Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.02.2014, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2014 HEYRNARSTÖ‹IN Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi. Við tökum vel á móti þér. Heyrumst. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Dalvegi 16a Kóp. | nora.is | facebook.com/noraisland ÚTSALAN HELDUR ÁFRAM 20-50% AFSLÁTTUR Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Litasprey í úrvali! Flottar mussur Str. 36-52 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is kr. 11.900 HARPA SILFURBERG Sunnudag 2. mars kl. 20:00 Miðaverð kr. 3.500 / 2.500 STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Styrkt af Miðar á midi.is  harpa.is  í miðasölu Hörpu GLÆSILEGIR GALATÓNLEIKAR Leikin verða mörg af þekktustu lögummerkustu stórsveita swing stílsins ss Benny Goodman, Artie Shaw, Jimmy Lunceford, Cab Calloway, Charlie Barnet, Tommy Dorsey, Les Brown, GlennMiller, Duke Ellington og Count Basie. GESTASÖNGVARAR: Björgvin Halldórsson - Helgi Björnsson Ragnheiður Gröndal STJÓRNANDI: Sigurður Flosason Röng nöfn drengja Nöfn tveggja drengja á mynd frá Grundarfirði í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins voru röng. Þeir heita Benjamín Æsir Markússon og Hrímnir Steini Fannarsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangt farið með nafn Í afmælisgrein um Karl Jónatansson níræðan í Morgunblaðinu í gær var nafn Harmonikufélags Reykjavíkur rangt skrifað. Beðist er velvirðingar. LEIÐRÉTT Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld í póstkassa í anddyri fjölbýlishúss við Austurberg í Reykjavík um klukkan þrjú í gær. Þegar slökkviliðið kom á staðinn hafði eldurinn verið slökktur. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti eldurinn kviknaði en nokkrar skemmdir urðu á póstkassanum. Gera má ráð fyrir að eldurinn hafi kviknað af manna völdum. Kveikt í póstkassa Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra harmar að forseti Úganda hafi undirritað lög sem herða enn viðurlög við samkynhneigð en brot á lögunum geta varðað ævilangri fang- elsisvist. „Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á al- þjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafi nú tekið gildi,“ er haft eftir ráðherra á heimasíðu ráðuneytisins. Ákvæði laganna brjóta gegn mannréttindum sem tryggð eru í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Afríku og í sáttmála SÞ um borgara- leg og stjórnmálaleg réttindi, sem Úganda hefur fullgilt. Úganda er mikilvægt samstarfs- ríki Íslands og eitt af þeim fimm ríkjum þar sem lögð er áhersla á þróunarsamvinnuáætlun. Þróunar- samvinna Íslands í Úganda er unnin í samstarfi við héraðsstjórnvöld auk þess sem verkefni á vegum frjálsra félagasamtaka eru studd, segir á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Þverpólitísk tillaga Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður þverpólitískrar þingsályktunartillögu sem lögð hef- ur verið fram á Alþingi þar sem mót- mælt er ofsóknum stjórnvalda í Úg- anda gegn samkynhneigðum þar í landi. Tillagan gerir meðal annars ráð fyrir að framlög til samtaka samkyn- hneigðra í Úganda verði stóraukin. Þá kemur fram að ekki sé rétt að segja formlega upp samningum um þróunarsamvinnu en það kunni þó að reynast nauðsynlegt að tjá mótmæli Íslands með þeim hætti ef þarlend stjórnvöld láti ekki af ofsóknum sín- um gegn samkynhneigðum. Ofsóknir lögleiddar Samtökin ’78 hafa átt í miklu sam- starfi við systursamtök sín í Úganda og hefur Anna Pála Sverrisdóttir formaður fylgst með málinu þróast dag frá degi. „Fólk er bara ofboðs- lega hrætt. Það er búið að lögleiða of- sóknir á hendur því, enginn veit hvað kemur næst og ég finn að fólk óttast virkilega um líf sitt og öryggi,“ sagði Anna Pála í samtali við mbl.is í gær. Hún segir að nú reyni á alþjóða- samfélagið að mótmæla, því mót- mæli af þessu tagi teljist nú orðið lögbrot í Úganda samkvæmt hinum nýsamþykktu lögum. „Nú má ekki aðhafast neitt í þágu baráttu hinseg- in fólks í Úganda og það er því ekki sniðugt að fólk efni til mótmæla þar.“ »22 Ráðherra harmar setningu laga  Íslensk stjórnvöld styðja réttindabar- áttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi EPA Barátta Enn þarf að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra í veröldinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.