Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 45
5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 úr skjóli og hafa aukna trú á pappírstengdum verð- mætum af hvers konar tagi, í bland við steypu, styrktarjárn og boðaða endurkomu „hins nýja efna- hagslífs“. Spákarlar eru því í sjöunda himni, og þurfa ekki að styðjast við stundvísar kýr, magrar eða feitar, eða annað kukl við kenningarsmíð sína. Þeir eru þó enn til, sem reyna að koma því að í umræðunni að ekki sé endilega allt sem sýnist. Þeir benda á að Bandaríkjunum hafi verið bjargað með því að búa til efnahag sem hafi mun veikari grundvöll en bjó að baki draumi Jósefs. Sá eigi sinn grundvöll í annarri sögu og vita óheilagri um gæsina sem verpti gulleggj- unum. Þessi síðari tíma gullgæs hafi verið sérfróðari en allir aðrir um afleiðingu kreppunnar miklu 1930 og þar um kring. Hún hafi séð, að þá hafi kreppan verið aukin, þar sem yfirvöld, með Hoover forseta í farar- broddi, hafi vitandi vits lagst á sveif með samdrætt- inum. Því hafi farið sem fór. Bernanki, en sá hefur verið í hlutverki gæsarinnar, hefur verpt dollurum í stórkostlegum stíl og kallað aðgerðina magnmildun. Fram til þessa hefur ekki borið á þekktum aukaverk- unum slíkra aðgerða, verðbólgu og gengisveiklun. Aðdáendur Bernankis segja, að svo vel hafi tekist til vegna þess að efnahagslegi slakinn, sem brugðist hafi verið við, hafi verið miklu meiri en raunverulegar for- sendur gátu réttlætt. Aðgerðirnar hafi minnkað þann slaka, en þó ekki það mikið að leitt hafi til hættu- legrar spennu. Verður bremsað til böls? Efasemdarmennirnir viðurkenna að sannleikur felist í slíkum skýringum, en neikvæð áhrif muni koma fram þegar dregið verði úr blæstri dollara inn í efna- hagslífið. Aðgerðirnar hafi verið of umfangsmiklar. Efnahagsstarfsemin hafi því að hluta til byggst á til- búnum forsendum. Þegar þeim verði kippt í burtu muni það hafa keðjuverkandi áhrif á viðskipti um all- an heim. Á meðan peningaprentvélarnar voru í yfir- gír og ógrynni fjár fékkst á undirmálsverði hafi því verið kæruleysislega dreift um veröldina. En þegar haldið verði inn á hefðbundnar brautir á ný verði fjár- festar og lánveitendur að gæta að sér. Það muni þeir gera enda þrátt fyrir gullfisksminni rámar þá enn í 2007-8. Þeir muni fyrst yfirgefa þá sem mest áhætta hefur fylgt. (Rétt eins og gerðist eftir mitt ár 2007 gagnvart íslenskum bönkum.) Það séu markaðir vona og væntinga í Kína og Indlandi og svipuðum slóðum. Að þeim verði þrengt á undan öðrum. Hin uppblásna en vanþróaða efnahagsstarfsemi í þessum risalönd- um muni fljótt verða illa úti. Því muni þessi fyrir- sjáanlegu viðbrögð erlendu fjárfestanna skila sér eins og bjúgverpill í átt að hendinni sem kastaði hon- um. Áhrifin á aðra Evruríkin gátu ekki brugðist við sínum vanda sjálf- stætt. Þau höfðu glutrað niður sjálfstæðri mynt og efnahagslegu fullveldi. Erfiðleikalöndin voru knúin til að fara eftir hinum gamla leiðarvísi Hoovers frá 1928- 1932. Þau skyldu nauðug ýta undir eigin niðursveiflu með ríkiskeyrðu handafli! Einhverjir hafa verið að binda vonir við það, að efnahagslíf evrusvæðisins kynni loks að fara að taka við sér eftir heimatilbúnu hörmungarnar og árið 2014 yrði ár batnandi hags. Það væri sannarlega óskandi. En ójafnvægið í að- gerðum Bandaríkjanna annars vegar og ESB hins vegar við efnahagssamdrættinum gæti dregið dilk á eftir sér. Ef endalok bandarískrar peningaprentunar