir vinnings- hafans eru lágar er hins vegar iðu- lega skynsamlegast að nota vinn- inginn til fjárfestinga og njóta þá vaxta- og arðgreiðslna af vinn- ingnum sem viðbót við aðrar tekjur heimilisins.“ Það getur líka þurft að skoða möguleg skattaáhrif, hugsanlegar afskriftir vegna lánaleiðréttinga ríkisins, eða hversu vel hefur verið búið í haginn fyrir elliárin. „Að- stæður fólks og áherslur eru svo mismunandi að skoða verður hvert tilvik fyrir sig.“ Hluti af því að eignast óvænt stóra fjárhæð er mikil spenna, bjartsýni og jafnvel hömluleysi. Þó það sé fjárhagslega skynsamlegt að borga niður skuldir eða setja pen- ingana í fjárfestingar langar fólk oft að gera líka eitthvað skemmti- legt við peninginn. „Ekki eru til neinar þumalputtareglur um hversu stóru hlutfalli af vinningnum ætti að ráðstafa með langtímahagsmuni í huga og hversu mikið ætti að fara í skammtímaævintýri. Fólk ætti að hugsa sig vandlega um hvað það langar í eða langar til að gera og oft er gott svigrúm til staðar til að fara t.d. í skemmtilegt ferðalag eða kaupa eitthvað fallegt.“ Ekki breyta neyslumynstrinu Sigrún segir miklu skipta að láta hvalrekann ekki raska hefðbundnu neyslumynstri heimilisins. Óvænta búbótin getur losað um ákveðnar hömlur og skapað öryggiskennd sem fær fólk til að eyða meira en það annars hefði gert. Ef tekjurnar haldast óbreyttar getur þetta orðið til þess að smám saman saxast á sjóðinn og jafnvel að nýjar neyslu- venjur lifa áfram eftir að pening- arnir eru horfnir svo útkoman verður enn verri fjárhagsleg staða en áður. „Fólk verður að passa sig á þessari hættu og reyna að breyta sem minnstu í lífsmynstri sínu, nema að um þeim mun hærri upp- hæð sé að ræða.“ Það er líka rétt að muna að stór arfur eða stór happdrættisvinn- ingur er sjaldan nóg til að láta allra villtustu drauma rætast. „Stóru happdrættisvinningarnir hér á landi eru oftast á bilinu 5-15 milljónir og þó að muni vissulega um slíka fjár- hæð geta peningarnir líka verið fljótir að klárast. Hraðskreiðir sportbílar, risasjónvarp eða fata- skápur fullur af hátískufatnaði geta jafnvel notað upp allan vinninginn í einu vetfangi.“ Sigrún mælir líka með því við fólk að halda því leyndu ef það óvænt eignast sand af seðlum. „Því miður getur það gerst að fjárhags- legt happ valdi togstreitu milli vina og ættingja, og laði jafnvel að mis- indismenn.“ SKYNDILEGUR HVALREKI GETUR SKAPAÐ VANDAMÁL Hvað á að gera við stóra vinninginn? ALLA DREYMIR UM AÐ HREPPA SAND AF SEÐLUM. KANNSKI ER VON Á STÓRUM ARFI FRÁ RÍKUM FRÆNDA, EÐA AÐ RÉTTU TÖLURNAR VERÐI DREGNAR ÚT Í NÆSTA LOTTÓI. HVERNIG ER ÞÁ BEST AÐ RÁÐSTAFA PENINGUNUM? Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hægt er að eyða stórum fjárhæðum á stuttum tíma ef ekki er farið varlega. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sigrún Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.