Morgunblaðið - 25.02.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014
FLUGKORTIÐ
HAGKVÆMT GREIÐSLU- OG VIÐSKIPTAKORT
• Afsláttur af flugi innanlands
• Sérþjónusta og fríðindi
• Viðskiptayfirlit
FYRIR FYRIRTÆKI OG ATHAFNAFÓLK.
Sæktu um á flugfelag.is eða
sendu póst á flugkort@flugfelag.is
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Landssamband smábátaeigenda (LS)
hefur ákveðið að hefja samstarf við
tvo framleiðendur kavíars úr íslensk-
um grásleppuhrognum og umsýslu-
aðila grásleppuhrogna á Íslandi um
að sækja um vottun á grásleppu-
stofninum, á grundvelli svonefndra
MSC-reglna.
Ástæðan er sú að alþjóðlegu nátt-
úruverndarsamtökin World Wildlife
Fund, WWF, hafa ítrekað viðvörun
sína um áframhaldandi veiðar á grá-
sleppu í N-Atlantshafi. Hafa samtök-
in sett grásleppu á válista í Þýska-
landi og Svíþjóð og ráðleggja
neytendum í þessum löndum að
kaupa ekki afurðir úr grásleppu,
þ.m.t. grásleppukavíar.
LS hefur sent frá sér yfirlýsingu
þar sem fram kemur að staðan fyrir
íslenska grásleppukarla sé „grafal-
varleg“. Upplýsingar frá seljendum
kavíars í Svíþjóð og Þýskalandi bendi
til að byrjað verði að fjarlægja vörur
tengdar grásleppu úr hillum ein-
stakra verslana strax í byrjun mars-
mánaðar næstkomandi.
Grásleppuvertíðin hefst í kringum
20. mars nk. og vonast Halldór Ár-
mannsson, formaður LS, til þess að
það takist að ljúka tilskildum hluta
vottunarferlisins sem fyrst þannig að
hrogn af vertíðinni fái MSC-stimpil-
inn.
Smábátasjómenn telja ákvörðun
WWF, um að setja grásleppu á vá-
lista, ekki byggða á vísindalegum rök-
um. Halldór segir landssambandið
hafa fylgst með yfirlýsingum WWF
um grásleppuna á undanförnum ár-
um og sent upplýsingar til samtak-
anna um veiðar og nýtingu á grá-
sleppu. Hafrannsóknastofnun hefur
einnig gert slíkt hið sama. Halldór
segir ljóst að þetta hafi ekki dugað til
að breyta afstöðu samtakanna.
Ákvörðun um að setja grásleppu á
válista geti haft í för með sér að
hundruð fjölskyldna missi lífsviður-
væri sitt. Að sögn Halldórs hafa um
400 leyfi verið gefin út til grásleppu-
veiða en yfirleitt séu 200-300 bátar að
veiðum. Í fyrra voru verkuð grá-
sleppuhrogn í um 8.500 tunnur, borið
saman við um 12 þúsund árið áður.
„Ástæðan fyrir því að við höfum
ekki viljað fara í þetta vottunarferli
fyrr en núna er kostnaðurinn. Lands-
sambandið hefur eitt og sér ekki haft
efni á að standa í slíku en núna höfum
við komist í samstarf með stórum
framleiðendum. Við höfum til þessa
ekki talið ástæðu til að merkja grá-
sleppuafurðir sérstaklega þar sem
veiðunum hefur verið vel stýrt. Að
auki ætluðu aðrir aðilar að undan-
skilja okkur og aðra framleiðendur í
vottun og sitja einir að markaðnum,“
segir Halldór.
Votta grásleppu vegna válista
Samtökin WWF hóta að fjarlægja grásleppuafurðir úr verslunum í Svíþjóð og
Þýskalandi Grásleppa úr N-Atlantshafi á válista Grafalvarleg staða, segir LS
Morgunblaðið/Helgi Mar
Grásleppa Komin á válista hjá
WWF í Þýskalandi og Svíþjóð.
Varðskipið Týr fór í slipp á Akur-
eyri í gær. Þar verður það málað
hátt og lágt vegna nýs leiguverk-
efnis á Svalbarða næstu mánuðina.
Varðskipið mun algjörlega skipta
um lit, þar sem skrokkurinn verður
rauður og stýrishúsið hvítt. Hefur
Týr eða annað íslenskt varðskip
ekki áður skipt algjörlega um ham
í sínum leiguverkefnum, að sögn
Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur,
upplýsingafulltrúa Landhelgisgæsl-
unnar. Helst er þegar Týr fékk á
sig merki Evrópusambandsins
vegna fiskveiðieftirlits fyrir sam-
bandið fyrir um þremur árum, en
þá hélst grár undirtónn skipsins.