nú verða til þess að vonarpeningarnir í Kína og Ind- landi verði færri en reiknað var með er hætt við að þróunin á evrusvæðinu verði döpur. Olía mun að vísu lækka í verði einhverjum til ánægju, en með tilheyr- andi vandræðum fyrir Rússland Pútíns og þróun af því tagi er ekki björguleg fyrir þróun álverðs í heim- inum. Og þá erum við farin að nálgast heimastrendur. En allar þessar vangaveltur, sem sóttar eru til helstu spekinga sem um slík mál spjalla nær eða fjær, gætu verið gallaðar og spár þeirra ræst álíka vel og þær hafa áður gert. Kannski væri því vænlegast, fyrir geð og góðar vonir, að halda sig við þann fróðleik sem feitar kýr og magrar hafa fram að færa í draumum bestu manna. Töfragildi tölunnar sjö Þá er rétt að seilast ekki lengur í það sem hagspek- ingar segja en sjá hvernig sá góði maður, Karl biskup Sigurbjörnsson, svaraði spurningu um töluna sjö í mars árið 2009: „Talan sjö kallast gjarna heilög tala. Í grískri heimsmynd sáu menn sjö himna, þess vegna eru menn sagðir „í sjöunda himni“ þegar allt er sem best. Talan sjö var hin fullkomna heild. Reikistjörnurnar töldust vera sjö. Í heimi Biblíunnar táknar talan sjö Guð og heiminn. Talan þrír er tala Guðs, og fjórir er tala heimsins (höfuðáttirnar fjórar, frumefnin fjögur), fjórir + þrír eru sjö. Dagar sköpunarinnar eru sjö. Skaparinn hvíldist á sjöunda degi. Bæn Drottins, Faðir vor, mynda sjö bænir, þrjár sem fjalla um Guð og fjórar sem nefna málefni okkar mannanna. Í tjaldbúð Ísraelsmanna og síðar musterinu í Jerú- salem var sjö arma stjaki, menorah, sem stóð við syðri langvegg. Hann táknaði ljós náðar Guðs sem umlykur allt sköpunarverkið, og hann táknar þjóð Guðs, sem þegið hefur birtu sína af Guði og skal vera ljós í heiminum. Sjöarma stjaka má víða finna í kirkjum og heimilum, ekki síst sem aðventuljós í gluggum heimila og stofnana. Táknið er hið sama, náðarljós Guðs og lýðs hans sem á að lýsa mönnunum til trúar á Guð. Ljósið í miðju, með þrjú ljós til beggja hliða, táknar Guð. Gjafir andans teljast vera sjö: Andi Guðs, andi speki og skilnings, andi visku og máttar, andi þekk- ingar, guðrækni og guðsótta. (Jes. 11, 1-2.) Sjö voru söfnuðirnir sem Jóhannes skrifaði að til- hlutan engilsins í Opinberunarbókinni. Í Opinber- unarbók Jóhannesar, 5. kafla, er talað um bók með sjö innsiglum. Draumur Jósefs fjallaði um sjö feitar og sjö magrar kýr, sem ráðinn var sem að boðaði sjö mögur og sjö feit ár. Draumur sem rættist, og veru- leiki sem enn og aftur virðist blasa við á vettvangi sögunnar. Iðrunarsálmar Saltarans eru sjö: Sálm. 6, 32, 38, 51, 102, 130 og 143. Orð Jesú er hann háði dauðastríð sitt á krossinum voru sjö: Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Kona, sjá þar er sonur þinn. Sjá, þar er móðir þín. Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís. Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig. Mig þyrstir. Það er fullkomnað. Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn. Á krossinum umfaðmaði hann allan heim og lífið allt. Höfuðdyggðirnar eru sjö: Trú, von og kærleikur, viska, hófsemi, hugrekki og réttlæti. Hinar þrjár fyrstu kallast guðsfræðilegar dyggðir og samsvara þrenningunni. Svo er auðmýktin sem er móðir allra dyggða og hrokinn móðir allra lasta. Og loks segir Jesús að okkur beri að fyrirgefa, ekki bara sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö sinnum.“ Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.