Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 N orskum knattspyrnuáhugamönnum kemur ekki á óvart að Ole Gunnar Solskjær sé kom- inn til starfa á ný í ensku úrvalsdeildinni. Þessi mikli markaskorari, sem er goðsögn í herbúðum Manchester United, hefur náð góðum árangri í heimalandinu síðustu ár og alltaf stefnt að því að ná langt í þjálfun. Nú var rétti tíminn til að breyta til. Solskjær – stundum kallaður böðullinn með barnsandlitið, vegna þess hve grimmur hann var við andstæðingana á sín- um tíma – skoraði 91 mark í 235 leikjum með Manchester United. Hann var frægur fyrir að koma inn á af varamanna- bekknum og skora og Alex Ferguson, þáverandi knatt- spyrnustjóri United, hefur alltaf hrósað Norðmanninum í há- stert. Segir raunar öruggt mál að enginn annar jafn góður leikmaður og Solskjær hefði gert sér að góðu að verma vara- mannabekkinn jafn mikið. Biðlund hans hafi verið aðdáun- arverð. En hann greip jafnan tækifærið þegar það gafst. Ógleymanlegt í Barcelona Höfundur þessa pistils var viðstaddur frægasta leik sem Sol- skjær hefur tekið þátt í og það er vissulega ógleymanleg stund. Norðmaðurinn lék þó ekki nema í rúmar tíu mínútur! Þetta er að sjálfsögðu úrslitaleikur Meistaradeildarinnar vor- ið 1999, þegar Manchester United mætti Bayern München á Camp Nou í Barcelona. Leikurinn var í daufari kantinum, svo ekki sé meira sagt, en endirinn að sama skapi ævintýralegur. Bayern hafði 1:0 forystu þegar hefðbundnum 90 mínútna leiktíma lauk, en á meðan Svíinn Lennart Johansson, formaður evrópska knatt- spyrnusambandsins, UEFA, fór í lyftunni niður úr heið- ursstúkunni og út á völl (og bjó sig undir að óska leik- mönnum Bayern til hamingju á þýsku!) skoraði United tvisvar og tryggði sér sigur. Fyrst varamaðurinn Teddy Sheringham eftir hornspyrnu Davids Beckhams og svo okkar maður, Solskjær, einnig eftir horn frá þeim sama Beckham. Sheringham fleytti boltanum þá inn í markteiginn þar sem Ole Gunnar rak út fótinn og negldi boltanum upp í sam- skeytin. Fáeinum andartökum síðar var flautað til leiksloka. Eftir að Solskjær lagði keppnisskóna á hilluna varð hann þjálfari varaliðs Manchester United með afbragðsárangri og var Ferguson þess fullviss að sá norski yrði snjall þjálfari síðar. Hann hefði alltaf velt íþróttinni mikið fyrir sér og Sir Ales fullyrti eitt sinn að Solskjær hefði árum saman skráð niður allar æfingar og mikilvæga punkta eftir hvern einasta leik. Hvort sem það er sannleikanum samkvæmt eða ekki er ljóst að Solskjær viðaði að sér miklum fróðleik á árunum í Manchester. Hann tók síðan við gamla félaginu sínu, Molde, fyrir þremur árum, stýrði því til meistaratignar í Noregi tvö fyrstu árin og félagið varð bikarmeistari í sumar en gekk reyndar afleitlega í deildinni. Solskjær er fertugur að aldri, fæddur 26. febrúar 1973 í Kristiansund. Hann hóf ferilinn með Clausenengen en gekk til liðs við Molde 21 árs. Staldraði reyndar ekki lengi við þar, gerði 31 mark í 38 leikjum og Ferguson var snöggur til, keypti piltinn til Manchester United og sá aldrei eftir því. Ole Gunnar er kvæntur Silje og eiga þau þrjú börn, Noah, Karna og Elijah. Að sögn norsks íþróttablaðamanns sem ofanritaður ræddi við er mikil virðing borin fyrir Ole Gunnar Solskjær í heima- landinu. „Það kom engum á óvart að hann skyldi ná góðum árangri með Molde. Áður en hann kom þótti liðið reyndar ná ótrúlega litlum árangri því leikmannahópurinn var góður. En tveir meistaratitlar og einn bikarmeistaratitill segja sína sögu um Ole Gunnar. Liðinu gekk reyndar afar illa framan af deildarkeppninni á þessu ári, en hann var samt alltaf já- kvæður – gagnrýndi aldrei sína menn opinberlega, talaði aldrei illa um dómara eða aðra heldur sagðist alltaf sann- færður um að betri tíð væri framundan. Sem reyndist rétt Eftirminnilegasta stundin á ferli Solskjærs: Leikmenn United fagna honum eftir sigurmarkið í úrslita- leik Meistaradeildar Evrópu 1999. Reuters Hermann Hreiðarsson, þá leikmaður Ipswich Town, eltir Ole Gunnar Solskjær, framherja Manchester United, í apríl 2002. Reuters Böðullinn með barnsandlitið NORÐMAÐURINN OLE GUNNAR SOLSKJÆR HLÍFÐI ENGUM Á MEÐAN HANN LÉK MEÐ MANCHESTER UNITED Á ENGLANDI; TÆTTI MÓTHERJANA GJARNAN Í SIG OG SKORAÐI GRIMMT. HANN TÓK Í VIKUNNI VIÐ ÞJÁLFUN CARDIFF, ANNARS TVEGGJA LIÐA FRÁ WALES Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI, ÞAR SEM SÁ NORSKI HITTIR MEÐAL ANNARS FYRIR ARON EINAR GUNNARSSON, LANDSLIÐSFYRIRLIÐA ÍSLANDS. * „Hann er mjög ákveðinn og harður af sér. Á því leikur enginnvafi. Hann er mjög elskulegur maður með þægilega nærveru.“Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester UnitedBoltinnSKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.