Týr verður í slipp á Akureyri til
3. mars nk. Þá fer skipið til eftir-
lits- og björgunarstarfa fyrir sýslu-
manninn á Svalbarða, með heima-
höfn í Longyearbyen. Leigutakinn,
Fáfnir Offshore hf., mun bera
kostnað af slipptöku og málningu
ofan sjónlínu. Gæslan greiðir botn-
hreinsun og -málningu, sem átti að
fara fram á næsta ári. Að verkefni
loknu á Svalbarða verður Týr mál-
aður aftur í sínum gráu litum.
bjb@mbl.is
Týr skiptir um búning
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Slipp Varðskipið Týr komið í slipp á Akureyri. Verður málað hátt og lágt.
Varðskipið mál-
að rautt og hvítt en
síðan aftur grátt
Boðað hefur verið
til fundar strand-
ríkja í makríldeil-
unni á mánudag og
þriðjudag í næstu
viku. Margir fund-
ir hafa verið haldn-
ir í deilunni í vetur,
en niðurstaða ekki
fengist þó svo að
nú sé sagt að lítið beri á milli.
Elisabeth Aspaker, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, segist á heimasíðu
ráðuneytisins vonast til að strand-
ríkin komi til fundarins í næstu viku
með raunverulegan vilja til að ná
samkomulagi.
Norðmenn hafa farið fram á að
heildaraflamark verði aukið um-
fram þau 900 þúsund tonn sem Al-
þjóðahafrannsóknaráðið, ICES,
lagði til í haust. Stofnmat á makríl
var til umræðu á fundi sérfræðinga
ICES í síðustu viku, en ekki hafa
fengist upplýsingar um niðurstöður
þess fundar.
Boðað til fundar
um stjórnun makríl-
veiða í næstu viku
hefur verið erfitt að koma sjúklingum á milli
staða þegar heiðin lokast.“
Björgunarsveitin í bænum á hrós skilið að
sögn Arnbjargar en félagar í henni hafa verið
duglegir að aðstoða fólk sem festist á heiðinni og
hafa komið sjúklingum á milli staða þegar aðrir
hafa ekki komist.
Jarðgöng undir heiðina myndu að sögn Arn-
bjargar bæta samgöngur til muna og efla lands-
hlutann sem eitt stórt atvinnusvæði.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Þrátt fyrir að ferlirit Veðurstofunnar sýni að
óvenjulítill snjór sé í mörgum byggðum landsins
hafa íbúar á Austurlandi búið við annan veru-
leika. Snjóþunginn er það mikill að víða hafa
vegir lokast og fólk ekki komist leiðar sinnar.
Oddsskarð tepptist um nýliðna helgi er þar
gerði vonskuveður. Snjórinn er svo mikill í
skarðinu að sögn sjónarvotta að topplyftan á
skíðasvæðinu er komin á kaf.
Íbúar á Seyðisfirði hafa einnig orðið fyrir
barðinu á veðurguðunum en Fjarðarheiði lok-
aðist nýlega í fimm daga. Arnbjörg Sveinsdóttir,
forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir lokanir
á heiðinni ekki óvenjulegar yfir vetrartímann.
Lokað í tvo mánuði af fimm í fyrra
„Frá byrjun janúar til loka maí á síðasta ári
var heiðin lokuð samanlagt í 50 daga eða nærri
því tvo mánuði. Við erum því vön því að heiðin
geti lokast en það er samt sem áður alltaf jafn
óþægilegt,“ segir Arnbjörg.
Hún bendir á að íbúar á Seyðisfirði þurfi að
geta sótt bæði vinnu og þjónustu út fyrir bæinn
og eins starfi margir í bænum sem búa í nær-
liggjandi sveitarfélögum. „Þetta er eitt stórt at-
vinnusvæði og fólk þarf að komast á milli bæjar-
félaga. Þetta er líka spurning um öryggi og oft
Ljósmynd/Jens Garðar Helgason
Í Oddsskarði Eftir að mokað var í gærmorgun varð vegurinn greiðfær þrátt fyrir hátt snjóstálið. Hafnirnar í Fjarðabyggð eru meðal þeirra
stærstu í útflutningi á sjávarafurðum og áli frá Íslandi og er nú unnið við ný göng. Á myndinni sést yfir Reyðarfjörð í átt að Skrúði.
Lokaðir í
firðinum
í 50 daga
Mikill snjóþungi á
Austurlandi í vetur